Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Side 19
DV Helgarblaö Aðstandendur Face North Fannar Leósson, Ragnhildur Gudmundsdóttir, Jóna- tan Einarsson og Árni Elliot i faðmi allra þátttakendanna. Undirbúningur fyrir keppnina iár hefur m.a. falist iþvi að þáttakendur Itafa horft saman á raunveru leikaþáttinn Americas Next Top Model, en þar er mikið liægt að Ixra um fyrir sætustarfið. íslenska hönnun því fyrirsætumar munu einungis koma fram í íslenskri hönnun á sýningunni á miðvikudag.'' Catwalk-æfingar Undirbúningurinn fyrir keppn- ina, sem er í raun ein stór tískusýning þar sem hver þátttakandi er með þijár innkomur, hefur að mestu falist í því að læra að ganga á sviði, eða svo- kallað „catwalk". „Þetta er alls engin fegurðarsam- keppni. Við erum að þjálfa upp fólk til þess að það geti unnið við fyrir- sætustörf erlendis en til þess verður viðkomandi að kunna að ganga á sviði og pósa og því er mikil áhersla lögð á það," segir Fannar. Tuttugu og sjö fslendingar taka þátt í keppninni, þar af sex strákar. Sjö danskar stúlkur eru einnig skráðar til leiks. „Við erum í samstarfi við danska umboðsskrifstofu sem sendir þessar stúlkur í keppnina en ætlunin er að keppnin verði skandinavískari með tímanum. Það er dýrt fyrir hvem og einn að fara til útlanda til að freista gæfunnar þannig að svona viðburður er auðvitað mun sniðugri fyrir alla aðila. Fyrirsætunum gefst kostur á að kynna sig á einu bretti fyrir nokkrum umboðsskrifstofúm og umboðsskrif- stofumar fá að skoða fullt af vænleg- um módelum. Þar að auki ná íslensk- ir hönnuðir að kynna hönnun sína þannig að þetta er í raun bara alls- herjar tískuviðburður sem við gemm okkur vonir txm að geti vaxið með árunum." Raunverulegt atvinnutækifæri Þegar Fannar er spurður að því hvort hann væntí þess að eitthvað komi út úr þessu, þ.e.a.s. hvort hann telji að einhver komist á samning er- lendis, þá segir hann það ekki vera spumingu um hvort heldur frekar hversu margir. „Við völdum þessa 27 einstak- linga úr 600 manna hópi og þeir lofa allir mjög góðu. Eftir keppnina í fyrra sendum við þrjár fyrirsætur út og í maí fara þrjár í viðbót, þannig að hér er um raunverulegt atvinnutækifæri að ræða fyrir þá sem hafa virkilegan áhuga og hæfi- leika." Áhugafólk um tísku ætti ekki að láta Face North-keppnina fram hjá sér fara en hún fer, eins og áður sagði, fram næsta miðvikudagskvöld og opnar húsið klukkan hálf níu. Fyrirsætumar sýna famað frá Elm, Spaksmannsspjörum, Rögnu Fróða, Dead, Ásta Creative Clothes, Henson, 66° norður og Listaháskólanum. Miðasala er nú þegar hafin í Hafnar- húsinu. m (lÍGO r, r\- W E A i A r-rnovi Uy C -*i R Legódagar til 20. apríl 25% afsláttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.