Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 16. APRlL 2005 Helgarblað DV 1 Davið hætti á Kárahnjúkum Idolid hefur feerr honum nxg :æLifæri til nö syngja og skemmta landsmömwm i náinnl framtíö. Davíð Smári Harðarson vissi ekki fyrir hvað hann ætlaði að verða frægur en tókst það að minnsta kosti um stunclarsakir. Akvað smágutti að verða frægur Fáir keppendur í Idolinu komu jafnmikið á óvart og þéttliolda „truck driverinn“ Davíð Smári. Hann ók frá Kárahnjúkum í prufu á Akureyri og fljótlega eftir það voru kuldinn og vosbúðin upp á regin- fjölium að baki en við tók ljósadýrð sviðsins í Smáralind og kastljós fjöl- miðla. Sannarlega viðbrigði það fyr- ir þennan tæplega tuttugu og fimm ára pilt, ættaðan að vestan, kominn í báðar ættir af þrekvöxnum hákarla- skipstjórum, stórmennum og prest- um vestur á fjörðum. Þeir kölluðu ekki allt ömmu sína frekar en piltur- inn sjálfur en fáir áttu von á því að þessi þéttvaxni bflstjóri stæði á svið- inu í Smárlind föstudag eftir föstu- dag. „Nei, mér datt það aldrei í hug og hugsaði þetta í köflum. Ef ég næði í tíu manna úrslit væri ég harla ánægður. Það tókst og þá setti ég mér annað takmark og svo koll af kolli," segir hann brosandi, nýkom- inn úr upptökum á þætti á Stöð 2. Söngurinn skiptir miklu Hann segir það hafa gegnið vel og verið mjög gaman. Útskýrir að söngurinn skipti hann ofsalega miklu máli, við það vilji hann vinna í framtíðinni. „Idolið gefur mér tæki- færi til þess og síðan er að sjá hvern- ig ég vinn úr því. Ég er á fullu að vinna að plötunni minni þessa dag- ana og það er náttúrulega draumur sem ég átti ekki von á að rættist. Ég hefði hlegið fyrir nokkrum mánuð- um síðan ef einhver hefði sagt mér að ég af öllum mönnum yrði að vinna að pötu með fallegum ballöð- um," segir hann og skellihlær. Davíð Smári er alinn upp í Reykjavík, Noregi, Stykkishólmi og aftur sunnan heiða. Hann flutti með foreldrum sínum, Maríu Davíðs- dóttur hjúkrunarfræðingi og Herði Harðarsyni fiskeldisífæðingi ásamt yngri bróður úr Hólminum í Garða- bæ og þar gekk hann í fjölbrauta- skólann í bænum. Ólst upp við hlátur og gleði Davíð er ánægður með foreldra sína sem studdu hann heilshugar á meðan á keppninni stóð. „Þau voru alveg æðisleg og tóku þátt í þessu með mér af h'fi og sál. Bæði eru þau létt og kát og pabbi stóð við áheit sitt um að mæta túberaður og í dragi en ég hafði lúmskt gaman af. Þegar hann lofaði því ef ég kæmist í þriggja manna úrsht, átti ég ekki von á að hann þyrfti að standa við það en þegar ég komst lengra og lengra átt- aði ég mig á að það gæti allt eins orðið að hann sæti í salnum í dragi eitt kvöldið," segir hann glottandi og úrskýrir að ekki hafl mátt á milli sjá hvort hefði verið skemmtilegra að komast svona langt eða fylgjast með foreldrunum. „Pabbi hafði jafh gaman af þessu og ég, hann er þannig en ég ólst upp við mikinn hlátur og gleði," bætir hann við. Söngurinn er í ættinni en Hörður faðir hans syngur með Óperukórn- um og afabróðir hans var Rögnvald- ■•iseijei nduKsdottir . Eggæticl veg hugsad mér að verða starfanc söngkona, það vxii frábært að fá gera það sem manni fmnst einna skemmtilegast en hins vegarheld kalli ekkert a mic, egna lífsreynslunnar íörnuleit. Draumur sem varð að veruleika „Ég er rosalega ánægð með þetta og kom eiginlega sjálfri mér á óvart," segir Lisebet Hauksdóttir en hún endaði í fjórða sæti í Idol Stjörnuleit. Lísa, eins og hún er betur þekkt, er Ólafsfirðingur og stolt af því og hún segir forréttindi að hafa fengið að alast upp á svona litlum stað. „Ég er ahn upp á fallegasta stað landins," segir Lísa hlæjandi. „Það var frábært að vera barn á Ólafsfirði þar sem all- ir þekkja alla, alhr hjálpast að og einnig sérstaklega í sambandi við það hvað maður var frjáls. Bara það að geta leikið sér úti sem krakki um allan bæ, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af brjálaðri umferð eða ein- hverju slíku, geta æft allar íþróttir, labbað eða hjólað sjálfur á og af æf- ingu, þurfa ekki að bíða eftir stressuðum foreldrum að sækja mann og skila manni í pössun eitt- hvert annað er eitthvað sem ég á eft- ir að meta svo lengi sem ég hfi." Opin og appelsínugul Mamma hennar Lísu heitir Jónína og starfar sem þjónustufull- trúi Sparisjóðsins á Ölafsfirði en pabbi hennar, Haukur, er húsa- smíðameistari og forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar. Lísa segir samband hennar og foreldranna mjög gott. „Samband okkar er mjög náið og við stöndum saman í súru og sætu. Þau eru sko mínar fyrirmyndir í hfinu, það er nokkuð ljóst," segir hún og bætir við að hún eigi tvo bræður, Kristján sem er þrítugur og Hjalta Má sem er 18 ára. „Þeir eru báðir algjörir töffarar og við náum hka rosalega vel saman eins og öh fjölskyldan. Við erum öh mjög opin og appelsínugul," segir hún bros- andi. Lísa segist hafa sungið síðan hún man eftir sér en líf hennar hafi þó snúist að mestu leyti um íþróttirnar, hún hafi stundað fótbolta, blak, sund, golf, skák, gönguskíði, svig- skíði, skíðastökk, körfu, badminton og fleira. „ÖU mín uppvaxtarár var ég mjög mikið í íþróttum og ég held að ég hafi keppt í flestu sem í boði var. Ég elska þetta kikk, að þurfa að stefria að einhverju, æfa fyrir það og taka svo á því, lenda í sigrum og tapi og taka á því. Það er ekki verra að í leiðinni veit maður að heUsan er í góðum gír. Ég fór samt líka snemma að syngja og græddi á því þar sem annar bróðir minn borgaði mér aUtaf fyrir að hætta," segir hún hlæjandi en bætir við að hann sé þó voðalega stoltur af henni í dag. Gældi við 10 manna hópinn Árið 1997 flutti Lísa frá Ölafsfirði fil Akureyrar og skeUti sér í Verk- menntaskólann þar. Hún útskrifað- ist þaðan árið 2000 og síðan lá leiðin í Kennaraskólann á Laugarvatni þar sem hún lærði íþróttafræði. „Ég út- skrifaðist árið 2003 með B.Sc. eða sem íþróttafræðingur og flutti svo til Austurríkis þar sem ég starfaði sem skíðakennari í Ölpunum. Þegar ég kom svo heim, í ágúst síðastliðnum, lá leiðin beint í Idohð," segir hún og bætir við að hún hafi auk þess starf- að í fiski, sjoppu, sundlaug, íþrótta- Helgi Þór Arason er staöráðinn í aö notfæra sér skvndifrægðina sem Idol Stjörnuleit færði honum. Ástfanginn og ánægður með lífið „Ég upplifði Idolið fyrst og fremst sem ótrúlegt ævintýri og geri enn,“ segir Helgi Þór Arason. Helgi Þór heiUaði ungar íslenskar stúlkur upp úr skónum með ljósum lokkum, blá- um augum og frábærri sviðsfram- komu í Idol Stjörnuleit og mun ör- ugglega halda áfram að heiUa sem þáttarstjórnandi í stefnumótaþætt- inum Djúpu lauginni á Skjá einum því þótt hárið sé orðið dökkt er hann ennþá jafn sætur. Lifði flökkulífi sem barn Helgi Þór kom frá ísafirði tU að reyna fyrir sér í Idolinu. Hann fædd- ist í Reykjavík en hefur búið síðustu átta árin á ísafirði. „Það hefur verið dálítið flökkulíf á mér. Pabbi var í þannig vinnu að við urðum að flytja mikið og vorum meðal annars eitt ár í Bandarlkjunum. Þegar Idolið byrj- aði flutti ég suður og er búinn að vera hér síðan," segir Helgi og bætir við að hann hafi ákveðið að hætta í skólanum til að fylgja Idolinu eftir. Pabbi hans, Ari Már Pálsson, býr í Ástralíu en hann og mamma hans skfldu þegar Helgi var átta ára. „Pabbi flutti fyrst suður og kynntist konunni sinni þar," segir Helgi og bætir við að hann og mamma hans hafi búið mikið tvö ein síðan foreldr- ar hans skildu. Mamma hans er köU- uð ína og Helgi segir þau tvö mikla félaga. Þótt hann sé á þeim aldri sem margir unglingsstrákar láti mæður sínar fara í taugarnar á sér segir hann það ekki eiga við um samband þeirra. „Við mamma erum náttúru- lega búin að vera svo mikið saman og mér finnst hiín æði en hún býr með fínum manni á ísafirði," segir hann og viðurkennir aðspurður að það hafi ekki aUtaf verið létt að þurfa að rífa sig reglulga upp með rótum þegar fjölskyldan hafi verið að flytja hingað og þangað um landið. „Ég var kannski á versta aldrinum, 6 og 8 ára, og margir hafa sagt að það sé ótrúlegt að ég sé eins og ég er miðað við að hafa þurft að flytja svona oft. Maður var aUtaf að kveðja vinina sem maður var nýbúinn að kynnast en ég hef aUtaf verið opinn og lét þetta lítið á mig fá. Ég held að ég hafi aUtaf verið dálítið þroskaður miðað við aldur enda eru flestir vinir mínir mun eldri en ég,“ segir Helgi og bæt- ir við að hann eigi eina hálfsystur, sem býr í Reykjavflc auk þess sem Naomi, sambýliskona föður hans, eigi tvo syni sem búa hjá þeim í Ástr- alíu. Klúðraði Idolinu Helgi segist aUs ekki sjá eftir að hafa tekið þátt í Idol Stjörnuleit. Hann viðurkennir þó að hafa byrjað í keppninni upp á grínið enda hafi hann ekki haft mikla trú á að komast langt. í dag er hann því ánægður þó að hann segist hafa klúðrað síðasta skiptinu sem hann kom fram. „Þetta var ótrúlegt ævintýri út í gegn og líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.