Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 Helgarblað DV minningab »**■'*: ÓA. <- **• tíHcr *«> »«*^ w sssríSSaa: Bergþór Már Arnarson ætlar að berjast áfram fyrir auknum rannsóknum á arf- gengri heilablæðingu sem sambýliskona hans, Hafdís Lára Kjartansdóttir, lést úr í febrúar. Hann hefur fengið margar af helstu poppstjörnum landsins til liðs við sig og verður með risatónleika í Vetrar- garði Smáralindar á sumardaginn fyrsta til styrktar rannsóknum á þessum skelfi- lega sjúkdómi. Bergþór Hefurfengið Vetrargarð inn lánaðan til þess að halda tón- leika fyrir látna unnustu sina. ,Ætli maður sé nokkuð búinn að vinna úr sorginni," segir Bergþór Már Amarson eftirlifandi maki Hafdísar Láru Kjartansdóttur sem lést úr arf- gengri heilablæðingu 16. febrúar síðasliðinn. Hafdís var 27 ára þegar hún lést en móðir hennar hafði látist xir þessum sama sjúkdómi rétt rúm- lega þrítug eins og fleiri fjölskyldumeðlimir þeirra. „Ég hef sökkt mér í það að reyna að láta drauma Hafdísar rætast," segir Berg- þór Már sem nú skipuleggur risastóra tónleika í Vetrargarði Smáralindar að kvöldi sumardagsins fyrsta til styrktar rannsóknum á þessum hræðilega sjúkdómi sem hrjáir nokkrar íslensk- ar fjölskyldur. Bergþór starfar sem fulltrúi hjá Smáralind þar sem hann einmitt sá Hafdísi í fyrsta skipti fyrir rúmu ári síðan. Þau urðu fljótlega yfir sig ástfangin, hófu sambúð og voru byrjuð að skipuleggja brúðkaup. Bergþór er ákveðinn í að halda áfiram baráttu Hafdísar fyrir auknum rann- sóknum á sjúkdómnum sem varð henni að falli, en hún hafði sjálf aflað fjármuna til þess að stuðla að aukn- um rannsóknum. „Hafdís gekk alltaf með þessa tónleikahugmynd í mag- anum. Hún ætlaði reyndar að halda ball í Stapanum með einhverjum hljómsveitum. Mig langaði að Úára þetta mál fyrir hana og gera mitt til þess að stuðla að áframhaldandi rannsóknum. Sumardagurinn fyrsti var afmælisdagur móður hennar sem dó iíka úr þessum sjúkdómi," segir Bergþór sem hefur gengið vel að fá fólk til að styrkja þetta brýna málefni. Góður liðstyrkur Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum eru Hreimur úr Landi og sonum sem ætíar að vera sóló með kassagítarinn, sönkonan Hera, hljómsveitirnar Á móti sól og Skíta- mórall, Páll Rósinkranz og Páll Ósk- ar með Moniku sinni spila líka á tónleikunum auk írisar Lindar og Edgars Smára. Bergþór segir alla hafa tekið vel í að leggja málefninu lið. Smáralind lánar Vetrargarðinn og 365 ljósvakamiðlar sjá um ljósin. Miðar á tónleikana eru seldir í þjón- ustuborði Smáralindar og hjá Traffík í Keflavík. „Ég hef fengið Elí- as Ólafsson yfirlækni á Landspítaln- um til tala um sjúkdóminn með mér við fjölmiðla. Hann hefur sérfræði- þekkingu á þessum skelfilega sjúk- dómi sem var valdur að dauða Haf- dísar," segir Kjartan. Hann er enn í góðu sambandi við börn Hafdísar sem bjuggu með þeim þegar Hafdís dó. „Þau búa nú hjá föður sínum hér í bænum. Það er mjög gott sam- komulag á milli okkar og ég hitti þau mjög oft. Það vill svo til að þau búa í sömu götu og sonur minn þannig að þau hitta hann reglulega, enda voru þau miklir vinir," segir Bergþór. Auk þess að halda tónleik- ana safnar fjölskylda Hafdísar styrktarlínum sem birtast munu á skjávarpa fyrir ofan sviðið á meðan á tónleikunum stendur. Bergþór vonast til þess að geta safnað dá- góðri upphæð sem verður varið tíl styrktar rannsóknum á þessum sjaldgæfa ættarsjúkdómi. Ætlaði að gifta sig í sumar Bergþór kynntíst Hafdísi í gegn- um samstarfskonu sína sem var vin- kona Hafdísar. Kjartan minnist þess að Hafdís hafi sent honum SMS-skilaboð stuttu eftir að þau hittust og tilkynnt honum að hún væri búin að hitta mann sem hún ætíaði að giftast. Hafdís og Bergþór hreiðruðu um sig í nýrri íbúð um mitt síðasta ár, trúlofuðu sig í október og voru þau byrjuð að skipu- „Hafdís gekk alltaf með þessa tónleika- hugmynd í magan- um" leggja brúðkaup sem átti að fara fram í sumar. „Þetta small bara hjá okkur strax og við hittumst. Þetta var alveg ffábær tími sem við áttum saman," segir Bergþór. Hann hafði eins og allir aðrir átt von á því Hafdís fengi lengri tíma hér á jörð, þótt hann væri meðvitaður um sjúkdóm hennar. Hafdís og ■ Bergþór 1/oru mjög ástfangin og ætluðu að gifta sig i sumar. ( , ,) • / . 84* . i ú ... : \ Stórstjörnur styrkja málefnið Bergþor er þakklatur hve vel hefur gengið að fá folk til að ieggja málefninu lið. ■ ■ "V •• f - Til minningar um Hafdísi Hafdís Lára Kjartansdóttir lést að kvöldi 16. febrúar eftir að hafa fengið skyndilega heilablæöirigu nokkrum klukkustundum áður. Hafdís hefði orðið 28 ára þann 19. rnars. Þessi unga stúlka úr Keflavík lést í blórna lífsins frá ungum börnum sínum og mannin- um sem hún ætlaöi aö gil'tast í sumar. Hún hafði barist lengi fyrir auknum rannsóknum á arfgengri heilablæð- ingu sem sett hefur mark sitt á fjöískyidu hennar. Hún var 14 ára þeg- ar hún fékk að vita að hún bæri gall- aða genið og tjórum árum stðar lést móðir hennar, 32 ára gömul, úr sjúk- dómnum. Hafdís bar með sér von um að einn daginn myndi finnast lækning við þessum skelfilega sjúkdómi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.