Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Side 46
46 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2005 Sport DV Jslandsmótið í kraftlyftingum verður háð á Grand Hóteli í dag. Þar munu Benedikt Magnússon og Auðunn Jónsson há þungavigtareinvígi sem skráð verður í sögu- bækur og heims- og íslandsmet verða í hættu. Á blaðamannafundi á Pítunni í Skipholti á föstudaginn, ræddi pV Sport við Hjalta „Úrsus" Árnason aflraunafrömuð, sem er í forsvari fyrir mótið í dag. Hjalti lofar að mótið verði allhrikalegt og því til sönnunar bendir hann á einvígi þeirra Auðuns og Benedikts, sem munu há baráttu um sigurinn í þyngsta flokkn- um, þar sem heimsmet eru í hættu og menn tala í tonnum. Hrlkalegir Benedikt Magnússon og Auöunn Jónsson munuhá sögulegt einvlgi á íslandsmót- inu i dag. DV-mynd Vilhelm Auðunn Jónsson hefur verið ein- ráður í kraftlyftingunum á íslandi í yfir 10 ár og hefur í raun ekki fengið mikla keppni í greininni fyrr en nú, því undrabarnið Benedikt Magnús- son hefur vakið mikla athygli und- anfarið fyrir mikla tilburði í kraft- lyftingunum, ekki síst í réttstöðu- lyftunni. Frægt varð á dögunum þegar hann lyfti 400 kílóunum fjór- um sinnum í röð fyrir æflngafélaga sinn Magnús Ver Magnússon til að sanna fyrir honum æfingatölur sín- ar úr æfingaferð í Bandaríkjunum fyrir nokkru. Benedikt er aðeins lið- lega tvítugur að aldri og því eru honum allir vegir færir og vart hægt að kalla dreng „efnilegan" sem er „Ég lítþannig á að þetta íslandsmót verði móðir allra móta og það er skemmtilegt að þetta skuli einmitt vera 20 ára afmælismót KRAFT. Það hefur ekki gerst oft áður að tveir svona öflugir menn keppi á móti hvor öðr- um að nálgast heimsmetið í réttstöðu- lyftu. Auðunn aldrei sterkari Auðunn á besta árangur allra ís- lendinga í krafdyftingum, eða 1050 kíló, sem hann tók á íslandsmótinu í fyrra. Auðunn sagði í samtali við DV að hann hefði aldrei verið sterkari og setur stefriuna á 1100 kfló í saman- lögðu um í dag. „Æfingamar hjá mér hafa gengið mjög vel og ég er alveg á því róli sem ég ætlaði mér fyrir mót- ið. Byrjunartölurnar mínar eru eitt- hvað í kringum 1065 klló, en þær geta verið rokkandi ef maður er ekki alveg í gírnum eða nær sér ekki á strik í einhverri greininni. Mitt markmið fyrir þessa keppni er að skila 1100 ldlóunum, en svo verð ég bara að sjá hvernig Benni kemur inn í þetta og ganga út frá því. Ég hef að minnsta kosti aldrei verið þyngri og aldrei verið sterkari," sagði Kópa- vogströllið Auðunn Jónsson. Tek það sem þarf Benedikt Magnússon er með ein- falda hernaðaráædun fyrir mótíð í dag. „Ég ætía bara að elta Auðunn. Hann tekur eitthvað aðeins meira en ég í hnébeygjunni og bekknum og ég ætía að reyna að hanga í hon- um þar, en svö á ég réttstöðuna inni og ég ætía einfaldlega að taka það sem ég þarf í henni. Eg hef fulla trú á þessu, ég er mjög sterkur í dag og ég veit að ég get tekið 455 kíló í rétt- stöðulyftu," sagði Benedikt, sem hefur þegar tekið 410 kfló í réttstöð- unni á æfingu, sem er ekki langt frá heimsmetinu. Það er 423 kfló, en Benedikt er farinn að horfa lengra en það og segist munu verða fyrsti maðurinn í sögunni til að lyfta 1000 pundum í réttstöðulyftu. Móðir allra móta Hjalti Úrsus er yfir sig spenntur fyrir mótinu í dag og gerir ekki ráð fyrir neinu hálfkáki. „Þeir Auðunn og Benni stefna báðir á að fara í 1100 kflóin í samanlögðu á mótinu og svo er Boris búinn að setja stefnuna á tonnið. Það eru líka að koma þarna inn ungir og gríðarlega efnilegir strákar, svo að þetta verður rosalegt mót. Það hafa einir 19 keppendur skráð sig til leiks og þar af þrjár konur. Ég lít þannig á að þetta ís- landsmót verði móðir allra móta og það er skemmtilegt að þetta skuli einmitt vera 20 ára afmælismót KRAFT. Það hefur ekki gerst oft áður að tveir svona öflugir menn keppi á móti hvor öðrum og þeir eiga vafa- lítið eftir að egna hvorn annan í stórafrek á laugardaginn. Þetta ein- vígi þeirra hefur orðið til að vekja enn meiri áhuga á sportinu og ég á von á því að sjá mikið af fólki á keppninni," sagði Hjalti. Mótið fer eins og áður sagði fram á Grand Hóteli í dag og hefst keppni klukkan tólf á hádegi. baldur@dv.is Þjálfarar í tveggja mánaða bann Tveir íslenskir knattspymu- þjálfarar hafa orðið uppvfsir að því að svindla á leikskýrslu í leikjum liða sinna í f deildarbik- arkeppni KSÍ í knattspymu. Báðir notuðu ólöglegan leik- mann í leikjum sinna liða en í stað þess að skrá viðkomandi leikmenn á leikskýrsluna not- uðu þeir nafri leikmanns sem ekki tók þátt í leiknum. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ í gær. Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum 14. aprfl að úrskurða umrædda þjálfara í tveggja mánaða leik- bann, þá Nóa Björnsson þjálfara Leifturs/Dalvíkur og Jón Steinar Guðmundsson þjálfara Bolung- arvíkur. í báðum tilfellum stendur bannið frá 14. aprfl til og með 13. júní og gildir í öllum leikjum innan vébanda KSÍ. Jafnffamt em félögin sektuð um 30.000 kr. Eftir leik Leifturs/Dal- víkur og Fjaröabyggðar í deild- arbikarkeppni KSI18. mars sl. kom í ljós að Leiftur/Dalvík hafði skráð Kolbein Arinbjamar- son á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki ekki þátt í leiknum. Hið sanna er að Saso Durasovic lék leikinn og var nafh hans ekki skráð á leikskýrsluna. Saso var á þeim tíma leikmaður KS. Eftir leik Bolungarvíkur og Selfoss í deildarbikarkeppni KSÍ13. mars sl. kom í ljós að Bolungarvík hafði skráð Rögnvald Magnús- son á leikskýrslu þrátt fyrir að hann tæki eklci þátt í leiknum. Hið sanna er að Halldór Skarp- héðinsson lék leikinn og var nafn hans ekki skráð á leik- skýrsluna. Halldór var á þeim tíma leikmaður BÍ. Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við DV í gær að svona mál hefði ekki komið upp áður. „Það var sett inn ákvæði um þetta í reglugerð á síðasta ári þar sem við höfðum heyrt ávæning af því að svona lagað viðgengist. Það er mjög alvarlegt mál að opinber plögg séu ekki rétt og í þessum tveimur málum lá ljóst fyrir að það var vísvitandi staðið rangt að máium. Refsiramminn í __ kringum brot af þessu tagi er allt að eitt ár en ' - ég tel að með þessu tveggja mánaða banni gefi sambandið skýr "'x,, skilaboð um að þetta sé ekki hluti af okkar starfiogeigi ekki að finnast í hreyfing- unni," sagði Geir. Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppni kvenna í handbolta með því að vinna ÍBV Fjórum mörkum undir, fjórar mínútur eftir - unnu samt Stjörnustúlkur unnu einn mesta karaktersigur í langan tíma í hand- boltanum þegar þær tryggðu sér oddaleik gegn ÍBV í Ásgarði á fimmtudagskvöldið en úrslitaleikur liðanna um sæti í úrslitunum gegn Haukum fer einmitt fram í Eyjum í dag. ÍBV-liðið var sex mörkum yfir þegar 15 mínútur voru eftir og virtist vera að tryggja sér sæti í úrslitunum. Stjörnuliðið gafst samt aldrei upp, ekki einu sinni þegar liðið var fjór- um mörkum undir og aðeins fjórar mfnútur eftir af leiknum. Stjarnan skoraði í framhaldinu fimm síðustu mörk leiksins á sama tíma og fimm sóknir Eyjaliðsins fóru forgörðum. Kristín Guðmundsdóttir skoraði að lokum sigurmark Stjörnuliðsins þegar aðeins fjórar sekúndur voru eftir eftir glæsilega stoðsendingu frá Rakel Dögg Bragadóttur sem ásamt Heklu Daðadóttur gerbreytti sókn- arleik liðsins á lokakaflanum. Kristín sást ekki fýrstu 45 mínútur leiksins en skoraði þrjú mikilvæg mörk í lok leiksins, Rakel Dögg kom inn í sókn- ina þegar tæpar 14 mínútur voru eft- ir og kom að sex af síðustu sjö mörk- um liðsins, átti þá fjórar stoðsend- ingar, fiskaði eitt víti og eina send- ingu inni á línu sem gaf víti. Þá skor- aði Hekla Daðadóttir úr þremur vít- um á síðustu fjórum mínútunum þar af einu sem hún þurfti að tvítaka en Stjarnan hafði fyrir þann tíma klikkað á fjórum vítaköstum. Þetta var ótrúlegur stemnings- sigur hjá Stjörnunni því það þurfti mikla trú og andlegan styrk til að gef- ast ekki upp þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Liðið var þá sex mörkum undir og Florentina Grecu, ffábær markvörður ÍBV, varði þá enn eitt vítið og Eyjaliðið fór í sókn. Sigurvegari oddaleiksins í dag mætir Haukum í úrslitaeinvíginu um íslandsmeistaratitilinn en Haukaliðið vann báða leikina gegn Val með samtals 23 marka mun. Sóknir Stjörnunnar síðustu 15 mínúturnar: Sóknir: 15 Mörk: 10 Tapaðir boltar. 1 Varin skot: 4 önnur misheppnuð skot: 0 SóknirÍBV síðustu 15 mínúturnar: Sóknir: 15 Mörk: 3 Tapaðir boltar: 5 Varin skot: 5 önnur misheppnuð skot: 2 Gáfust aldrei upp Kristín Jóhanna Clausen og félagar Ikvennaliði Stjörnunnar unnu upp fjögurra marka mun Islandsmeistara ÍBVá siðustu fjórum mínútunum. Tap hefði þýtt sumarfrí fyrir Stjörnuna ennú leika liðin úrslitaleik í Eyjum i dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.