Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2005, Qupperneq 54
54 LAUGARDACUR 16. APRÍL 2005
Helgarblað DV
Orri fer til Slóvakíu
íslendingar taka þátt í alþjóðlegu
verkefrú Ijósmyndara. Viðfangseinið
er breytt ásýnd menningar og
mannlífs í Evrópu. Háskólinn í
Sunderland kom verkefninu af stað
en samstarfsaðilar eru Finnland,
Holland, Þýskaland, Spánn, Slóva-
kía, Tékkóslóvakía og Litháen. Þjóð-
minjasafhið leiðir okkar þátt. Valinn
er íslenskur ljósmyndari og sendur
til Slóvakíu og mun hann dvelja þar
í tvo mánuði við tökur.
Auglýst var eftir ljósmyndurum
og sendu fimmtán aðilar inn um-
sókn. Valnefnd skipuð Ingu Láru
Baldvinsdóttur, Einari Garibaldi Ei-
ríkssyni, Einari Fal Ingólfssyni,
Kristínu Hauksdóttur og Guðmundi
Ingólfssyni valdi fimm ljósmyndara:
Bjargeyju Ólafsdóttur, Maríu Kjart-
ansdóttur, Orra Jónsson, Sigurð Jök-
ul Ólafsson og Spessa. Dómnefnd í
Slóvakíu fór síðan yfir umsóknir og
valdi Orra Jónsson sem fulltrúa ís-
lands í verkefninu.
Orri lærði ljósmyndun í New
York og hefur haldið einkasýningar
á íslandi og erlendis og tekið þátt í
samsýningum. Myndir Orra og um-
flöllun um þær hefur ehmig birst f
ýmsum tímaritum. Þekktasta efrii
Orra eru litmyndir af eyðibýlum
innanhúss. Orri er fjölhæfm lista-
maður því hann er einnig slagverks-
leikari og söngvari í dúóinu
Slowblow.
íslenska valnefhdin átti líka að
velja einn úr hópi fimm hollenskra
tunsækjenda. Þar var valinn Rob
Homstra, en hann er nýútskrifaður í
ljósmyndun frá Listaakademíunni í
Utrecht. Bók með ljósmyndum
Hornstra, Communism and
Cowgirls, kom út árið 2004. Úrval
ljósmynda sem unnar em í verkefn-
inu í þátttökulöndunum verður sýnt
í Museum Folkwang í Essen í Þýska-
landi snemma árs 2006 og síðan á
farandssýningu sem sett verður upp
hjá samstarfsaðilum í verkefninu.
Uppboði 741 hjá Bruun Rasmussen lauk síðla í
gær og þá höfðu nær átta hundruð gripir verið
slegnir. Þar á meðal fjöldi verka eftir íslenska
myndlistarmenn, bæði eldri og yngri.
Gríðarmikill áhugi var á uppboðinu, meðal
^annars sökum þess að þar var safii danska leikar-
ans Ove Sprögoe slegið hæstbjóðanda, en Ove
var mikill listaverkasafnari og átt fi'nt safn af Flux-
us-verkum og Cobra-málurum. Meðal mynda í
hans eigu var eitt verka Errós úr Geimfaraserí-
unni frá 1978 sem var metið á 330 þúsund, en fór
á nær 458 þúsund. Önnur mynd eftir Erró, Skylab
Shower frá 1975, fór á 273 þúsund, nokkuð undir
mati. Sú þriðja úr röð sem kennd er við Grosz,
þýska málara þriðja áratugarins, fór á 430
þúsund.
Gamalt kompaní
Fyrirtækið Bruun Rasmussen er eitt virtasta
uppboðshús á Norðurlöndum. Það heldur úti
kröftugum heimasíðum fyrir sín mörgu útibú og
er bæði hægt að kaupa verk þar á gangandi upp-
boðum á neti og taka þátt í sérstökum uppboð-
»-um um síma. A uppboðsverð leggst uppboðs-
gjald og við flutning milh landa virðisaukaskatt-
ur. Hjá Bruun gefst kostur á að kaupa verk af öUu
tagi. Á miðvikudag var t.d. hægt að kaupa þar
verk eftir marga helstu meistara síðustu aldar,
Picasso, Magritte, Appel, Tapies svo dæmi séu
nefnd.
íslensk bylgja
Óvenju mikið var af verkum eftir Ólaf Elíasson
á uppboðinu á miðvikudag, einkum verk firá ár-
unum 1992 tU 1995, aUs fimm verk metin frá tæp-
um 170 þúsundum og upp úr. Verk eftir hann eru
fá tíl hér á landi frá þessum tíma. Landslagsljós-
mynd frá íslandi fór á tæpan 165 þúsund kaU, en
-eldri verk í poppuðttm stfl á vel yfir hálfa mUjón.
Málverk eftir Svein Þórarinsson fór á 270 þús-
und, og Jón Stefánsson, sá margfalsaði málari,
fór langt yfir mati á tæp 600 þúsund.
Mest var af verkttm íslenskum eftir Júlíönu
Sveinsdóttur. Fimm olíuverk eftir hana voru á
uppboðinu, flest fóru vel yfir mati, sum fóru á
tvöföldu mati, önnur á þriðjungi. Meðalverð á
verkum hennar virðist vera um mitt fjórða hund-
rað og rís svo hærra, upp undir hálfa miUjón.
Góðkunningjar
Aragrúi verka eftir vini og samverkamenn
Svavars Guðnasonar áttu myndir á uppboðinu:
Asger Jom, Eijler BUle, Robert Jakobsen, Carl
Henning Pedersen, en þeirra verk em verðlögð
dýrt en geta verið frá ólfloim tímum. AUir þessir
myndlistarmenn vom afar afkastamiHir og Dan-
mörk var þeirra heimamarkaður þótt hróður
þeirra bærist víða. Talvert var af verkum eftir
Appel.
Það var málverk eftir Asger Jorn frá 1969 sem
fór á nær 20 miUjónir íslenskar.
Þá var hlutur verka eftir Fluxus-menn áber-
andi á uppboðinu, en verð á þeim er furðulágt
miðað við mikilvægi þeirrar hreyfingar í mynd-
listarheimi Norður Evrópu á síðustu öld. GamaU
vinur Dieter Roth, Addi Kopcke, átti nokkur verk
sem fóm fyrir lítið.
Stórt olíuverk eftir Jan Voss, sem hingað kom
margsinnis með vinum sínum í Súm, fór á háu
verði, langt ofan við spáverð. Þá vom verk í boði
eftir færeysku meistarana, Mikines og Heinesen.
Þá em ónefnd verk eftir yngri meistara: Warhol,
Dine og Raushenberg sem á miðvikudag var
seldur á verði sem í Amerfloi þætti fyndið.
Myndeftlr Errófórá hálfa míljón.
BORGARLEIKHUSIÐ
Loikfélag Roykjavikur • Listabraut 3, 103 Roykjavík
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Strindberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ.
Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - UPPSELT,
SUSustu sýningar
HIBYLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftir
I kvöld kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20,
Fo 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20, Su 8/5 kl 20,
Fö 13/5 kl 20
- Fáar sýnlngar afUr
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20, Lau 7/5 kl 20
e. Astrid Lindgren
/ samstarfi viS A þakinu
Aðalæfing Mi 20/4 kl 18 - UPPSELT.
Frumsýning Fi 21/4 kl 14 - UPPSEIT,
Lau 23/4 kl 14, Su 24/4 kl 14, Su 1/5 kl 14
Su 1/5 kl 17
Börn 12 ára og yngri fá frítt i
Borgarleikhúslð I fylgd
fuliorðlnna
- gildir ekki á barnasýningar
NÝJA SViB/UTLA SVIÐ/ÞRIDJA HÆÐIN
TERRORISMI
e. Presnyakov bræður
Mi 20/4 kl 20, R 28/4 kl 20, Fí 5/5 kl 20
BBE iliJ
e. Krístínu Ómarsdóttur
Su 17/4 kl. 20, Fö 22/4
Slíustu sýningar
AUSA eftir Lec Hall
/ samstarfi við LA.
Fi 21/4 kl 20 - SUSasta sýnlng
- Ath: Mlðaverð kr. 1,500
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
I kvöld kl 20 - UPPS, Su 17/4 kl 20, - UPPS.
Mi 20/4 kl. 20 - UPPS. Fi 21/4 kl 20 - UPPS.
Fö 22/4 kl 20 - UPPS. Lau 23/4 kl 20 - UPPS.
Su 24/4 kl 20 -UPPS. Lau 29/4 kl 20 - UPPS.
Lau 30/4 kl 20 - UPPS. Su 1/5 kl 20 - UPPS.
Fi 5/5 kl 20
eftir Harold Pinter
Samstarf: A SENUNNI.SÖGN ehf. og LA
Su 24/4 kl 20, Fi 28/4 kl 20 - Aukasýningar
RIÐIÐ INN I SOLARLAGIÐ
e. önnu Reynolds.
í samstarfí við leikhópinn KLÁUS.
í kvöld kl 20, Fö 22/4 kl 20,
Lau 23/4 kl 20
AUGNABLIKIÐ FANGAÐ
DANSLEIKHUSIÐ
fjögur tlmabundin dansverk
R 21/4 kl 19:09 Prumaýnlng
Su 24/4 kl 1909, Su 1/5 kl 1909
Aðeins þessar 3 sýningar
Míðasölusími 568 8000 • midasalafrjiborgarleildius.is
Miðdsald á netinu www.borgtirleikhus.is
Miðasalart i Borgarleilthúsinu er opin:
10 18 mánudaga og |niðjudaga, 10 20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudaga
Fjórir tilnefndir til verðlauna
Ár hvert er safnað gögnum um
myndlistarmenn á Norðurlöndum
sem vinna í málverki og úr valdir
rúmlega tuttugu sem taldir em
þess verðugir að fá hln svokölluðu
Camegie-verðlaun. Valhópurinn
setur siðan saman sýningu sem fer
um Norðurlöndin og em fern verð-
laun veitt. Em þau umtalsverð.
Fyrstu verðlaun em milljón
sænskra króna, önnur 600 þúsund,
þriðju og fjórðu 400 þúsund. Þá er
yngri listamanni veittur styrkur að
upphæö krónur 100 þúsund
sænskar. Þessi verðlaun hafa verið
veitt sex sinnum og nú hefur val-
nefiid birt nöfn 21 myndlistar-
manns sem verða á sýningunni
þetta árið, en hún fer á kreik í
haust.
Það var nefrid undir stjórn Lars
Nittve sem valdi en þar sat Halldór
Bjöm Runólfsson listfræðingur.
Fjórir listamenn vom valdir frá ís-
landi til þátttöku og eiga þeir þar
með mögifleika á verðlaunum.
Stóð valið á milli 115 lista-
manna. Þeir Steingrímur Eyfjörð,
Jón Óskar, Eggert Pétursson og
Finnbogi Pétursson voru valdir og
er hlutfall íslenskra óhemju hátt
um þessar mundir.
Állir em þeir meö sýningar og
verkefni í gangi. Steingrímur Ey-
fjörð sýnir á Myndasögumessunni
til 24. aprfl og opnar í maí tvær sýn-
ingar á Akureyri. Jón Óskar hefur
Finnbogi Pétursson.
Eggert Pétursson.
Steingrfmur Eyfjörð.
nýlokið sýningu í 101 Gallery í
Reykjavík og sýnir nú á Galleria
Krista Mikkola í Helsinki. Stein-
grímur Eyfjörð og Jón Óskar eiga
þar að auki verk 1 einkasafni 101
Gallery. Eggert Pétursson sýnir á i8
galleri á Listamessunni í Brassels
sem hófst í vikunni og Finnbogi
Pétursson á tvö hljóðverk á Lista-
hátíð í Reykjavík í sumarbyrjun.
Verðlaunahafar verða kynntir í
júnflok og fer afhending verðlauna
fram þann 29. september 2005 í
Henie Onstad Kunstsenter fyrir
utan Osló. Sýningin feröast sfðan
milli höfuðborga Norðurlandanna
ásamt Lundúnum og Nice haustið
2005 til vorsins 2007. í Reykjavlk
verður sýningin í Listasafni Reykja-
vfloir, Hafriarhúsinu frá 10. júní til
20. ágúst 2006. Samtímis sýningar-
haldinu verður gefin út vegleg bók
um þennan hóp listamanna sem á
að auka hróður þeirra.