Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 3

Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK, SEPTEMBER 1947 n <:)/>//na dan.ýýni/iy/n i9Jr7 Laugardaginn 28. júní var opnuð í Reykjavík sú langmerkasta sýning, sem haldin hefir verið hér á landi, Landbúnað- arsýningin. Aðdragandi og undirbúningur þessarar sýningar tók langan tíma og mikla fyrir- höfn, og í framkvæmdinni var við ýmsa örðugleika að etja, sem að sumu leyti áttu upptök sín í því, að hér á landi eru flestir viðvaningar í þeim sökum, er snerta svona fyrirtæki, enda við að búast, þar eð fram- kvæmdir af þessu tagi eru fágætar hér, en örðugustu agnúarnir, sem við var að glíma, stöfuðu þó af verkbanni, sem skall á meðan á undirbúningi stóð, og eigi var um garð gengið fyrr en nokkru eftir að sýningin var opnuð. Olli það truflunum svo að fyrirkomulag þess hluta sýningar- innar, sem var utan aðalskála, varð allt annað en gert hafði verið ráð fyrir á skipulagsuppdrætti. Þá olli það og því, að á sýninguna komu aldrei vélar og verk- færi og ýmsir aðrir munir, sem lágu í skipum á höfninni og í birgðaskemmum, og fengnir höfðu verið hingað til lands í þeim tilgangi fyrst og fremst að hafa þarna til sýnis. Seint á árinu 1945 kom sýningarmálið fyrst til umræðu og var af ýmsum fyrir- hugað, að af sýningu gæti orðið sumarið 1946, en fyrir ýmsra hluta sakir reyndist það ókleift þá, og var framkvæmdum því frestað þar til í sumar, eða eitt ár. Ákvörðun um að hrinda málinu í fram- kvæmd, var gerð á fundi hjá Búnaðar- félagi íslands, að fenginni heimild til fjár-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.