Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 10
268
FRE YR
listiðnaðar, allt var gert úr ull, sem vaxið
hefir á íslenzku sauðfé við íslenzk skilyrði.
Þar gat að líta glöggan vitnisburð um
hagleik og listfengi íslenzkra kvenna, hvort
sem munirnir voru prjónaðir, heklaðir,
saumaðir, ofnir, eða á annan hátt fram-
leiddir með höndum og hugviti.
Og svo var það íslenzka línið, sem áreið-
anlega var eitt eftirtektarverðasta atriði
sýningarinnar. Það er hægt að rækta lín
á íslandi, það sannar árangur sá, sem frú
Rakel Þorleifsson hefir öðlazt við ræktun
líns um undanfarin ár. Hér er ekki úr-
komusamara að jafnaði en á írlandi, hita-
stigið er ef til vill eitthvað lægra hér en
þar, en árangur línræktar virðist svo góð-
ur hér, að vel er viðeigandi að rækta það.
Hvort skilyrði til þess að fá línið gert að
vefnaðarvöru, eru hin ákjósanlegustu, er
annað mál, en það er auðvitað svo nátengt
hörræktinni (hör = lín, lat. linum) að
ef gengizt yrði fyrir línrækt hér á landi,
mundi óhjákvæmilegt annað en athuga í
því sambandi hvernig skilyrði eru til þess
að fá gerða dúka úr hráefninu.
Skógræktin og sandgrœðslan.
Land vort er gjörrúið og gróðurvana á
stórum svæðum. Eitt sinn var sums staðar
vel gróið, sem nú er örfoka. Menn og mál-
leysingjar, og harðúðug veðrátta, hafa
lagst á eitt um að rýja og plokka þar, sem
fyrr var skógur, kjarr, mörk, holt, eða grasi-
vafðar lendur. Það er hlutverk vorra tíma
að græða sárin — klæða landið. Meginefni
sýningar skógræktarinnar og sandgræðsl-
unnar fjallaði um eyðilegginguna annars
vegar og uppbygginguna hins vegar. Vind-
urinn brýtur barðið. Þar verður að hefta
sandfokið. Garðar eru gerðir og melgrasið
er stutt í viðleitni þess í því að binda
jarðveginn. Það er hægt að klæða landið
á ný með grasi og með birki, reyni, eða
öðrum trjágróðri. Það er hægt, og það er
þarft verk að gróðursetja runna og tré og
láta gróður þennan mynda skjólbelti, er
Kœliborö og vörur kjöt-
verzlananna.