Freyr - 01.09.1947, Qupperneq 11
FRE YR
269
Frá heimilisiðnaðardeild
Kvenfélagssamðands ís-
lands.
hefti framrás napurra næðinga. Sýning
skógræktarinnar og sandgræðslunnar var
fjölbreytt, glögg og hrópandi til vor. Klæð-
um og græðum land vort á ný! Eflum
gæði þess með auknum gróðri! Það starf
gefur máske ekki arð í dag eða á morgun,
en komandi kynslóðir munu lofa verk
þeirra manna, sem gera eyðimörkina að
frjósömum gróðurlöndum.
MjólJcuriðnaðurinn.
Innan þessarar deildar var að sjá bæði
gamalt og nýtt. Það eru stígin risaskref
frá tíma rennitroganna og byttanna,
eða bullustrokksins og mjólkurfatanna,
sem allt var gert úr tré, til nútíma véla
þeirra, sem teknar eru til notkunar í þágu
mjólkuriðnaðairins, svo sem Titan sMl-
vindunnar og nýtízku tækja úr ryðfríu
stáli, sem notuð eru á mjólkurbúunum.
Árangur þeirrar starfsemi, sem fram-
kvæmd er með hjálp þessara fullkomnu
tækja, eru fyrsta flokks iðnvörur úr mjólk.
Sýningshorn af þessum vörum frá mjólk-
urbúunum voru þarna, og fjöldi manna
fékk tækifæri til þess að sannprófa hvernig
mjólkurosturinn frá Mjólkursamlagi KEA
mysuosturinn frá Mjólkursamlagi Skag-
firðinga, eða Baulumerkta smjörið úr
Borgarnesi, er á bragðið.
Tölurnar er greindu frá mjólkurmagn-
inu, sem til mjólkurbúanna hefir borist
um undanfarin 18 ár, síðan fyrsta mjólk-
urbúið hóf starfsemi sína, gáfu glöggt til
kynna, að stórstíg þróun hefir orðið á
þessu sviði hér á landi. Hliðstæð þróun í
meðferð mjólkurinnar á heimilunum
mundi auðsæ, ef tækifærið hefði boðið
ástæðu til þess að tákna hana með tölum
eða á annan veg.
Sjúkdómar og mein í jurtum og dýrum.
Tvær deildir fjölluðu um þessi efni. —
Jurtakvillar eru það algengir, að ástæða