Freyr - 01.09.1947, Side 12
270
FRE YR
er til þess að ráða bót á þeim og til þess
eru ýms ráð, sem greint var frá með mynd-
um og skýringum í deild jurtasjúkdóm-
anna.
Sjúkdómar búfjárins hafa um aldarað-
ir verið búendum mikið áhyggjuefni, og
ráða gegn þeim verið leitað hér löngu áð-
ur en þeim, er jörð yrkja, var ljóst, að
ástæða væri til að lækna þau mein, sem
þjá gróandann. Reynsla síðustu ára hér
á landi er beisk, að því er snertir sauð-
fjársjúkdóma, og kvillar í nautpeningi
virðast einnig fara vaxandi.
Þess vegna voru og eru þau ráð vel
þegin, sem miða að því að hefta útbreiðslu
sjúkdóma eða takmarka hana að minnsta
kosti. Á sýningu dýralæknanna gat að líta
það, sem notað hefir verið, það sem not-
að er og nota ber, til þess að vinna bug á
búfjármeinum. — í þessum deildum voru
sýnd læknislyf og þess stundum getið,
hvernig þau bæri að nota. Tæki af ýmsu
tagi, og hagnýting þeirra, vöktu hjá mörg-
um áhorfandanum útsýn yfir hluti eða
efni, sem ráða mætti til bóta. Má í því
sambandi nefna haftið, sem sett er á kúna
þegar hún lætur illa á meðan mjaltað er.
Þegar haftið hefir verið sett á og hún
pyntir sjálfa sig, ef eigi stendur kyrr, þá
velur kusa auðvitað þann kostinn að
halda kyrru fyrir á meðan mjaltað er.
Þetta er bara eitt dæmi frá vettvangi
þessarar deildar.
Kjötiðnaðurinn.
E:gi verður um það deilt, að þeir sem
sýninguna sóttu og báru saman gömlu og
nýju kjötbúðina, sem þarna voru hlið við
hlið, hlutu að viðurkenna þann reginmun,
sem var á hinu forna og því nýja.
Það er ástæða til þess að efast um hvort
nokkur iðnaður hér á landi stendur þess-
um framar, og það er ljúft að viðurkenna,
að leita mætti víða um lönd, áður en
fundinn yrði fullkomnari útbúnaður til
geymslu kjötmetis, til vinnslu þess og
Innan deildar S.Í.S. átti
klœdaverksmiðjan Gefj-
Un veglegan þátt.