Freyr - 01.09.1947, Page 18
276
FRE YR
sóknir voru gerðar, heldur alls staðar þar,
sem hitastig verður lágt utan dyra á ein-
hverjum tíma ársins.
Aðgerðir þær, sem framkvæmdar voru
sumarið milli tveggja rannsóknartímabila
í Norrlandi, sýndu glöggt, að gamlar bygg-
ingar geta batnað stórum, ef einangrun er
aukin, og ömurleg fjós geta orðið sæmileg
eða góð með því að einangra veggi og þök
og setja strompa á mæni.
Hér skal ósagt látið, hve mörg íslenzk
peningshús má endurbæta eins og Svíar
gerðu, eða á svipaðan hátt, en þegar byggja
skal nýtt er gott að hugfesta þetta, að
rannsóknir í Svíþjóð ’inni köldu sýndu
niðurstöður, sem áreiðanlega er hægt að
læra mikið af, einnig hér á íslandi. Ein-
angrun er aldrei of góð. Hún þarf að vera
svo góð að hægt sé að loftræsta svo að
búfénu líði vel og það gefi góðar afurðir.
Léleg peningshús valda vanlíðan hjá
skepnunum, rýrum afurðum og vesölum
búskap.
H úsið á Landbúnaðarsýningunni
Teiknistofa landbúnaðarins sýndi nokkra
uppdrætti á landbúnaðarsýningu þeirri,
sem nýlega var haldin í Reykjavík. Meðal
þeirra var uppdráttur að fyrirmyndar
íbúðarhúsi í sveit. Á sýningunni var part-
ur af framhlið hússins í fullri stærð, aðal-
stofa hússins með húsbúnaði, eldhús með
„innréttingum" og loks líkan af húsinu,
ásamt peningshúsum og skiplagi af bæj-
arsvæðinu.
Þar sem ýmsir hafa óskað eftir að kynn-
ast húsi þessu nánar, birtast hér uppdrætt-
ir ásamt nokkrum skýringum.
Húsið er hæð með lágu risi. í því er
rúmgóð dvalarstofa fyrir heimilisfólk og
gesti, sem að garði ber. Svefnherbergi eru
þrjú. Eitt þeirra liggur að litlum sérinn-
gangi og er einnig gengið þaðan í bað-
herbergi. Þetta herbergi er hugsað fyrir
hjón og í því eru stórir innbyggðir fata-
skápar. Línskápur er í ganginum. í innri
forstofu er skápur fyrir yfirhafnir og höf-
uðföt. Hin svefnherbergin eru minni en þó
gott pláss fyrir tvö rúm og tvo innbyggða
fataskápa í hvoru. Úr framenda forstofu
liggja tvær dyr samhliða, önnur í eldhús,
en hin í borðstofu. Eldhús og borðstofa
eru að nokkru samliggj andi, en þó aðskil-
in með lágu (1.10) m.) skilrúmi. Hægt er
að hafa fullhátt skilrúm, ef þess er sér-
staklega óskað, en ekki er ástæða til að
mæla með því. í eldhúsi eru borð og skáp-
ar svo sem venja er til, leirtauskápur inn-
byggður til hliðar við matvælabúr. Úr
eldhúsi er gengið í bakdyragang, en þaðan
í geymslu og þvottahús. Ef miðstöðvar-
ketill er í húsinu yrði honum komið fyrir
í þvottahúsi og gólf lækkað um 70 sm.
niður fyrir gólf i íbúðarherbergjum. Vel
má þó hita hús þetta með góðri miðstöðv-
areldavél í eldhúsi.
Eí' þörf er fyrir meiri geymslu, herbergi
til mjólkurvinnslu í heimili, smíðaher-
bergi eða annað nauðsynlegt starfspláss,
má lengja húsið og fæst þá sín vistarveran
hvorum megin við bakdyragang. Framhlið-
in hefir þá lengst til hægri og þar komið
fyrir einum glugga til viðbótar og öðrum