Freyr - 01.09.1947, Blaðsíða 38
296
FREYR
Ný verksvið.
Eclvald Friðriksson heitir eftirlitsmaður mjólk-
urmeðferðar. sem um var getið í síðasta blaði, en
ekki Friðrik Þorvaldsson eins og þar stóð.
★
Hrútasýningar.
Hrútasýningar verða haldnar á þessu hausti á
svæðinu frá Núpsvötnum að Hvalfirði. Á sýning-
unum munu mæta þeir Halldór Pálsson, sauð-
fjárræktarráðunautur og Hjalti Gestsson, búfjár-
ræktarráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands.
★
Búskapur og flugvélar.
Sumum þótti skotið framhjá marki fyrir tveim-
ur árum síðan, þegar Jón Þorbergsson á Laxamýri,
vildi láta athuga skilyrði fyrir möguleikum til
flutnings á frosnu kjöti á erlendan markað. í
rauninni bar hugmyndin vott um framsýni og
markvissa starfstilhögun. Frá öðrum löndum koma
nú fregnir daglega, um notkun flugvé’a í þjónustu
landbúnaðarins.
í Ameriku, Rússlandi og víðar, er sáð úr flug-
vélum í stórum stíl. Skordýraeitri er dreift úr
lofti yfir stór svæði, frá flugvélum. Verksmiðjur
eru byrjaðar að framleiða flugvélar, sem ætlaðar
eru til landbúnaðarþarfa.
Áætlað er að ekki líði mörg ár, áður en hálf
miljón flugvéla verða notaðar í þágu landbúnaðar-
ins í Norður-Ameríku.
★
Vothey.
í Svíþjóð nam votheysgerðin á árunum 1936 til
1939 ekki meiru en þvx að meðaltali, að hver kýr
fékk 50—60 kg. vothey á ári. Árið 1946 fékk hver
kýr í Svíþjóð 270 kg. vothey. Votheysgerðin hefir
þannig fimm-faldast á síðustu 10 árum þar í
landi.
FREYR
— búnaðarblað •— gefið út af Búnaðarfélagi
íslands og Stéttarsambandi bænda.
Ritstjórn, afgreiðsla og innheimta:
Lækjargötu 14, Reykjavík. Pósthólf 1023
Sími 3110.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson.
Ritnefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson,
Steingrímur Steinþórsson.
FR E YR er blað landbúnaðarins.
Verð kr. 25.00 á ári. Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Prentsmiðjan Edda h.f.
Pólsk egg.
Finnska „Hufrudstadsbladet“ segir frá því. að í
Póllandi hafi verið framleidd 1,2 miljarðar egja
árið 1946 og á árinu 1947 sé þess vænst að fram-
leiðs’an nemi 1,5 miljörðum. Er þá búist við að
flytja út 100 miljónir, en af því mun helmingur
seldur til Englands og afgangurinn til Sviss, Ítalíu,
Belgíu og fleiri landa.
r ■ l'- -sr ■
★
Danskar vélar.
Danmörk hefir um langt skeið selt alls konar
vélar til mjólkxxrbúa vitt um heim, og hlotið frægð
fyrir gæði þeirra.
Útflutningur annarra véla, sem notaðar eru í
þágu landbúnaðarins og búvöruframleislunnar, er
einnig talsverður. Þannig eru nú seldar danskar
kvarnir í Brasilíu, þrcskivé’ar og kvarnir í Argen-
tínu, og frá Indlandi eru komnar beiðnir xxm langt
um fleiri þreskivélar en Danir hafa tök á að fram-
leiða.
★
Búfjársjúkdómar.
í Skaraborgar leni í Svíþjóð eru hafnar kerfis-
bundnar rannsóknir viðvíkjandi arfgengnum
hrossasjúkdómum. •— Rannsóknir þessar varða
hófkvilla, húðveiki af ýmsu tagi, beinasjúkdóma
hreyfingargalla, lungnaveiki og kvilla í getnaðar-
færum, sem valda ófrjósemi.
★