Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ2005L Helgarblað DV % íslensku leiklistarverðlaunin, Gríman, voru afhent á fimmtudag við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu. Um eins konar árshátíð leikarastéttarinnar er að ræða þar sem þeir sem stóðu upp úr á síðasta ári voru verðlaunaðir. Verðlaunin dreif- uðst nokkuð jafnt að þessu sinni en leik- ritið Draumleikur hlaut þó verðlaun fyrir sýningu ársins auk þess sem Bene- dikt Erlingsson var valinn leikstjóri árs- ins fyrir sama verk. Jóhann Sigurðsson Leikarinn góðkunni varígóðum félagsskap á Grímunni. Ester og Pétur Ben Sungu lag fyrir viðstadda áöur en þau opnuðu umslagið og veittu verðlaun. \ *| Þjóðleikhússtjórinn Tinna l J Gunnlaugsdóttir sagöi það við hæfi að IL B halda Grlmuna iÞjóðleikhúsinu, þar sem atvinnuieikhús á Islandi hófgöngu sína. Valgeir Slcagfjörð, Kristbjör Kjeld og dóttir hennar. Sken sér konunglega á Grímunni innt um kollega sína og vini. Sungiðog leikið Flutt voru atriði úr völdum sýningum vetrarins. Hverjirfengu Grímuna 2005? Útvarpsverk ársins- Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. Lýsing ársins - Björn.Bergsteinn Guðmundsson fyrir Úlfhamssögu. * Dansverðlaun ársins - Erna Ómars- dóttir. Búningar ársins- Filippía Elísdóttir fyrir Sweeney Todd. Leikmynd ársins- Grétar Reynisson fyrir Draumleik. Danssýning ársins - Screensaver. Bestl leikari í aukahlutverki - Þröstur Leó Gunnarsson fyrir Kodda- manninn. Besta leikkona í aukahlutverki - Guðrún S. Gísladóttir fyrir Mýrarljós. Barnaleikrit ársins - Klaufar og konungsdætur. Tónllst ársins - Eivör Pálsdóttir - Úlfhamssaga. Leikskáld ársins - Kristín Ómarsdótt- ir fyrir Segðu mér allt. Heiðursverðlaun Grímunnar- Jón Sigurbjörnsson. Leikari ársins í aðalhlutverki - Ólafur Egill Egilsson fyrir Ólíver! Leikkona ársins í aðalhlutverki - Hanna María Karlsdóttir fyrir Héra Hérason. Leikstjóri ársins- Benedikt Erlingsson fyrir Draumleik. . Ahorfendaverðlaun ársins - Ólíver! Sýning ársins- Draumleikur. Gríman, verðlaunahátíð íslensku leikhúsakademíunnar, voru afhent við hátíðlega athöfa á fimmtudagskvöldið. Athöfain fór fram í Þjóðleikhúsinu að viðstöddu fjölmenni og voru þau Hjálmar Hjálmarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir kynnar kvölds- ins. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti Jóni Sigur- björnssyni, leikara og leikstjóra, heiðursverðlaun Grímunnar. Skii- aði forsetinn af þessu tilefai djúpum og einlægum þökkum frá landsmönnum öllum og hafði á orði að fáir listamenn hafi komið eins víða við á ferli sínum og Jón. Jón sem hefar bæði starfað við óperur, kvikmyndir og leikhús á sínum ferli þakkaði þann mikla heiður sem honum var sýndur með þessum verðlaunum og var tíðrætt um varðveislu íslensku tungunnar og náttúru. Að því loknu sló hann á létta strengi. Alls voru 17 verðlaun veitt þetta kvöldið. Sýning ársins var Draumleik- ur en Benedikt Erlingsson var einnig valinn leikstjóri ársins fyrir sömu sýningu. Leikarar ársins í aðalhlutverkum voru svo valin þau Ólafur Egill Egilsson fyrir Ólíver og Hanna María Karlsdóttir fyrir Héra Hérason._______________________________________________ I Benedikt Erlingsson Var I kampakátur með verðlaunin og sagðist ætla að geyma þau úti I glugga þarsem allir gætu séð. Ur syningum vetrarlns Flutt voru bro úr mörgum af eftirminnilegum sýningum slðasta leikárs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.