Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 4

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 4
148 FREYR að fjölþættum tilraunum, en þær höfðu lítt eða ekki verið stundaðar um undanfarin ár. Þá voru engar íhlutanir hins opinbera um slíkar tilraunir nyrðra, en það sem fram- kvæmt var á því sviði hlaut að vera gert af forstöðumanninum, skipulagt og fram- kvæmt undir hans forsjá, á kostnað Rækt- unarfélagsins, án styrks hins opinbera sér- staklega. Á þessum árum naut Ræktunar- félagið að vísu styrks af fé því, sem Bún- aðarfélag íslands fékk til umráða og út- hlutunar til ýmissa búnaðarmála. Upphæð- in var 12 þúsund krónur á ári til allrar starfsemi, sem þar var um hönd höfð, en félagið var þá eiginleg allsherjar miðstöð alls félagsskapar búnaðarins á Norðurlandi og hafði meira að segja umsjón með, bar ábyrgð á og greiddi mælingu jarðabóta af þeim fjármunum, sem að ofan greinir og taldir eru styrkur til félagsstarfseminnar. Það segir sig sjálft, að félagsskapur með þröngan fjárhag gat ekki tekið öll málefni landbúnaðarins til meðferðar, en sam- kvæmt markmiði því, er upprunalega var sett, með stofnun Ræktunarfélagsins og Gróðrarstöðvar þess, urðu það þeir þættir, sem jarðyrkju varða, er framvegis skyldu ræktir á staðnum og með komu Ólafs Jóns- sonar til þessara starfa, árið 1924, var traustur aðili að starfi fenginn, sem um heilan aldarfjórðung skyldi erja jörð og uppskera meira en gerðist á sömu slóðum, sýna mönnum og sanna, að yrkja ber land- ið langtum betur en venja hefir verið. Hann sýndi þar og sannaði að fyrirhöfn sú, sem lögð er af mörkum í þeim tilgangi að auka uppskeruna, borgar sig. Og þeir eru margir — Eyfirðingarnir og aðrir — sem hafa lát- ið sér að kenningu verða fordæmi þau, er Ólafur Jónsson hefir gefið í ræktunarmál- um. Á hverju sumri tilkynnir útvarpið og blöðin, að sláttur sé hafinn í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands, og það er því nær undantekning ef annars staðar er byrj- að að slá þegar heyskapur þar er í fullum gangi. En í Gróðrarstöðinni er jafnan góð- ur grasvöxtur af því að þar er land vel ræktað, grasið vex vel og snemma af því að þar hafa réttar tegundir áburðar verið not- aðar á réttan gróanda á réttum tíma. ★ Sökum fjarvista minna leið meira en hálfur annar áratugur án þess að ég sæi eða fylgdist með athöfnum þeim, sem gerð- ust í Gróðrarstöðinni ■— á bújörð ræktun- arfélagsins. Því hlýt ég að taka Ólaf Jónsson til yfir- heyrslu, eins og prestur börn á kirkjugólfi fyrrum, til þess að fá í skyndi úr greitt og spara mér langan lestur, í langri röð Árs- rita, til þess að fá útsýn, í stórum drátt- um, yfir verkefni þau, sem þar hafa verið til úrlausnar um þessa áratugi. Tuttugu og fimm ára starf, á víðum vettvangi jarð- yrkjunnar, verður ekki rakið í fáum orð- um, en það eru hinar mikilvægustu niður- stöður tilraunanna, sem ástæða er til að fá nokkur skil á, einmitt um þessar mund- ir, þegar endi er bundinn á starf Ólafs, sem tilraunastjóra hjá Ræktunarfélaginu, og annar tekur við þar sem hann sleppir. Frásögnin getur ekki orðið annað en fá- tækleg upptalning í svo stuttu máli, sem hér er rúm fyrir, en árangur starfsins er jafn þýðingarmikill enda þótt hér sé stikl- að á stóru. ÁBURÐARTILRAUNIR Áburöartilraunirnar, sem staðið hafa jafn lengi og Ólafur hefir verið starfsmaður fé- lagsins, verða að teljast hinar merkustu í marga staði. Má þá fyrst nefna tilraunir með vaxandi skammt tilbúins áburðar, en þær hafa sýnt, meðal annars, að það borgar sig að nota mun meiri áburð, en bændur gerðu almennt (nú ræður innflutt áburðarmagn hve mik- ið verður notað) og þá staðreynd hafa Ey- firðingar látið sér að kenningu verða. Áhöfn á hverri jörð í Eyjafirði er víðast miðuð við fóðurfeng af ræktuðu landi og um leið við áburðarskammt, sem nauðsyn-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.