Freyr - 01.05.1949, Síða 17
F R E Y R
161
Jrigi — hinum undursamlega leik lífsins,
með uppvexti, lífi og dauða. Háttstilling
náttúrunnar missir oft áheyrnar við hljóm
silfursins. En köllun bóndans, sem engu
síður en köllun læknisins er mikilvægust
köllun mannlífsins — ætti að vera sam-
fara glöð, einlæg þakklátssemi gagnvart
örvandi gróðrarregninu, undrum og stór-
merkjum vorgróðans“. Á þá leiðina, sem
þetta sænska sveitaskáld tjáir, mættum
við ísl. bændur gjarna hugsa.
Það getur svo sem hugsast, að einhverj-
um, sem línur þessar lesa, finnist ég vera
hótfyndinn — að ég telji mig sjálfan hafa
verið óskeikulan í mínu búmanns- og
ræktunarstarfi. En þannig er því ekki
háttað með mig, því lengi fram eftir bú-
skaparæfi minni hljóp ég á hundavöðum
íákænsku og fljótfærni í ræktun og ýms-
iim búháttum. En hitt hefi ég alltaf reynt,
að læra af árekstrum og afglöpum mín-
nm og annarra.
Það er nú hæpið, að gerðar verði háar
kröfur til stórra búskaparlegra átaka af
mér eða öðrum þeim gamalbændum, sem
c’veljum nú á vonarvöl hins sjöunda ára-
tugar. En hitt gæti hugsast, að við hinir
eldri gætum bent þeim yngri og litið
reyndu bændum á sitthvað það, er við
íeljum búskaparlegar staðreyndir.
Ég drep hér aðeins á ræktunina — tún-
ræktina, því það, hversu vel og skilnings-
glöggt bóndinn snýst við jarðræktinni, tel
ég undirstöðu búskaparlegrar gæfu hans
og meira þó — því bóndinn, sem rétt hugs-
andi ræktar mold jarðar sinnar, bætir og
fegrar sitt umhverfi, hann er líka sinn
eigin og annarra mannbótamaður. Það er
vissulega rétt. sem eitt vitrasta skáld okk-
ar nútfma íslendinga segir: „Uppskeran
bætir þinn ytri hag, umhyggjan mildar
þitt hjarcalag“.
Hin sanna ræktunarhyggja á að gera
okkur meiri og betri menn, þroskaða og
andlega hamingjusama.
Eins og ég hefi áður á minnzt hér að
framan, er ég búinn að fást við búskap í
40 ár og betur þó. Landbúskapurinn hefir
verið lífsstarf mitt, ég byrjaði andlega og
efnalega lítils megnugur og það sem verra
var — mig skorti trúna á sjálfs míns getu,
til hins vandasama búmannsstarfs. „Tíu
krcnur og trúin á landið, er allt sem ég á“,
segir Guðm. Ingi einhversstaðar, er hann
gengur út á vormorgni og sáir í svarta
moldina. Mig vantaði, til að byrja með,
trúna á sjálfan mig, trúna á landið, sem
Guðm. Ingi átti. Hann átti þessa auðlegð
i upphafi, er mig skorti. En þetta breytt-
ist — trúin kom og þrek mitt óx — en
erfiðleikarnir voru margir og stórir fram-
an af. Ég lýsi þeim ekki nú og líkl. tryðu
sumir ekki þeirri sögu. En hitt vil ég segja
ykkur, ungu bændur, að stæði ég nú á
þrítugu og ætti margra kosta val til lífs-
starfsins — ætti völ á metorðalíkl. hags-
munagjöfulum hægðarstörfum, mundi ég
ekki hika augnablik við að ganga fram
hjá þeim öllum og ganga aftur út í hið erf-
:ða en þó eftirsóknarverða búmannsstarf.
Og að síðustu örfáar setningar sagðar
af bóndahug gamals uppgjafabónda, til
ykkar, ungu búmanna og búmannsefna
þessa blessaða lands: Þið verðið að líta
með virðingu á starf ykkar — þið verðið
að treysta vilja ykkar og atorku. Þið verð
ið að trúa á moldina, sýna henni fullan
skilning og trúnað. Og síðast en ekki sízt:
Þið verðið að trúa því og treysta, að þeg-
ar þið af ítrustu getu og vilja gjörið vel,
þá sé guð með ykkur í bústarfinu. Þá get-
ið þið verið vissir um hamingju í starfi,
fyrir ykkur og framtíðina.