Freyr - 01.05.1949, Side 24
168
FRE YR
„Bændadagur"
Grímur Gíslason skrifar í Frey 1,—2. tbl.
1949, rökfasta og skemmtilega grein undir
fyrirsögninni: „Bændadagur.“ Auk þess sem
G. G. skrifar hugljúfar hugleiðingar um
gildi bóndans og bóndakonunnar og ann-
ara er að landbúnaði vinna og um tilgang
og þýðingu sérstaks hátíðardags fyrir það
fólk, er aðalefni greinar hans um það,
hvaða dagur skuli valinn til að verða þess
hátíðisdagur.
Ég mun einnig leggja orð í belg um sama
efni. G. G. bendir á að tveir kunnir bænd-
ur, þeir Jón á Reynistað og Jón á Laxamýri
hafi stungið upp á slíkum degi, annar nefn-
ir sumardaginn fyrsta, en hinn sláttulokin.
Hvorugur sá dagur líkar mér vel og læt ég
nægja þau rök er G. G. færir fyrir því.
Þá stingur G. G. upp á aö slík hátíð sé
haldin síðasta sumardag, eða um vetur-
nætur. Ekki lýst mér bezt á þann tíma fyrir
almennann hátíðisdag fyrir bændur og búa-
lið, og skal ég þar nefna til foráttu langa
og dimma nótt, og vondra veðra von á þeim
tíma um nokkuð stóran hluta landsins.
Þá vil ég minnast hér á einn dag, sem
mér finnst svo sjálfsagður, sem „bænda-
dagur,“ að mér finnst þar enginn komast
til jafns við og það er 24. júní, Jónsmessu-
dagur. Tel ég þeim degi til gildis umfram
aðra daga tvo höfuðkosti, og þeir eru:
Sú helgi sem ríkt hefir yfir þeim degi frá
ómunatíð, um öll norðurlönd og þá einkan-
lega hjá því fólki er í sveitunum býr og
landbúnað stundar. Ég mun ekki að svo
stöddu ræða þetta atriöi nánar, ég ætla
þeim það, sem fróðari eru um hin sögu-
legu atriði þessa máls en ég er.
Hitt atriðið, sem ég tel Jónsmessudegin-
um til gildis, sem hátíðisdagur bænda, er
hinn langi sólargangur. — Nóttlaus vor-
aldarveröld þar sem víðsýnið skín — og að
allt umhverfis okkur þá, sem í sveitunum
búa, er að ná fyllstum blóma, og þó ekki
fyllilega; enda er rósin fegurst þegar hún
er að springa út, hún verður aldrei fegri
fullsprottin. Allt iðar af lífi, fjöri og frjó-
semi umhverfis. Á þeim tíma eru líka nokk-
ur þáttaskipti í starfsemi okkar bænda, þá
eru vorveris öll afstaðin, þá eru ærnar
bornar og b';öa rúnings, þá er sláttur ekki
byrjaður nema á einstöku stað á nýlegum
sáðsléttubleftum og öðrum túnblettum, sem
eru í framúrskarandi góðri rækt, og þá er
sláttuvélin látin taka þá bletti á þurrk-
dögum þeg ir veðurspá er góð, ef ekki er til
staðar súr! íeysverkun í góðu formi, svo að
eigi safnist hey fyrir.
Ýmsir finna kannske Jónsmessudeginum
það til foráttu, að þá eru margir hátíðis-
dagar í námunda, s. s. 17. og 19. júní, við
eigum að njóta sveitasælunnar þessa daga,
án strits. Við eigum að halda alla þessa
daga hátíðlega; en 24. júní á umfram
allt að vera hátíðisdagur okkar, sem i
sveitunum búum, einmitt af þeim ástæð-
um, sem ég hefi hér að framan talið. Það
eru okkar björtustu og beztu dagar og þá
eru nokkur þáttaskipti í starfsemi okkar
bænda. Ef okkur finnst ofrausn í því að
veita okkur og því fólki, sem með okkur
vinnur að landbúnaðar'störfum, svona
marga frídaga með skömmu millibili, þá
skulum við hugsa til þess, hvað þetta fólk
vinnur marga sunnu- og hátíðisdaga árið
um í kring, án þess að fá helgidagakaup
fyrir, og oft án kaups. Já, það er einmitt
þessi veglegi dagur, sem við eigum að veita
þá vegsemd, að verða okkar hátíðisdagur;
á þeim degi getum við vænzt þess, að sizt
hamli veður okkar hátíðahöldum, og ein-