Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 25

Freyr - 01.05.1949, Qupperneq 25
FRE YR 169 mitt þennan dag sjáum við móðir jörð, sem brúði, færast í sitt fegursta skraut, þrungna frjómagni; yfirskyggða og umvafða örmum sólguðsins allan sólarhringinn að heita má, og einmitt þá sjáum við bezt hver hlutur okkar bænda er til hjálpar, að þeirra sam~ farir verði frjóar og mest til farsældar fyrir land og lýð. Og er við 24. júní ferðumst til hátíðastaðarins, hvort sem hann er fjær eða nær, sjáum við kýrnar um grundirnar háma í sig blaðgrænkuna, til að geta veitt okkur sem mest af bætiefnaríkri fæðu, og við sjáum ærnar, bústnar í reifunum, með eitt eða tvö lömb við hlið, mömmulegar og sællegar, bíða þess að af þeim sé klippt reifið, svo sólin nái betur að skína á belg þeirra; og ef við bændur og bændakonur og annað búandfóik, værum enn svo ís- lendingsleg, að eitthvað af okkur kæmi á hestum til hátíðarinnar, þá er hestinum aldrei eins létt og ljúft að sýna kosti sína eins og einmitt á þeim tíma árs. Aldrei er eins ljúft, eins og þá, að tala við hestinn sinn tilfinningamál gegnum taum og önn- ur þekkt vinarmál, og aldrei er hestinum eins ljúft og þá að láta okkur sjá og finna sína beztu kosti. Bóndadóttirin Dalla Þorvaldsdóttir sagði: „Ég hefi þá metnaðargrind, að eiga hinn bezta manninn og hinn göfugasta soninn með honum, er á íslandi mun fæðast.“ Við skulum gera þessi frægu orð að okkar. Ég hefi þá metnaðargirnd fyrir okkur bændur og búalið, að ég vil eiga þann daginn til hátíðahalda fyrir okkur, sem fegurstur er og beztur, og með þeim degi viljum við geta þá þjóðmenningu, er á íslandi mun fæðast göfugust. Hitt er annað mál, við eigum að halda uppskeruhátíð að haustinu, sem má jafn- framt vera kaupakonuball, þá er orðin dimm nótt og allra veðra von, og þá er danssalurinn okkar óskaland og við skul- um láta ungmennafélögin og kvenfélögin hafa forgöngu um þau hátíðahöld, eins og áður hefir tíðkast hér í A.-Skaftafellssýslu og við bændurnir dönsum þá með — og ekki nauðugir. Og svo er það nafnið á deginum. Eruð þið ánægðir með að dagurinn heiti „Bænda- dagur?“ Mér finnst að nafnið ætti að fela í sér, að dagurinn eigi að vera hátíðisdagur allra er að landbúnaði vinna, ungra sem gamalla, kvenna sem karla. Vill ekki ein- hver hugvitssamur og orðhagur reyna að skapa deginum nafn? Skrifað á Þorraþræl 1949. Kristján Benediktsson. ------------------------------------— BÆNDUR! Belgjurfafræ er af mjög skornum skammli. En vér höfum FÓÐURKÁLSFRÆ Fóðurkál ættu allir bændur að rækta og nota sem haustfóður handa kúnum. SAMBAND ÍSL. SAM VIN N U FÉLAGA V____________________________________________________________________

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.