Freyr - 01.05.1949, Page 28
172
Kartöfluupptökuvélar .... 23 195 218
Kornuppskeruvélar 6 1 7
Kornkvarnir 1 1
Kornhreinsunarvélar .... 3 3
Þreskivélar 17 4 21
Mjaltavélar ? ? 660
Mjólkurkælar 57 57
Skilvindur 3927 155 4082
Strokkar 220 220
Dieselmótorar f. súgþurrku 100 100
Heyblásarar 216 216
Saxblásarar 7 7
Útungunarvélar 26 26
Brýnslutæki f. sláttv.ljái .. 725
Þess ber að geta í sambandi við ofan-
greindar tölur, að nokkrar þeirra eru nokk-
uð óvissar. Má í því sambandi nefna bil-
ana. Þeir ganga kaupum og sölum og þeir
ganga úr leik. Að því er snertir skilvindur
og strokka, og nokkrar aðrar vélar, er óvíst
hvort þær tölur standast próf.
Um mjaltavélar er að segja, að auðvitað
voru þær til árið 1945 og hafa ekki allar
660 vélar verið fluttar inn til landsins á
umræddum þremur árum, en ekki hefir
tekizt að ná í tölurnar sundurliðaðar. Ým-
islegt fleira mætti um vélaeignina segja,
en hér ta!a tölurnar og getur því hver sem
vill skapað sér skoðanir um hagnýtingu
þeirra og hagkvæm not í framtíðinni.
Og enn bætist við.
Innflutningur véla mun ekki verða
minni á þessu ári en að undanförnu og
koma nú ýmsar stórar vélar, sem rækt-
unarsamböndin hefir mjög vanhagað um.
FÓÐURKÁL
Frey hafa borizt margar fyrirspurnir
varðandi fóðurkál, ræktun þess og hag-
nýtingu. Ef svara skyldi til hlýtar þyrfti
að verja til þess nokkru rúmi, en hér skal
aðeins í fáum orðum drepið á viss atriði,
sem vert er að minnast þegar menn hefja
ræktun þessarar nytjajurtar, sem nú vinn-
ur sér hylli í grannlöndum okkar í mikl-
um mæli, mest á kostnað rófna, til fóðurs
handa kúm.
Um áratugi hafa rófurnar verið aðal-
fóður kúnna í sunnanverðri Skandínavíu
og allt norður á sama breiddarstig og ís-
land liggur á, en þar eð rófnarækt er
langtum vinnufrekari en fóðurkálsræktun-
hefir mikið kapp verið lagt á það hin allra
síðustu ár að kynbæta fóðurkálið og rækta
það til fóðurs. Þykir það ekki nema meðal
uppskera þótt af hektara fáist 6—7 þús-
und fóðureiningar eða sem svarar 3—4
kýrfóður, miðað við vetrarforða íslenzkra
kúa. Til þess að þetta geti orðið þarf auð-
vitað að bera á samkvæmt kröfum jurtar-
innar, en um áburðarmagnið getur í Frey
nr. 21—22, 1948. Rétt er talið að sá 0,8—1,0
kg. af fræi á hverja 1000 fermetra lands
því að þegar plönturnar eru þéttar í röð-
unum verði stönglarnir ekki eins grófir og
annars. Norðmenn ráðleggja helzt að láta
vaxa þétt og sé vafasamt hvort ástæða sé
til að þynjia í röðunum, en bilið milli raða
skal vera 50—60 cm.
Fræið er hægt að fá frá Sambandi ísl.
samvinnufélaga í gegn um kaupfélögin
eða búnaðarfélögin. Því er bezt að sá um
eða eftir miðjan maí en má líka sá því í
júní, helzt í myldinn jarðveg og rakan. Því