Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.1949, Side 30

Freyr - 01.05.1949, Side 30
174 FREYR ir á eitt sáttir um hvort þynna skuli í röð- unum eða ekki, en það mun nokkuð háð því hvort fræið kemur vel upp. Þar sem mjólk er framleidd, og send á markað daglega, mun hyggiiegt að rækta fóðurkál og nota það með haustbeitinni, því að alltaf er auðgert að koma mjólkinni á markað að haustinu og því ástæða til að hún sé svo mikil sem kostur er á. Kýrn- ar þurfa ekki að geldast að haustinu ef séð er fyrir saftríku og auðmeltu fóðri þegar grasið sölnar. En fyrir því þarf að hugsa nú á vordögum ef bændur vilja tryggja sér haustfóður á umræddan hátt. G. Stefnur í hrossaræktinni í bændaviku Búnaðarfélags Islands í út- varpinu þ. 3. apríl, flutti ríkisráðunautur H. J. Hólmjárn erindi um íslenzka hestinn og rækt- un hans. Hefir það gefið ástæðu til gagnrýni, sem Frey hefir verið send til birtingar, Er við- eigandi, um leið og athugasemdirnar eru birt- ar, að prentaðir séu þeir kaflar úr erindinu, sem gagnrýnin fjallar um. Fara þeir hér á eftir orðrétt og stafrétt teknir eftir frumriti. R i t s t j. Um þrjátíu ára skeið hefur Búnaðarfélag íslands haft sérstakan ráðunaut í hrossa- rækt. Á sama tíma hefur, frá hálfu hins opinbera, verið veittur töluverður styrkur til stóðhesta-girðinga, stóðhestahalds og til verðlauna á sýningum, bæði einstaklings- verðlauna og afkvæmisverðlauna. Enn- fremur hefur nú verið stofnað allöflugt kynbótabú á Hólum í Hjaltadal. Fyrverandi ráðunautur Búnaðarfélags íslands, í hrossarækt, hafði þá yfirlýstu stefnu að rækta aðeins eitt hestakyn hér á landi og láta þá ráðast, eftir því sem verkast vildi, hvort einstaklingarnir yrðu reiðhestar eða dráttarhestar, eða hvorugt. Ekki verður annað séð en að núverandi hrossaræktarráðunautur haldi fram þess- ari stefnu, sem kalla mætti hrossaræktar- stefnu Búnaðarfélags íslands. Vera má þó að núverandi hrossaræktar- ráðunautur hafi gefið eitthvað út um stefnu sína í þessum málum, en hvergi hefi eg sóð það skýrt afmarkað, og ef svo hefur verið, þá hefur það farið fram hjá mér, og bið eg þá velvirðingar á því. Eitt er þó alveg víst, að engin sundur- greining hefur ennþá farið fram á reiðhest- um og dráttarhestum á sýningum. Þar er allt dæmt í belg og biðu, og ákaflega erv- itt að átta sig á eftir hverju eiginlega helzt er farið. Sé ályktað eftir héraðssýningunni við Þjórsá á síðasta ári, þá virðist þar fyrst og fremst vera farið eftir hæð á herðakamb og kom þetta skýrast í ljós á því hvernig hryssurnar voru dæmdar og raðað í verð- launaröðina. Og þannig mun þetta yfir- leitt á sýningum, að ekki er hægt að spora neina skiftingu á kyninu í reiðhesta og dráttarhesta. Það mætti nú til þess að reyna að skýra málið leggja þá spurningu fyrir. Til hvers ræktum við hross hér á landi og til hvers nota íslendingar hrossin? Þessu má svara með því að segja að hrossarækt á íslandi eins og nú standa sakir hafi þrennskonar markmið. 1. Að framleiða reiðhross með þeim kost- um, sem ágætastir eru til í íslenzku hrossa- kyni. 2. Að framleiða dráttarhross er fullnægi öllum réttmætum kröfum sem frekast verða gerðar til dráttarhrossa fyrir íslenzka bændur. 3. Að framleiða sláturhross. Þriðja og síðasta liðinn mun eg ekki ræða hér, sér- staklega vegna þess að mér finnst það frek- ar ömurleg framleiðsla að halda klakahross með því markmiði einu að framleiða hrossakjöt. Þá kemur kafli í erindinu, sem fjallar um einkenni þau, sem reiðhestar annarsvegar og dráttarhestar hinsvegar, þurfa að vera búnir og í sambandi við það er minnst á skapgerð- ina er ,speglast fyrst og fremst í augum hests-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.