Freyr - 01.05.1949, Side 35
FREYR
179
H úsmæðraþáltur
UPPÞVOTTUR
ÁN ÞURRKU
Diskastóll í notkun.
Eftir hverj a máltíð — eða að minnsta kosti
einu sinni á dag — þarf að þvo upp, það er að
segja að gera hrein matarílátin sem notuð
eru við matreiðslu og borðhald, ásamt tilheyr-
andi útbúnaði.
Þetta er hlutverk húsmóðurinnar eins og svo
margt annað — já eins og flest annað innan-
húss, nema ef svo vel vill til að hún á hálf-
vaxna dóttur, sem fús er til þess að rétta
hjálparhönd til þess starfs.
Það getur verið að húsbóndinn rétti hjálp-
arhönd við sérstök tækifæri eða að börnin
aðstoði við þetta starf, en oftast mun það hús-
móðurinnar. Þetta starf tekur sinn tíma eins
og svo mörg önnur og um það er að öðru leytl
að segja, að það er eins þýðingarmikið og
mörg önnur. Við það er tengd heilbrigðis- og
Sp. 21. Mundi vera 'oetra að hafa einn stóran
stromp á fjárhúsi en marga minni og hve stór-
an stromp þyrfti þá á 100 kinda fjárhús?
Jón.
Svar: Sé ekki farið að dæmi skólastjórans á
Hólum, sem að ofan getur, má ætla að einn
strompur stór sé betri en margir litlir. Loft-
ræstingin er öruggari og betri með því fyrir-
komulagi, en góð loftræsting í fjárhúsi er nauð-
synleg. Um hæfilega strompvídd fyrir ákveðinn
hóp sauðfjár þekkjum vér engin fyrirmæli.
Á Hólum í Hjaltadal er þakhryggur á fjár-
húsi opinn, 8 þuml. rifa á 100 kinda húsi.
hreinlætisráðstöfum fyrir heimilið, sem ekki
má vanrækja og þess vegna þarf þetta verk að
vera vel af hendi leyst, einnig af því, að hér
er um að ræða meðferð verðmæta, sem auð-
veldlega fara forgörðum ef ekki er aðgæzla og
vandvirkni með í starfi.
Það eru til uppþvottavélar, en þær verða
auðvitað aldrei hvers manns eign og fyrir hin
minni heimili verður annarra úrræða að leita
til þess að uppþvotturinn verði ekki eins tíma-
frekur, og til þess að meira hreinlæti sé við
hann haft en oft vill verða við venjuleg skil-
yrði.
Á ýmis ráð hefir verið bent og margt reynt,
er gæti gert þetta starf auðvelt, fljótlegt og
hreinlátt. Mikilsverð hjálp í þessu tilliti er
diskastóllinn.
Diskastólinn má gera úr tré, laghentur mað-
ur getur gert hann og allir trésmiðir. Myndin
gefur nokkra hugmynd um gerð hans. Á milli
þess sem hann er notaður, má leggja hann
saman og geyma í skáp, því að þá fer lítið
fyrri honum. Myndin sýnir diskastól þar sem
diskarnir eru í röð á efri hæð en bollar á neðra
þrepi.
Þegar þvegið er upp ber að láta lítilsháttar
sápu eða sóda í uppþvottavatnið svo fita og
öll óhreinindi losni vel af diskum og hnífum.
í litlum bala, eða skál, við iilið uppþvottaskál-
ar, ber að hafa brennbrennheitt vatn. Hverj-
um þvegnum hlut er stungið niour í það sem
snöggvast til þess að skola sápuvatnið af og til
þess að hluturinn hitni hæfilega svo að vatn-