Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1949, Síða 38

Freyr - 01.05.1949, Síða 38
182 FRE YR Sigríður Ólafsdóttir Stökkum í Rauðasandshreppi skrifar: Síð- astliðið vor bar hér ær með 8 daga millibili. Hún var hér í eldi, en ærin strauk þangað, sem hún átti áður heima, þar bar hún fyrra lambinu en hrafninn hjó það svo að það gat ekki lifað. Sótti ég ána, vandi lamb undir hana en það þoldi ekki mjólkina og dó eftir fjóra sólarhringa. Á áttunda degi eftir fyrsta burð eignaðist hún lamb aftur, svipað á stærð og hið fyrra. Þetta lamb lifði og var vænn dilkur í haust. V erkamannalaun við bústörf í Englandi voru 90 shilling á viku (48 vinnustundir) frá því í júlí 1948, en talið er að þau muni hækka upp í 94 shillinga á næstunni. Til þess að þetta geti orðið þarf að senda út opinbera tilkynningu og innkalla mót- mótmæli gegn hækkun, en samningar, til þess að mótmæli gegn hækkun komi fram, ef nokk- ur eru. Samfara kauphækkuninni er gert ráð fyrir að bændur krefjist hækkaðs afurðaverðs, sem svarar áhrifum kauphækkunar á fram- leiðsluverðið. Dansk Husdyravl segir frá geit, í Flemalle-Grand í Belgíu, sem telja má ágætis mjólkurgeit. Fyrsta mjalta- skeiðið var nythæð hennar að meðaltali 3 kg á dag en hin síðari ár hefir hún verið 6—7 kg á dag. Geitin er 11 ára og talin afbragð ann- arra skepna svo að í frásögur er fært. Blaðið varpar fram spurningunni um hvort ekki muni að því stefnt að gera kýrnar of stórar og liggi þá næst að athuga hvort geitahaldið muni hag- kvæmara en nautgriparækt. FRE YR — búnaðarblað — gefið út af Búnaðarfélagi íslands og Stéttarsarabandi bænda. Ritstjóm, afgreiðsla og innheimta: Lækjargötu 14 B, Reykjavík. Pósthólf 1023. Sími 3110. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Kristjánsson. Utgáfunefnd: Einar Olafsson, Pálmi Einarsson, Steingrímur Steinþórsson. Verð kr. 25.00 á ári. Gjaiddagi fyrir 1. júlí Prentsmiðjan Edda h.f. í Skriðufelli, en hún hlaut I. verðl. á héraðs- sýningunni að Þjórsártúni sumarið 1948. Perla er jarpskjótt — 151 cm á hæð. Eigandi: Jóhann Ólafsson, Skriðufelli, Ár- nessýslu. Býflugnarœkt er ekki óveruleg búgrein í ýmsum löndum. f Noregi er talið að séu um 50 þús. býkúpur, í Svíþjóð um 300 þúsund, í Danmörku og Sviss svipað. Býflugnarækt er ómissandi í sambandi við frærækt af belgjurtum og fleiri plöntum. f Danmörku fékk býflugnaræktin um 3 mill- jónir kg af sykri, en sykur er fóður býflugn- anna — á síðasta ári, en býflugurnar skiluðu um 5 milljónum kg af hunangi. Stærsti vinn- ingurinn við býflugnaræktina er þó fenginn í árangri fræræktarinnar. Nú er búið aö flytja býflugur til Græn- lands og á að reyna ræktun þeirra þar. Hér á landi vitum vér ekki til þess að býflugna- rækt hafi verið reynd nema lítilsháttar á Ak- ureyri, (Jónas Þór, verksmiðjustj.) en ætla mætti að hún gæti þrifist hér, einkum þar sem iyngheiðar eru, en lynghunang þykir framúr- skarandi vara. Forsíðumyndin á síðasta blaði Freys (nr. 7—8) er af Perlu En það er með býflugnarækt eins og annað, að hún gengur ekki vel nema beitt sé kunn- áttu við allt, er hana varðar.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.