Freyr - 01.07.1949, Page 12
218
PRE YR
Hvanneyri 19^8. Ljósm,.: O Þórðarson.
að gerast leiðbeinendur á sviði landbúnað-
arins á komandi tímum.
Sem greint er hófst kennsla í framhalds-
deild haustið 1947. Skilyrði til eiginlegs há-
skólanáms í búfræðum voru þar eiginlega
engin. Bókakost vantaði. Vinnustofur og
rannsóknaráhöld skorti. Kennarar bænda-
skólans voru þar og einum var bætt við í
tilefni þessa framhaldsnáms. Viljann og
viðleitnina vantaði ekki, nemendur komu
þangað, 8 að tölu, og svo var starfið hafið.
Að litlu var hægt úr að bæta á því sviði,
er snerti bókakost og kennsluáhöld, en
kennslukraftar voru fengnir í hinum ýmsu
sérgreinum, frá Atvinnudeild Háskólans,
Búnaðarfélagi íslands og víðar að. Kennsl-
an var framkvæmd sem eins konar þegn-
skaparvinna, án endurgjalds, en nemend-
urnir 8 færðu sér hana í nyt og lögðu allt
kapp á að tileinka sér fræðigreinarnar og
fundu auövitað engan mun á hvort þar
var unnið án endurgjalds eða ekki, því allir
munu hafa lagt hug sinn allan í starfið.
Tvo vetur og eitt sumar hefir námið
varað. Að sumrinu gafst nemendum kostur
á að kynna sér starfsemi á tilraunastöðv-
um, og sæðingarstöð hér á landi, og þriggja
vikna för til útlanda opnaði þeim útsýni
til búskaparlegra þátta, sem spunnir eru
við aðrar kringumstæður en ráðandi eru
hér á landi. Fóru þeir um Norðurlönd undir
leiðsögn skólastjórans.
Og svo — þann 26. maí — fengu 8 ungir
sveitapiltar viðurkenningu fyrir því að