Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 23

Freyr - 01.07.1949, Side 23
FREYR 229 takanlega stundum, snerta þessa lind, er streymir frá fóstru mannkynsins úti í sveitinni til barnanna í höfuðborginni alla daga ársins, þegar veður eða færi ekki hamla. ★ Þann 18. maí var fjölmenni boðið til þess að skoða Mjólkurstöðina nýju, sem tók til starfa daginn eftir, þann 19. maí. Voru þar ræður fluttar og gestum gefinn kostur á að heyra hvað þessi miklu húsa- kynni, ásamt öllum útbúnaði, höfðu kost- að af erfiði og fjármunum, hvernig ýmsir annmarkar og torfærur urðu á veginum er ná skyldi að settu marki og hvernig hinir ýmsu áfangar voru yfirstignir. í eftirfarandi atriðum er þeim gefið orðið, sem fremstir hafa staðið í fylkingu við framkvæmdir þessar og framvegis eiga að hafa forystu í starfseminni. Birtist því hér útdráttur úr ræðu forstjóra Mjólkursam- sölunnar, er hann hélt við opnun stöðvar- innar. Þá er ræða sú, sem formaður Mjólk- ursamsölunnar hélt og loks er lýsing á tækniútbúnaði stöðvarinnar eftir hinn tæknilega ráðunaut hennar. Útdráttur úr ræðu Árna Benediktssonar, forstjóra. Ég býð ykkur, gestir, velkomna hingað til þess að skoða í dag Mjólkurstöðina, sem nú er fullbúin til starfrækslu og byrjað verður að vinna í á morgun til útsendingar á föstudag. Æskilegt hefði verið að geta sýnt ykkur stöðina á þeim tíma, sem vinnsla fer fram, en það var ekki talið framkvæmanlegt. Arni Benediktsson forstjóri Því skal nú skýra frá nokkrum atriðum varðandi byggingu hennar og fyrirkomulag. Mjólkurstöðvarhúsið, eða aðalbyggingin, er að flatarmáli 1130 m'2 en að rúmmáli 13.000 m3. í kjallara eru mjólkurvinnslu- vélar, skyrgerð, tveir kæliklefar fyrir smjör, skyr og geymslur. Á fyrstu hæð eru aðal- vinnusalirnir, þar er mjólkurinnvigtun, á- fyllingar og flöskuþvottavélar, kæligeymsla fyrir mjólk á flöskum og brúsum og skrif- stofa Mjólkurstöðvarinnar. Á annarri hæð er rjómavinnsla og smjörpökkun. Þar verð- ur líka mjólkur-niðursuða. Vélar, henni tilheyrandi, eru að mestu settar upp en þó ekki svo, að hæga verði að sýna þær nú. Þar er kaffistofa fyrir starfsfólkið og her- bergi bílstjóra, skrifstofur Mjólkursam- samsölunnar og fundarsalur stjórnar og fulltrúaráðs. Á efstu hæðinni er ekki annað en sam- komusalur. Byggingarkostnaður á húsinu ásamt at- hafnasvæði, porti vestan aðalbyggingar og skúrum sunnan við það, þar sem komið er fyrri hitunartækjum og kötlum, hefir orð-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.