Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1949, Síða 24

Freyr - 01.07.1949, Síða 24
230 FHSYE ið um 8 milljónir króna, en vélar og hit- unartæki koma til viðbótar og nemur verð þeirra 2 milljónum kr. Vestar á lóðinni er hús, sem í er mjólkur- buð, nokkrar íbúðir, ásamt brauðgerð og bilskúrum, kostar um 2 y2 milljón krónur. Stærð þessara bygginga er, að meðtöldum skúrum og ketilhúsi, að gólf-flatarmáli 1.332 m- en aö rúmmáli 9.300 m3. Allar framkvæmdir, sem Mjólkursamsalan hefir látið gera á lóðinni, hafa því kostað um 12i/2 milljón krónur. Margir aðilar hafa lagt ráð á og staðið að framkvæmdum. Teikningarnar gerði Þórir Baldvinsson, arkitekt, en allt fyrir- komulag hefir verið samkvæmt ráðlegging- um og tillögum erlendra firma, með sér- þekkingu í þessum efnum, bæði í Ameríku og á Norðurlöndum. Almenna byggingarfélagið tók að sér að reisa allar byggingar og hefir framkvæmda- stjóri þess, Gústav Pálsson, haft yfirum- sjón með verkinu, en ýmsir ágætir meist- arar í hinum ýmsu greinum byggingariðn- aðarins hafa annast einstaka þætti, hver á sínu sviði. Danskt firma, Paach & Larsen, Peter- sen, Horsens, annaðist smíði og útvegun á öllum vélum og tækjum viðvíkjandi mjólk- urvinnslunni, að undanskildum hitunar- tækjunum. Hefir nefnt firma séð um upp- setningu þeirra. Hitunartækin voru keypt hjá Bastian & Allon í London, með milligöngu Axels Kristjánssonar, forstjóra Rafha í Hafnar- firði. Hefir vélsmiðjan Héðinn annast upp- setningu þeirra. Lyftur og loftræstingar- tæki hefir vélsmiðjan Hamar útvegað og látið setja upp. Afköst stöðvarinnar, til gerilsneyðingar, eru 8.000 lítrar á klukkustund en til áfyll- ingar á flöskur 10—12 þúsund lítrar á klukkustund. í mjólkurgeymslunum er rúm fyrir 30 þúsund litra mjólkur, en til viöbótar þessu magni er hægt að geyma í kæliklefunum allt að 40 þúsund lítra, áfyllt í flöskum. Mjólkurstöðin nýja Ræða sr. Sveinbjörns Högnasonar for- manns stjórnar Mjólkursamsölunnar. Það er stjórn Mj ólkursamsölunnar mik- ið gleðiefni að geta sýnt ykkur, gestum okkar hér í dag, Mj ólkurstöðina fullbúna til starfrækslu. Og er það ætlunin, að hún verði þegar tekin í notkun næsta dag. Framkvæmd þessi er, frá því fyrsta, bú- in að kosta mörg orð, mikinn tíma, marga fyrirhöfn og mikla peninga einnig, eins og þið þegar hafið heyrt frá forstjóra Sam- sölunnar áður. Sumir voru jafnvel, í gamni að vísu, farnir að telja hana til eilífðarmála, — og víst hefðum við, allra manna frekast, — óskað að geta fengið hana fyrr, — og miklu fyrr, — til notkunar. En þó hefir okkur verið ljóst, að mestu máli skipti, að hún yrði sem fullkomnust og vönduðust, sem tök væru á, þegar hún yrði fullbúin. Á það hefir líka mesta herzlan verið á lögð alla tíð, að svo mætti verða, og að hún svaraði sem bezt kröfum tímans, sem til hennar eru og verða gerðar. Og við vonum þá einnig, þegar hún er nú komin og fullger, eins og bezt hefir verið hægt að gera hana úr garði af sérþekkingu og tækni nútím-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.