Freyr - 01.07.1949, Side 27
FRBYR
233
ar lágu fyrir, og gerður samningur við Al-
menna byggingarfélagið, 12. sept. 1942, um
að reisa byggingarnar. Hóf það fram-
kvæmdir haustið 1942 og voru byggingarn-
ar að mestu tilbúnar, til að setja niður vél-
ar í þær, fyrri hluta árs 1945. — En þegar
til útvegunar vélanna kom varð allt örð-
ugra og þyngra undir fótinn. Meðan styr-
jöldin stóð var ekki í annað hús að venda,
í þeim efnum, en aö leita til Ameríku, og
var fulltrúi Mjólkursamsölunnar, Stefán
Björnsson, mj ólkurfræðingur, sendur þang-
að haustið 1941, til að velja og útsjá vél-
ar þær, sem með þurfti. En þegar til kom
reyndist ógerningur að fá útflutningsleyfi
frá Bandaríkjunum, vegna þess einkum, að
herstjórn þeirra hér á landi, lagðist á móti
því að það yrði veitt, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir, bæði uanríkisráðuneytisins og
sendiherra íslands í Washington. Það var
því ekki um annað að ræða en að bíða
styrj aldarloka og þess, að samband næðist
við Norðurlönd, enda kusum við, að ýmsu
írekar að fá vélar þaðan, bæði vegna við-
halds og varahluta, sem auðveldari myndi
þaðan að fá en frá Bandaríkjunum. Teikn-
ingar voru þó þegar sendar, á árinu 1944,
til sendiráðsins í Stokkhólmi, og það beðið
um að leita fyrir sér um tilboð í smíði vél-
anna á Norðurlöndum. Strax er styrjöld-
inni lauk fór svo Stefán Björnsson, mjólk-
urfræðingur, til Danmerkur og Svíþjóðar
og kom heim með tilboð í smíði vélanna
frá ýmsum helztu verksmiðjum í þessari
grein í Svíþjóð og Danmörku. Var þá Jónas
Kristjánsson, mjólkurbússtjóri á Akureyri,
íenginn til að athuga og velja um vélar
þessar og tilboð ásamt Stefáni, og síðan
samþykkt að taka tilboðum eftir vali þeirra
og ábendingum. Tilboð þessi voru þó öll
allmiklum takmörkunum bundin, vegna
efnisleysis Dana á þessum tímum og einnig
mikilli þörf sjálfra þeirra til endurnýjun-
ar á slíkum vélum heima fyrir eftir her-
námsárin öll hjá þeim. Afhendingarfrest-
ur var langur og óákveðinn í sumum grein-
um, og reyndist þó lengri en líklegt var
talið í byrjun, og voru allmargar ferðir
farnar frá Samsölunni til að reyna að
herða á afgreiðslu, eins og frekast væri
unnt. Og loks síðastliðið haust í des. voru
allar helztu vélarnar hingað komnar. Hef-
ir síðan látlaust verið unnið að uppsetn-
ingu þeirra undir yfirumsjón Stefáns
Björnssonar, en með vélamönnum og verk-
fræðingum frá hinum erlendu firmum. Og
nú í dag er svo komið, að allt má heita
fullbúið þótt sumt megi enn betur í lag
færa.
Um stærð og afköst hinnar nýju stöðvar
er það að segja, að hún ætti að geta af-
kastað um 18—20 millj. lítra á ári. Ekkert
hefir verið til sparað að hún gæti orðið
sem vönduðust og fullkomnust, og þannig
sniðinn stakkur, að hann ætti að geta ver-
ið vel við vöxt til fyrstu framtíðar a. m. k.
Þegar þessum áfanga er náð, að vísu
ekki með 30 ára stríði, en þó æði margra
ára baráttu, á erfiðum tímum, þá er okk-
ur ánægja að hittast hér með sem flest-
um, sem stutt hafa að framgangi þessarar
miklu framkvæmdar, veitt fyrirgreiðslu,
góðhug og skilning, þeim, sem starf henn-
ar og hæfni snertir mest.
Við tengjum miklar vonir við, að hún
valdi stórfelldum breytingum til bóta og
hægðarauka á sölu- og dreifingu-neyzlu-
mjólkur í bænum og að hún verði traustur
hornsteinn þess atvinnuvegar, sem hana
hefir reist til að tryggja hann og bæta
framleiðslu hans.
Og nú þökkum við öllum, sem stutt hafa