Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 35

Freyr - 01.07.1949, Side 35
FREYR 241 Helgi Jónsson, Seglbúðum MINNING Þann 22. f. m. andaðist í Landsspítalan- um Helgi Jónsson — Helgi í Segltaúðum. Með því takmarkaða rúmi, sem Freyr hefir ráð á til að minnast látinna merkismanna, verður enginn kostur þess að gera fulla grein fyrir ævi hans og störfum. Helgi í Seglbúðum var af skaftfellskum ættum kominn. Hann var fæddur í Segl- taúðum 29. apríl 1894. Jón Þorkelsson, faðir hans, var sonur Þorkels Jónssonar, er bjó í Hrauni í Landbroti. Kona Þorkels var Guðríður Magnúsd., Jónssonar á Kirkju- bæjarklaustri, Magnússonar. Kona Jóns Magnússonar var Guðríður Oddsdóttir frá Seglbúðum. Frá Jóni Magnússyni er komin mikil ætt, sem við hann er kennd. Móðir Helga er Ólöf Jónsdóttir, Jónssonar frá Heiðarseli. Jón í Heiðarseli, afi Ólafar, var bróðir Eiríks í Hlíð. Móðir Ólafar í Segl- búðum var Katrín Pálsdóttir frá Hunku- bökkum. Foreldrar Ólafar enduðu búskap í Seglbúðum og þar bjó hún alla sína bú- skapartíð. mýkt golunnar, þyt stormsins, húm kvölds- ins, árroða morgunsins, leik barnsins, guðaveig loftsins. Hafið þið athugað það, að þetta allt og mikið fleira, hefir íslenzka þjóðin átt í sveitinni minni og þinni, og á enn lengi, ef hún vill. Hver vill skipta á þessu og straumlínu steinsteypuhallarinnar ? Hvort mun orka heilnæmar á tilfinninga- líf vort og sál, glæsivöllur torgsins eða sveitabólið? Sagt hefir verið, að þegar hó smalanna hætti að bergmála í hlíðum dalanna, hafi hljóðnað strengur í íslenzkri þjóðarhörpu. Eigum við ekki öll að vinna að því af heilum hug, að strengjum þjóðarhörp- unnar fækki ekki um of? Jóhannes Davíðsson. O Ilelgi Jónsson bóndi Seglbúðum. Helgi Jónsson var elztur af sex systkin- um, er upp komust, og aðeins tólf ára er hann missti föður sinn. Jón Þorkelsson var framkvæmdarmaður, en lítt efnum búinn. Hann lagði sig mjög eftir veiðiskap og dró oft björg í bú. Þennan mikilsverða bjarg- ræðisþátt — veiðiskapinn — tók Helgi upp strax við fráfall föður síns og lagði hann aldrei niður að öllu leyti meðan heilsan leyfði. Þá vandist hann lestaferðum Skaft- fellinga frá barnæsku og varð ágætur ferða- maður, úrræðagóður og kjarkmikill. Þannig fékk Helgi í Seglbúðum á margan hátt strax í æsku að kynnast lífsbaráttunni. Hann var tápmikill og bráðþroska, svo að eldri menn höfðu hann með í ráðum þegar á unglings aldri. Yngri menn litu upp til hans og hann var foringi þeirra. Hann var einn af stofn- endum Umf. Ármanns í Landbroti og fyrsti form. þess félags. Ungur maður var hann kjörinn í hreppsnefnd og til margra trún- aðarstarfa heima í sveit sinni. Yfir minn- ingu Helga í Seglbúðum, sem æskumanns, er mikill glæsileiki, sem ytra útlit og and- leg gerð áttu jafnan þátt í að skapa. Og svo vel entist honum æskan, að ábyrgð hins fullorðna manns, er á hann féll barn að aldri og þrálát vanheilsa seinni ára, svipti hann aldrei þeim fögnuði og vorhug, sem hún varpar frá sér. Helgi var búfræðingur frá Hvanneyri og stundaði nám þar á árunum 1914—1916. Árið 1918 kvæntist Helgi Jónsson ágætri

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.