Freyr

Årgang

Freyr - 01.07.1949, Side 37

Freyr - 01.07.1949, Side 37
Í'RE YR 243 Sigurður Jónsson bóndi og skáld á Arnarvatni. SigurSur Jónsson, bóndi á Arnarvatni í Mývatnssveit, lézt í sjúkrahúsi á Akureyri 24. febrúar s. 1. vetur eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Hinar jarðnesku leifar Sig- urðar voru fluttar heim í sveitina hans — Mývatnssveit — sem hann fyrir hálfri öld hafði kveðið svo yndislega um, að aldrei gleymist. Á Skútustöðum var Sigurður jarð- settur að viðstöddu miklu fjölmenni og með augljósri samúð og hluttekningu allra héraðsbúa og miklu fleiri, sem þekktu hinn þjóökunna mann. Sigurður á Arnarvatni var rúmlega sjöt- ugur þegar hann lézt, fæddur 28. ágúst 1878. Hann var sonur Jóns skálds Hinriks- sonar á Helluvaði og þriðju konu hans, Sigríðar Jónsdóttur, en móðir hennar var Guðrún, er nefnd var Ólafsdóttir, en séra Jón Þorsteinsson í Reykjahlið, ættfaðir Reykjahlíðarættarinnar, viðurkenndi Guð- rúnu síðar sem sína dóttur. Sigurður Jónsson var bráðgjör í æsku. Þess varð fljótt vart, þegar á unga aldri, að hann var gæddur prýðilegum gáfum. Um tvítugsaldur stundaði Sigurður, tvo vetur, nám í Möðruvallaskóla og brott- skráðist þaðan með hæztu einkunn, er þá hafði verið gefin við þann skóla. Undir eins, að námi loknu, hvarf Sigurður heim til átthaganna aftur — fjallasveitarinnar fögru — þar dvaldi hann alla ævi síðan, enda tengdur órjúfandi böndum við sveit sína og hérað og fólkiö sem þar bjó. , Sem ungur maður, nýkominn frá námi, hóf Sigurður forustu fyrir ungum mönn- um í ýmsum menningarmálum Mývatns- sveitar. Hann hélt unglingaskóla nokkur ár, enda var Sigurður afburðasnjall kenn- ari. Sigurður átti mikinn þátt í útgáfu sveitablaðs um alllangt skeið. Þá studdi hann mjög að eflingu bókasafns sveitar- innar og fleira mætti telja, er sýnir störf hins vökula, gjörvilega unga manns. Það eru þrír þættir í ævistarfi Sigurðar Jónssonar á Arnarvatni, sem sérstaklega 5 .> Slcáldid við skrifborðið. ber að minnast, og hver þáttur um sig er svo merkur, að hann einn myndi halda nafni hans lengi á loft og heiðra minningu hans. Hið fyrsta er starf hans sem bóndi. Sigurður giftist ungur Málfríði Sigurðar- dóttur, á Arnarvatni, og hóf hann bú- skap á hálflendu þeirrar jarðar. Þau hjón eignuðust 7 börn og eru 6 þeirra á lífi. Árið 1916 missti Sigurður hina ágætu eig- inkonu sína, frá þeim stóra barnahóp. Tveimur árum síðar kvæntist Sigurður öðru sinni, Hólmfríði Pétursdóttur, frá Gautlöndum, hinni mestu ágætiskonu í hvívetna, eins og hún á kyn til. Tók Hólm- fríður að sér uppeldi stjúpbarna sinna með þeim ágætum, að seint mun gleymast. Þau Sigurður og Hólmfríður eignuðust 5 börn, sem eru uppkomin. Öll börn Sigurð- ar, frá báðum hjónaböndum, eru hin mynd- arlegustu og ágætis ríkisborgarar. Sigurð- ur hóf búskap mjög eignalítill, á þröngu jarðnæði. Mega því allir sjá hvílíku starfi sá maður hefir afkastað í þágu þjóðfélags- ins, sem komið hefir 11 börnum til fulls þroska og manndóms. Fjárhagur Sigurðar

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.