Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1950, Side 3

Freyr - 01.03.1950, Side 3
ÁSGEIR L. JÓNSSON: Eftirfarandi ritgerð er örlítið breytt frá fyrri útgáfu, sem birtist í Búfræðingnum árið 193(5. Það rit er í fárra höndum. En ritgerð þessi er endurprentuð vegna mjög tíðra íyrirspurna um vatnshrúta. Vatnshrútur er einfaldasta, handhægasta og tiltölulega ódýrasta lyftivélin, til að lyfta litlu vatnsmagni um allmikla hæð. Hann gengur fyrir vatnsafli, og er notaður þar sem staðhættir leyfa, til að lyfta neyzlu- vatni neðan úr vatnsbóli upp í íbúðar- og peningshús. Hér verður ekki farið inn á þá braut, að lýsa gerð vatnshrútsins eða lögmáli því, er hann byggist á, en gefnar skulu nokkrar leiðbeiningar um hvernig vatnshrútum skal komið fyrir og hvaða kröfur verða gerðar til þeirra. Til þess að vatnshrútur sé starfshæfur þarf: 1. Minnst eins metra halla, frá yfirborði vatnsbóls. 2. Nægilegt vatnsmagn, bæði til að drífa hrútinn og til heimilisþarfa. En hrúturinn skilar aðeins nokkrum hluta af því vatni, sem í gegn um hann fer. Hvað sá hluti er stór, fer eftir hlutfallinu á milli fallhæðar (= h) aðfærslupípunnar, sem flytur vatnið frá vatnsbólinu til hrúts- ins, og stighæðar (= H) þrýstileiðslunnar, sem flytur vatnið frá hrútnum upp í vatns- þró hússins. Þannig er talið, að ef hlutfallið H:h er 2 4 6 8 10 þá skili hrúturinn 40% 18% 11% 7% 4% afvatniþví, sem til hans fellur, upp í vatnsþró. Með tilliti til endingar og notorku hrúts- ins er æskilegt að hæðarhlutfallið sé ekki stærra en 1:8. Hlutfallið H:h = 3 til 4 er mjög æskilegt. í ýmsum sveitum landsins eru vatnshrút- ar í notkun. Ég hefi séð suma þeirra, og um þá er það að segja, undantekningarlaust, að fyrirkomulagi þeirra er að meira eða minna leyti ábótavatn. Þessir venjulegu á-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.