Freyr - 01.03.1950, Blaðsíða 7
FRE YR
57
Votheyshlaðan
í greinargerð þeirri, eftir Dr. Olaf S. Aa-
modt, er birtist á öðrum stað í þessu hefti
Freys ,er bent á ýmislegt það á vettvangi
íslenzka landbúnaðarins, sem vinna ber að
á næstunni. Munu flestir geta undirstrikað
þau ummæli í aðaldráttum.
Eitt þeirra atriða, sem þar er talið, stang-
ast þó algjörlega við staðreyndir þær og
niðurstöður tilrauna og athugana, sem
gerðar hafa verið á Norðurlöndum um síð-
ustu tvo áratugi, og einkum þó síðan 1940,
en það er álit hans um votheysgeymsluna.
Dr. Aamodt tekur réttilega fram, að vot-
heysgeröin hefir ýmsa yfirburði fram yfir
allar aðrar fóðurverkunaraðferðir, en segir
í því sambandi um votheyshlöður:
„Yfirleitt þarf að byggja meira af skurð-
gryfjum, niðurgröfnum gryfjum og vot-
heysturnum á íslenzkum sveitabýlum.
Skurðgryfjur og niðurgrafnar gryfjur
eru stórum ódýrari en votheysturnar. Stofn-
kostnaður votheysturna, viðhald og rekstur,
getur orðið ofviða fjárhagsgetu minni
býla.“
Hér er bent á atriði, sem athuga ber, og
það skal þá sagt strax ,að fyrir liggja svo
margar staðreyndir, er segja hið gagn-
stæða því, sem hér er haldið fram um
stofnkostnað, viðhald og rekstur, að mót-
mæla verður staðhæfingum þessum.
Það er auðvitað og eðlilegt, að votheys-
hlaðan sé að stærð við hæfi þess fóður-
magns, sem á býlinu er framleitt og ætlað
til verkunar sem vothey, en hún skal byggð
fyrir býli framtíðarinnar og ekki liðna
tímans.
Þetta þýðir, að smábýlið — einyrkjabú-
ið — ber að miða við áhöfn, 15—20 stór-
gripi, eða sem því svarar af öðru búfé, og
að um % af fóðurfengnum verði verkaðir
sem vothey. Og þáð er líklegt, að ekki verði
þess iangt að bíða, að þetta takist.
Ef skurðgröfurnar, jarðýturnar og aðrar
vélar, sem landbúnaðurinn hefir fengið til
afnota, fá þessu ekki orkað á tiltölulega
fáum árum, þá er eitthvað í ólagi við rekst-
ur þeirra og skipulagningu framkvæmda.
En þegar verka skal að minnsta kosti 12
kýrfóður votheys á hverri jörð, þá ber
vissulega að gera sér grein fyrir hvert fyr-
irkomulag skal hafa um fóðurverkun og
þá um leið hvernig votheyshlaðan skal
vera.
Hann sneri sér til mjólkurbússtjórans,
rannsakaði málið, og fékk þá frétt, að þessa
daga var með öllu ómögulegt að sýra rjóm-
ann hvernig sem að var farið. Og ekki nóg
með það. Undanrenna og áfir voru eitthvað
svo einkennilegar líka, en skýring á fyrir-
brigðinu var engin fundin.
Kom þá dýralækninum til hugar, að hér
gæti verið um að ræða íblöndun mjólkur frá
penicillinkúm. Hann rannsakaði málið strax
og fann sökudólginn. Á bæ einum höfðu 17
kýr fengið penicillinlækningu og mjólkin úr
þeim var send til búsins tveim dögum eftir
sprautun.
Þetta má ekki eiga sér stað. Penicillinið
eyðileggur alla þá gerla í mjólkinni, sem
mjólkuriðnaðurinn hefir til aðstoðar við
framleiðslu osta og smjörs. Það eyðileggur
ekki aðeins streptococca þá, er júgurbólg-
unni'valda heldur og alla aðra gerla. Og sér-
staklega eru vandkvæði á ferðum ef gera
skal ost úr mjólkinni. Ostur, gerður úr
penicillinmjólk, verður allra líkastur sóla-
leðri.
Þess vegna: Mjólkina úr „penicillinkúm“
má ekki senda á mjólkurbú fyrri en 4 dög-
um eftir síðustu lækningu.