Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1950, Page 12

Freyr - 01.03.1950, Page 12
62 FRE YR > Til vinstri er járnbentur timburturn. Hann er bceði skekktur og skœldur. Svona jer þegar vanrækt er að stilla stálböndin eftir árstíðum. Til hœgri er timburstyrktur tréturn. Sú aðferð getur verið réttmæt þar, sem timbur kostar smámuni, en kemur elcki til greina hér. Votheysturninn hlýtur að vera staðsett- ur fast við peningshúsið og þannig fyrir komið, að auðvelt sé að fylla hann og tæma. Turninn getur verið frá 6—20 metra hár eða jafnvel meira, en hér á landi mun naumast koma til greina að gera votheys- turna meira en 14 m háa og í mesta lagi 16 m. Jarðskjálftar og afspyrnurok eru nátt- úruöfl, sem hér verður að reikna með, þeg- ar járnbenda skal turninn og veita honum styrk til að standast þau, en með vaxandi hæð vex mjög magn þess styrktarjárns, sem nauðsynlegt er í þessu skyni. Hlaðnir turnar. Erlendis hafa turnar verið gerðir úr steyptum steinum af ýmsu tagi, þeir eru límdir saman og bönd sett um, en böndin svara til steypustyrktarj árnsins í steypt- um turnum. Umræddir turnar hafa reynzt mjög mis- jafnlega og sjaldan vel. f landskjálftalönd- um koma þeir ekki til greina, sem hlaðnir eru, nema hlaðan sé í jörð að mestu. Timburturnar, af ýmsum gerðum, hafa verið notaðir mjög mikið. Eftir frágangi þeirra og gerð fer endingin, en er einnig háð viðhaldinu. Timburturnar, gerðir af plægðum plönk- um, girtir stálböndum, hafa verið algeng- astir. Stálböndin þarf að stálbika og skrúf- ur þeirra að lina á hverju sumri áður í þá er látið en herða eftir að tæmdir eru. Van- ræksla á þessu sviði hefnir sín og aldur turna þessara er mjög háður því hvort þessi hlutverk gleymast. Sérstök gerð timburturna er hin svo- nefnda „Sjöbysilo“, sem er sænsk uppfinn- ing og á er einkaleyfi til notkunar. Þar er styrkur allur fenginn í timrinu og saum þeim, sem tengir lóðréttu borðin utanvert og hin gormlögðu innanvert. Verkfræði- útreikningar lofa góðu um gæði og þol þessara turna, en hagnýt reynsla er ekki fengin enn. Nokkrir votheysturnar af þess- ari gerð hafa verið reistir hér á landi. Þeir voru byggðir sumarið 1848 og kostuðu 13 —15 þús. krónur fullgerðir, en hver þeirra rúmar um 10 kýrfóður votheys. Stálturnar hafa verið notaðir bæði austan hafs og vestan. Þeir hafa reynzt dýrir, því að gæði stálsins þurfa að vera mikil og helzt þarf

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.