Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1950, Síða 16

Freyr - 01.03.1950, Síða 16
66 FREYR ina, en grasið á þeim er slegið í þurrhey eða vothey og notað til beitar. Af þessu tak- markaða ræktaða landsvæði (um 2% af ræktanlegu landi) fæst meginhluti vetrar- fóðursins fyrir nautgripi og sauðfé. Aðal framfaramöguleikar næstu ára eru einmitt fólgnir í aukinni túnrækt, í meira og betra grasi, en gras er dýrmætust af þeim auð- lindum íslands, sem hægt er að endurnýja (með grasi er hér átt við grös og belgjurtir). Hér á eftir er getið tillagna um nokkur framkvæmdaratriði er miða að því að auka og hagnýta betur þessa auðlind. Tillögurnar eru grundvallaðar á eftirfar- andi: (1) Athugun á sögu íslenzks landbúnaðar, (2) aðstöðu landbúnaðarins í dag, sam- kvæmt hagskýrslum og framleiðslu- skýrslum, (3) eigin athugunum á íslandi tvær fyrstu vikur ágústmánaðar 1949 — og (4) eigin reynslu og athugunum varðandi landbúnað í öðrum löndum, einkum í: Alaska, Kanada, Bandaríkjunum, Eng- landi, Wales, Skotlandi, Norður-ír- landi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. 1. Þurrkun votlendis, er ætla má aS hafi a. m. k. sæmileg-a ræktunarmöguleika. Framræsla er fyrsta nauðsynlega skrefið í ræktun mýranna, sem er útbreiddasta jarðvegstegund landsins. Allmikið er nú unnið að framræslu, en þyrfti þó að fram- kvæmast í stærri stíl, ef stóraukning á ræktuðu landi á að eiga sér stað á næstu árum. Að jafnaði er ekki nauðsynlegt að þurrka „steinefnajarðveg" (móana) eða hin gróðurlausu landsvæði (sandana). — Jafnframt því sem mýrarnar eru þurrkað- ar þarf að vinna landið og jafna, svo að það verði véltækt. 2. Á landið þarf að bera tilbúinn áburð og búfjáráburð. íslenzkur jarðvegur er yfirleitt of snauð- ur af nýtanlegum jurtanæringarefnum til þess að gefa viðunandi uppskeru við ríkj- andi veðurskilyrði. Vegna lágs hitastigs er rotnun lífrænna efnasambanda jarðvegs- ins hægfara, og jurtanæringarefnin, eink- um köfnunarefni, losna of hægt úr læð- ingi til þess að þau ein geti gefið góða upp- skeru. Innlend framleiðsla köfnunarefnis- áburðar, grundvölluð á vatnsraforku, mun stuðla stórum að aukinni hagnýtingu á framleiðslumöguleikum íslenzks jarðvegs. 3. Betri tegundir og afbrigði af grösum og belgjurtum. Vinna ber að því að fá fram betri teg- undir af grösum og belgjurtum fyrir rækt- að land, einnig fyrir foksvæðin, sandana, en þar virðist fóðurfax (bromus inermis) eiga vel við. Þegar auka á uppskerumagn með meiri og betri ræktun, þá breytist sam- bandið milli jurtar og jarðvegs svo mikið, að það getur verið nauðsynlegt að taka í notkun nýjar jurtategundir, er hæfa hin- um nýju skilyrðum. Hvítsmári virðist vera sú belgjurt, er bezt hæfir íslenzkum að- stæðum. Reyna þarf, við venjuleg skilyrði og meðferð, hæfni ræktaðra gras- og belg- jurtategunda frá öðrum norðlægum lönd- um, eins og t. d. hina gulblóma síberísku alfalfa frá Alaska. Til að byrja með er rétt að leggja áherzlu á þær tegundir, sem hægt er að fá fræ af til innflutnings í nægilega stórum stíl. Á íslandi virðast vera mjög takmörkuð skilyrði fyrir framleiðslu á belg- jurtafræjum. Umbætur á afréttum og út- högum yrði að framkvæma með tilhögun beitarinnar einkum með því að hafa hæfi- lega margt búfé á landinu og með því að varast samfellda ofbeit. 4. Með aukinni votheysgerð nýtist og geymist grasið bezt. Grös, sem geymd eru sem vothey hafa venjulega meira næringargildi og eru lyst- ugri en þurrhey. Votheysgerð er að jafn- aði óháðari veðráttu en þurrheysverkun. Yfirleit þarf að byggja meir af skurð- gryfjum, niðurgröfnum gryfjum og vot- heysturnum á ísl. sveitabýlum. Skurð- gryfjur og niðurgrafnar gryfjur eru stór- um ódýrari en votheysturnar. Stofnkostn-

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.