Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1950, Side 25

Freyr - 01.03.1950, Side 25
FREYR 75 Hræran er að koma upp, — steypuvinnan heldur áfram við- stöðulaust unz fyrirhugaðri turnhœð er náð. hlöðu og borgi sig samt. Á þeirri staðreynd byggist önnur, sem sé sú, að þar er al- gengt að turnar séu byggðir inni í hinum 10—15 metra háu hlöðum þeirra og turn arnir fylltir en hlöðurnar látnar standa tómar. Að þessum upplýsingum fengnum munu einhverjir bæta við, að sagan sé ekki öll sögð, því að gryfjurnar megi fylla með handafli án nokkurs tækniútbúnaðar en gjaldeyri þurfi, og veruleg útgjöld, tii þess að kaupa saxblásara eða færiband til þess að fylla með votheysturn. Þetta er alveg rétt. Á ýmsum stöðum, en langtfrá alls staðar, er hægt að gera votheysgryfjur 5 m djúpar grafa þær upp í hól og tæma í þurrheys- hlöðu svo að aka megi votheyinu beina leið á fóðurgang. En skilyrði til fyllingar og tæmingar votheyshlöðunnar mega ekki vera allsráðandi þegar gripahúsunum er valinn staður. Því má vafasamt telja að meira en á öðru hverju býli verði komizt af án tækni- útbúnaðar við fyllingu 5 m djúprar votheys- gryfju. En þó að svo væri, að hverja einustu gryfju mætti fylla með handafli getur þó vel komið til greina, að sá vélræni útbúnað- ur, sem nota þarf við fyllingu turna, borgi sig samt. Það er staðreynd, að þegar fóðrið er sax- að kemst allmiklu meira fóður í hverja rúm- einingu geymslunnar en þegar ósaxað fóð- ur er sett í vothey. Smátt hey og fíngert, eins og t. d. háartöðu, kemur þó varla til greina að saxa. Hér við bætist, að fjöldi til- rauna hefir sannað, að geymslutap fóðurs- ursins er mun minna í söxuðu fóðri en ósöx- uðu og geymslutap í einni hlöðu stórri mun minna en í fleiri litlum, sem taka sama fóðurmagn. Niðurstöður frá erlendum athugunum hafa sýnt, að fóðurgildisaukinn, sem feng- izt hefir við að hafa eina stóra votheys- hlöðu í stað margra lítilla, hefir gert miklu betur en borga vexti, viðhald og afskriftir þess tækniútbúnaðar, sem nauðsynlegur er til þess að fylla háa turna. Hvort niðurstöður hliðstæðra athugana yrðu svo hér á landi verður ekki vitað, nema athugað sé, en til þessa hefir víst engum, sem fjármuni veita til rannsókna eða til- rauna, dottið í hug, að ástæða væri til að athuga þessi efni hér á landi. Tækniútbúnaður sá, sem þarf til þess að fylla votheysturn, er hliðstæða súgþurrkun- arútbúnaðarins í þurrheyshlöðunni. Verðmismunurinn mun ekki mikill, en saxblásarann má nota til þess að fylla með a. m. k. 3—4 turna á sumri, þar sem þétt- býli er. Súgþurrkunarkerfi verður varla notað nema í þeirri hlöðu, sem það er inn-

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.