Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir LAUGADAGUR 6. ÁGÚST2005 13 Vel gengur að safna fyrir Kjalvegi Sunnlendingar og Norð- lendingar standa um þessar mundir fyrir sö&iun í þeim tilgangi að fjármagna heils- ársveg yfir Kjöl. Um tólf milljónir króna hafa safnast norðan heiða, samkvæmt Ríkisútvarpinu, og er ætl- unin að Sunnlendingar leggi fram átta milljónir. Þá er gert ráð fyrir því að Kjal- vegur verði einkafram- kvæmd. Fornleifaþing í Hjaltadal Næstkomandi laugardag verður haldin á Hólum í Hjaltadal ailfjölmenn ráð- stefna fornleifafræðinga um fornleifar og rannsókn- ir þeim tengdar. Gert er ráð fyrir að 90 innlendir sem erlendir fornleifafræðingar mæti á ráðstefnuna. Hún er hins vegar öllum opin og má finna dagskrá hennar á slóðinni www.holar.is /fornleifar. Fleiri ósáttir við stríðið Samkvæmt nýrri könnun AP-frétta- stofunnar hafa aldrei fleiri Bandaríkja- menn verið óánægð- ir með frammistöðu George W. Bush for- seta í íraksstríðinu. Einnig telja sífellt færri að forsetinn sé heiðar- legur. Það sem af er árinu hafa á milli 40 og 50 prósent Bandaríkjamanna verið sáttir við frammistöðu Bush, en nú eru þeir ein- ungis 38 prósent, sem er sögulegt lágmark. Traustur meirihluti þjóðarinnar telur enn að Bush sé sterkur og viðkunnanlegur leiðtogi. Könnunin sýndi að það var einna helst var ungt og lítið menntað fólk sem var óánægt með Bush. Tíu þúsund manns eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu. Einkarekin heilsu- gæslustöð í Salahverfi getur tekið 6000 sjúklinga í viðbót. Sjúklingar sem þangað leita greiða sama verð og á öðrum heilsugæslutöðvunum. Þessi heilsugæslustöð er tilraunaverkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins og hefur mælst vel fyrir. Tíu liúsund án heimilislæknis n höfuðborgarsvæðinu Þeir sem eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu geta val- ið um að fá heimilislækni strax á einkarekinni heilsugæslu í Salahverfi eða leitað á náðir Upplýsingamiðstöðvar heilsugæsl- unnar sem sérhæfir sig í að leiðbeina fólki um úrræði í heilbrigð- iskerfinu. „Þörf er fyrir fjölbreyttari þjónustu heilsugæslunnar til þess að koma til móts við mismunandi þarfir fólks,“ segir Uggi Agnarsson hjartalæknir. Áhöfuborgarsvæðinu eru 10 þús- und manns án heimilislækns, þar af 6-7 þúsund í Hafnarfirði. „Þeir sem eru án heimilislæknis leita gjarnan beint til sérfræðinga ogkostaþjóðfé- lagið mun meira," seg- ir Lúðvík Ólafsson, lækn- ingafor- stjóri heilsugæsl- unnar. Fólk án heimilislæknis þarf að borga meira Uggi Agnarsson, hjartalæknir í Læknasetrinu Mjódd, segist ekki hafa tölur yfir það hve margir sjúk- ingar leiti til hans vegna þess að þeir séu án heimilislæknis. „Hjartavernd hefur líka tekið á móti fólki utan kerfis, en þá þarf fólk að borga fyrir sig fullu verði," segir Uggi. Uggi seg- ir ekkert í kerfmu koma í staðinn fyr- ir heimilislækni, en nýlega var sett á stofn Upplýsingamiðstöð heilsu- gæslunnar fyrir fólk án heimilis- læknis, þar sem fólk getur leitað sér ráða vegna veikinda. Lúðvík Ólafsson Lækn- ingaforstjóri heilsugæsl- unnar, segir fólk án heimil- islæknis gjarnan leita beint til sérfræðinga en það kostar þjóðféiagið meira. Þörf fyrir fjölbreyttara kerfi „Það er til skammar að fólk fái ekki heimilislækni og kerfið þyrfti að vera fjölbreyttara," segir Uggi. Hann segir fólk hafa mismunandi þarfir eftir aldri og ijöl- skyldustærð. „Þannig hentar fjöl- skyldufólki betur að leita til heilsu- gæslunnar, þar sem bæði er ung- barna- og mæðravernd, en ein- hleypu og eldra fólki hentar betur að leita til sjálfstætt starfandi heimilis- læknis," segir Uggi. Allirfá heimilislækni á einkarekinni heilsugæslu- stöð í Kópavogi „Við getum tekið við 6000 sjúklingum i viðbót," segir I-Iauk- ur Valdimarsson yfirlæknir á heilsugæslunni í Linda- Sala- og Vatnsendahverii í Kópavogi. Haukur segir þetta vera tilrauna- verkefni sem heilbrigðisráðuneyt- ið stendur fyrir. „Núna eru 6.500 manns á skrá hjá okkur og við gerum ráð fyrir að milli 11-12 þúsund manns verði skráðir á stöðina þegar hverfið verð- ur fullbyggt," segir Haukur. Haukur segir að eng- um sem til þeirra leitar verði vísað frá og allir fái heimilislækni sem þess óska. „Það er svolítið u að fólk komi til okkar af því það fær ekki heimilislækni í Reykjavík," segir Haukur. Þeir sem óska eftir heimilis- lækni á einkareknu heiisugæslu- stöðinni borga sama komugjald og á öðrum heilsugæslustöðvum. hugrun@dv.is Haukur Valdimarsson Yfirlæknir einkarekinnar heiisugæsiustöðvar I Kópa- vogi, segir alla sem koma fá heimilislækni. Hvattirtil að sofaívinn- unni Listi yfir sex staði sem fólk getur leitað til ef það er án heimilislæknis Hvert getur fólk án heimilislæknis leitað? Austurríski bankinn Sparkasse hefur gripið til þess ráðs að hvetja starfs- fólk sitt til að blunda í vinnunni. Taugafræðing- urinn og svefnvísinda- maðurinn Manffed Walzl hefur greint fr á því að þriðjungur Austurríkis- manna þjáist af svefn- leysi, sem veldur syfju og mönnum verða á fleiri mistök. í ljósi þessa býður bankinn starfsfólki sínu að halla sér í 20 mínútur eftir hádegismatinn. End- anleg ákvörðun um fyrir- komulagið verður tekin þegar ljóst verður hvort blundurinn auki sannan- lega ffamleiðni starfs- fólksins. lýsingar um forvarnir og réttindi sjúklinga og kappkosta að vísa fólki rétta leið í kerfinu. 2) Heilsugæslustöðin í hverfinu þínu. Þótt margar stöðvar geti ekki útvegað fastan heimilislækni er á mörgum þeirra boðið upp á þjón- ustu lækna sem eru í námi í heimil- islækningum. Opið á dagvinnutíma, komugjald 700 kr. Ef þú ert einn af þeim 10 þúsund höfuðborgarbúum sem hefur ekki heimilislækni eru nokkrir staðir sem hægt er að leita til. 1) Upplýsingamiðstöð heilsu- gæslunnar, símaþjónusta. Sími: 1700, opið á dagvinnutíma aila virka daga. Ókeypis símaþjónusta fyrir fólk án heimilislæknis. Þarna starfa hjúkrunarfræðingar sem veita upp- Heilsugæslur hverfanna Hægt að fá við- tal hjá læknum án þess að hafa heimilis- lækni. 3) Einkarekin heilsugæslustöð á Salavegi 1, Kópavogi. Þar geta allir fengið heimilislækni, biðtími eftir tíma hjá lækni er einn sólarhringur. Sími: 590-3900. Opið frá 8-18, komu- gjald 700 krónur. Frá 16-18 er komu- gjald 1.750 krónur fýrir fuliorðna. 4) Læknavaktin Smáratorgi 1. Sími: 1770. Opið frá 17-23.30 virka daga og 9-23.30 um helgar. Komu- gjald er 1.750 krónur. Vitjanir eru alla virka daga frá 17-08 og allan sólahringinn um helgar. 5) Domus Medica, Egilsgötu 3. Einn af nokkrum stöðum í borginni þar sem sérfræðingar hafa aðsetur. Sími: 563-1000. Opið ffá 9-17. Bið eftir tíma hjá sérfræðingum er yfir- leitt mun lengri en þegar leitað er beint á heilusgæslustöðvarnar. Komugjald er í kringum 3000 krónur en getur farið upp í 18 þúsund krón- ur eftir því hvað þarf að gera. 6) Bráðamóttakan á Landspítal- anum við Hringbraut eða í Fossvogi. Sími: 543-1000 (skiptiborð Land- spítalans). Opið allan sólahringinn alla daga ársins. Komugjald 3.320 krónur. hugrun&dv.is Bráðamóttaka Landspítalans Opin alian sólahringinn allan ársins hring.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.