Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 20
20 LAUQARDAGUR 6. ÁGÚST2005 Helgarblaö DV Róbert Wessman var launahæsti forstjóri íslands á síðasta ári með rúmlega 20 milljónir í mánaðarlaun. Róbert er 35 ára og hefur á síðustu árum náð gríðarlegum árangri í starfi sínu hjá lyfjarisanum Actavis sem hefur vaxið hratt. Hann er sagður mikill Qölskyldumaður og líður best með eiginkonu sinni og börnunum tveimur þótt mikill tími fari í ferðalög. Vilhelm Róbert Wessmann er fæddur í Reykjavík 4. október árið 1969. Foreldrar hans eru Wilhelm Wessman hótelstjóri og Ólöf Wess- man snyrtifræðingur. Róbert er mið- bam þeirra hjóna en elst er Ólöf mat- sveinn og yngst Gunnhildur. Fjöl- skyldan bjó við Álmholt í Mosfellsbæ sem þá var talsvert fámennari en nú. Róbert var ákveðinn í að mennta sig og fór í Menntaskólann við Sund að loknu grunnskólanámi. Hann var góður námsmaður en þar kynntist hann Sigríði Ýr Jensdóttir en þau voru bæði góðir námsmenn og kepptust um að vera efst í bekknum á próf- unum í MS. Síðan hefiir hnífurinn ekki gengið á milii þeirra en þau giftust síðar og eiga saman tvö böm. Engin unglingavandamál Eftir stúdentspróf fór Róbert í við- skiptafræði í Háskólanum en Ýr í læknisfræði. Hún er nú að sérmennta sig í heimilislækningum en tók sér hlé frá námi efttir kandídatspróf á meðan hún átti bömin, þau Helenu Ýr sem verður sjö ára í haust og Jens Hilmar en hann er þriggja ára. Ólöf Wessmann, móðir Róberts, segir son hennar alia tíð hafa verið mjög athaftiasaman. „Hann var í öllu, íþróttum, tónlist og ýmsu tómstunda- starfi. Hafði alltaf nóg að gera en stóð sig eigi að síður vel í skóla. Ég þurfti aldrei að hafa fyrir Róberti, hann var alltaf jafn þægilegur við að eiga. Man Jdrei eftir neinum ung- ingavandamálum í kringum hann eða vandamálum yfir- leitt," segir hún og bætir við að þar sem hann sé miðbam og eini drengur- inn hafi hún líklega hlíft honum og kannski vemdað hann dálítið. „Já, ætli ég hafi ekki sleppt honum við verk sem stelpumar þurftu hins vegar að inna af hendi. Óg ég hef ábyggilega gengið á eftir honum og tínt upp fötin hans. Hann fékk að njóta þess að vera strákur og gekk að matarborðinu og öllu klám. Heimilisverkin lögðust frek- ar á þær,“ rifjar Ólöf upp. Hún segir að snemma hafi borið á metnaði hjá drengnum og hann hafi lagt sig hundrað prósent fram við allt sem hann tók sér fyrir hendur. „Róbert gerði aUt vel, alveg sama hvað það var. Harrn var duglegur og hafði aUtaf nóg að gera og átti fjöldann aUan af vinum sem hann var alltaf eitthvað að vesen- ast með. Hann var ungur þegar hann fór að vinna fyrir tekjum en krakkamir vom reyndar öU snemma farin að vinna.'' Sparsamt barn Róbert var ekki hár í loftinu þegar viðskiptavitið lét fyrst á sér kræla. Ólöf móðir hans man efdr honum smá- poUa, leggja inn peninga sem honum höfðu vérið gefnir til að eyða. Þeir enduðu þess í stað í sparibauloium. Hún segir að þau grínist stundum með það í fjölskyldunni að þegar krakkamir hafi allir fengið að fara í bíó hafi Róbert komið fljótlega heim aftur en ekki stelpumar. Hann vUdi frekar geyma peninginn sinn en þannig hafi hann oft haft það. „Hann var líka aUtaf ánægður með það sem hann fékk á meðan stelpumar náðu að kría út meira. Þær vom lunknar við að fá dýr- ari hluti en hann. Hann sætti sig við það sem hann fékk og ekld orð um það meira," segir Ólöf móðir hans. Snemma var ljóst að Róbert fór þangað sem hann ætlaði sér. Hann gafst ógjaman upp við verk sem hann einsetti sér að vinna. Hann staldraði frekar við og velti fyrir sér öðrum leiðum að markmiðinu en ekld að hætta við svo búið. Móðir hans man ekki eftír Róbert öðmvísi en ljúfum og filýjum, skemmtilegum og kátum strák. i„-r /SCÍ. <yldan í Fossvoginum Róbert býr ■iginkonu sinni og tveimur börnum i u einbýlishúsi i Fossvogsdalnum. Fluggáfaður eðalkokkur i_£LUi_ *s Róbert með Ólafi Ragnari í Indlandi A góðri stund á Indlandi þar sem Róbert handsalar kaup IActavis á lyfjaverksmiðium Lotus.___ ícellency ignar Gri Republic of Ic Laðaðist strax að þessum myndarlega strák Eiginkonan, Sigríður Ýr segist muna eftir Róbertí aUt frá því þau byrj- uðu saman í MS. Það hafi laðað hana að honum hve skemmtilegur, mynd- arlegur og atorkusamur hann hafi verið. „Hann hafði ótrúlega orku og hefur reyndar enn og er mUdU húmoristí. Það var gaman að vera með honum og við fundum fljótt að við átt- um sitt hvað sameiginlegt," segir hún. Ýr segist fljótt hafa gert sér ljóst að eitthvað yrði úr strálcnum. Hann hafi verið því marki brenndur að gefast ekki upp við að ná settu marki, það hafi sýnt sig í öUu sem hann tók sér fyrir hendur. „Ég áttaði mig fljótt á hve velgefinn hann er og mikUl náms- maður enda vissu það fáir betur en ég, því við kepptumst að því að vera sem hæst á prófum, hann var minn aðal- keppinautur." Hver hafði betur? Það man ég ekki, en það var milöU keppn- isandi í honum," rifjar hún JUæjandi upp. Róbert var vinamargur og tók þátt í félagslífinu að fuUum kraftí. Ýr bendir einnig á að í skóla hafi hann verið endalaust með skemmtilegar hug- myndir á prjónunum og í kringum hann hafi aldrei verið lognmoUa. „Það var aUtaf eitthvað að gerast, hann sat aldrei auðum höndum eða lét sér leið- ast. Gat aUtaf verið að gera eitthvað. Róbert hafði endalausa orku. Hann var líka mUdð í íþróttum og er enn. Ræktar líkamann og finnur sér aUtaf tíma tíl að fara í ræktina," segir hún. Trygg og góð manneskja Yr segir ennfremur að Róbert sé einn þeirra sem hægt sé að treysta hundrað prósent. í sambandi þeirra hafi þau aUtaf farið þær leiðir sem þau kusu en létu ekki hvort annað hamla því að þau fengju að njóta sín. Þau fóru sínu fram og hafa oftar en einu sinni verið aðskUin, hvort í sínu landinu. „Það krefst trausts en ég hef aldrei efast um tryggð hans. Róbert er einnig húmanisti og afskaplega góð manneskja," segir Ýr og bætir við að áhugasvið þeirra og skoðanir Uggi saman á mörgum sviðum. Það sé ekki síst það sem hafi gert samband þeirra gott en vissulega sé það ekki öðruvísi hjá þeim en öðrum hjónum. Það sldptist á slcin og slcúrir en uppstytt- umar séu lengri. Frjór og fljótur að greina tæki- færi í viðskiptaffæðinni í Háskólanum gekk Róbert vel. Hann tók mUánn þátt í félagslífinu þar eins og í menntaskóla og það hafði ekki áhrif á námshrað- ann. Bragi Rúnar Jónsson var með honum í viðskiptadeUdinni og starfar nú með honum hjá Actavis. Hann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.