Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Side 47
DV Sport í dag hefst keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum en mótiö fer fram í Helsinki í Finnlandi. Sumar af stærstu stjörnum heimsins í íþróttinni hafa boðað forföll, tU að mynda spjótkastarinn Jan Zelezny og Asafa Powell, heimsmethafi í 100 metra hlaupi. En af nægu er að taka og bendir DV hér á nokkra keppendur sem eru líklegir tU afreka á mótinu. Fylgstu með Tirunesh Dibaba Dibaba varð árið 2003 yngsti heimsmeist- ari sögunnar er hún vann titilinn í 5 þúsund metra hlaupi kvenna. Hún mun nú freista . þess að verja þann titii og hún mun einnig gera tilkall til hans í 10 þúsund metra hlaup- inu. Hún hefur þegar bætt heimsmetið í 5 þúsund metra hlaupi innanhúss og er heims- meistari í fjögurra og átta kílómetra Iang- hiaupi. Hún virðist til alls líkleg í Helsinki. Hvenær: 10.000 metrar í kvöld kl. 18.15, 5.000 metrar næsta laugardag kl. 19.10. : /f Wallace Spearmon Spearmon náði aðeins fjórða sæti í 200 metra hlaupi á banda- ríska úrtökumótinu og það er að- eins vegna ákvörðunar Shauns Crawford um að einbeita sér að 100 metra hlaupinu að Spearmon var tekinn inn í bandaríska liðið. Hins vegar á Spearman þrjá af fjórum bestu tímum ársins í ár. Hann hljóp á 19,89 sekúndum á móti í London fyrr í sumar sem er besti tími ársins. Hann er því talinn líklegastur í Helsinki en fé- lagar hans í bandaríska hð- inu, þeir Justin Gatlin og Tyson Gay, munu ef- laust hafa sitt- hvað um það að segja. Hvenæn Fimmtu- dagkl. 19.10. Allyson Felix Allyson Felix vann til silfur- verðlauna á ólympíuleikunum í 200 metra hlaupi og er bandarísk- ur meistari í greininni þó svo að hún sé enn táningur. Hún setti heimsmet unglinga á Ólympíu- leikunum í fyrra en þá var það Veronica Campbell frá Jamaíku sem vann gullið. í ár hefur hún ekkert gefið eftir og átt tvo bestu tíma ársins í greininni. Og henni tókst á móti í London í júm' síðastliðn- um að bera sigur orð af Camp- bell en það var í fyrsta sinn í fimm ár sem hún tapaði hlaupi. Hvenæn Föstudag kl. 16.30. JOSEfAOPLOZILA 1A Docus Inzlkuru Nú á heimsmeistaramótinu í Helsinki verður í fyrsta sinn keppt í þrjú þúsund metra hindrunar- hlaupi kvenna á stórmóti í frjálsum íþróttum. Þessi á sér langa hefð hjá körlim- um en konurnar fá nú loks að spreyta sig á sama vettvangi. Sigurstranglegust er talin vera Docus Inzikuru frá Úganda en hún á besta tíma ársins í greininni er hún hljóp á 9:15,04 mínútum. Inzikuru, sem er 23 ára, mun þó fá harða samkeppni frá hinni pólsku Wiolettu Janowska og Salome Chepchumba frá Keníu. Hvenær: Mánudag kl. 17.35 Þessi sænska dama er ríkjandi heims- og ólympíumeistari í sjö- þraut kvenna á HM í París fyrir tveimur árum. Kluft nálgast einnig heimsmet Jackie Joyner- Kersee í greininni en Kluft segir reyndar sjálf að ómögulegt sé að bæta met hennar, 7291 stig, sem hún setti á ÓL í Seoul árið 1988. Kluft var fyrsta manneskjan síð- an Joyner-Kersee til að ijúfa 7000 stiga múrinn í fyrra er hún vann heimsmeistaratitilinn í París. En nú er hin breska Eunice Barber aftur kominn á fullt skrið og verður forvitnilegt að fylgjast með rimmu þeirra í Helsinki. Hvenær: I dag og á morgun. Xiang Liu Liu varð fyrsti kín- verski karlmaðurinn til að vinna gull í frjálsum íþróttum á ólymíuleikunum í Aþenu í fyrra. Hann jafhaði einnig frægt met Colins ^ Jackson í 110 metra grinda- hlaupi, 12,91 sekúnda. Keppni hans og Allans John- son í greininni verður klárlega einn af hápunktum mótsins. Árgerð 2005 Rockadile 26 Árgerð 2D0S Switchback V bremsur Árgerð SD05 Motivator Mini Árgerð 5005 Moto Micro 16' 10-16 • ./s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.