Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.2005, Blaðsíða 47
DV Sport í dag hefst keppni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum en mótiö fer fram í Helsinki í Finnlandi. Sumar af stærstu stjörnum heimsins í íþróttinni hafa boðað forföll, tU að mynda spjótkastarinn Jan Zelezny og Asafa Powell, heimsmethafi í 100 metra hlaupi. En af nægu er að taka og bendir DV hér á nokkra keppendur sem eru líklegir tU afreka á mótinu. Fylgstu með Tirunesh Dibaba Dibaba varð árið 2003 yngsti heimsmeist- ari sögunnar er hún vann titilinn í 5 þúsund metra hlaupi kvenna. Hún mun nú freista . þess að verja þann titii og hún mun einnig gera tilkall til hans í 10 þúsund metra hlaup- inu. Hún hefur þegar bætt heimsmetið í 5 þúsund metra hlaupi innanhúss og er heims- meistari í fjögurra og átta kílómetra Iang- hiaupi. Hún virðist til alls líkleg í Helsinki. Hvenær: 10.000 metrar í kvöld kl. 18.15, 5.000 metrar næsta laugardag kl. 19.10. : /f Wallace Spearmon Spearmon náði aðeins fjórða sæti í 200 metra hlaupi á banda- ríska úrtökumótinu og það er að- eins vegna ákvörðunar Shauns Crawford um að einbeita sér að 100 metra hlaupinu að Spearmon var tekinn inn í bandaríska liðið. Hins vegar á Spearman þrjá af fjórum bestu tímum ársins í ár. Hann hljóp á 19,89 sekúndum á móti í London fyrr í sumar sem er besti tími ársins. Hann er því talinn líklegastur í Helsinki en fé- lagar hans í bandaríska hð- inu, þeir Justin Gatlin og Tyson Gay, munu ef- laust hafa sitt- hvað um það að segja. Hvenæn Fimmtu- dagkl. 19.10. Allyson Felix Allyson Felix vann til silfur- verðlauna á ólympíuleikunum í 200 metra hlaupi og er bandarísk- ur meistari í greininni þó svo að hún sé enn táningur. Hún setti heimsmet unglinga á Ólympíu- leikunum í fyrra en þá var það Veronica Campbell frá Jamaíku sem vann gullið. í ár hefur hún ekkert gefið eftir og átt tvo bestu tíma ársins í greininni. Og henni tókst á móti í London í júm' síðastliðn- um að bera sigur orð af Camp- bell en það var í fyrsta sinn í fimm ár sem hún tapaði hlaupi. Hvenæn Föstudag kl. 16.30. JOSEfAOPLOZILA 1A Docus Inzlkuru Nú á heimsmeistaramótinu í Helsinki verður í fyrsta sinn keppt í þrjú þúsund metra hindrunar- hlaupi kvenna á stórmóti í frjálsum íþróttum. Þessi á sér langa hefð hjá körlim- um en konurnar fá nú loks að spreyta sig á sama vettvangi. Sigurstranglegust er talin vera Docus Inzikuru frá Úganda en hún á besta tíma ársins í greininni er hún hljóp á 9:15,04 mínútum. Inzikuru, sem er 23 ára, mun þó fá harða samkeppni frá hinni pólsku Wiolettu Janowska og Salome Chepchumba frá Keníu. Hvenær: Mánudag kl. 17.35 Þessi sænska dama er ríkjandi heims- og ólympíumeistari í sjö- þraut kvenna á HM í París fyrir tveimur árum. Kluft nálgast einnig heimsmet Jackie Joyner- Kersee í greininni en Kluft segir reyndar sjálf að ómögulegt sé að bæta met hennar, 7291 stig, sem hún setti á ÓL í Seoul árið 1988. Kluft var fyrsta manneskjan síð- an Joyner-Kersee til að ijúfa 7000 stiga múrinn í fyrra er hún vann heimsmeistaratitilinn í París. En nú er hin breska Eunice Barber aftur kominn á fullt skrið og verður forvitnilegt að fylgjast með rimmu þeirra í Helsinki. Hvenær: I dag og á morgun. Xiang Liu Liu varð fyrsti kín- verski karlmaðurinn til að vinna gull í frjálsum íþróttum á ólymíuleikunum í Aþenu í fyrra. Hann jafhaði einnig frægt met Colins ^ Jackson í 110 metra grinda- hlaupi, 12,91 sekúnda. Keppni hans og Allans John- son í greininni verður klárlega einn af hápunktum mótsins. Árgerð 2005 Rockadile 26 Árgerð 2D0S Switchback V bremsur Árgerð SD05 Motivator Mini Árgerð 5005 Moto Micro 16' 10-16 • ./s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.