Dagblaðið Vísir - DV - 31.08.2005, Page 13
J3V Fréttir
Sjö innflytjendur létust í eldsvoða
Kóresk
undravél
Suður-Kóreubúar
kynntu með stolti í gær
þotuna Gullna örninn.
Fimm ár og hundruð millj-
óna króna fóru í þróun
hennar. Kóreski flugherinn
vonast tii að þotan slái í
gegn á heimsvísu og seljist
vel. Hún kemst á einn og
hálfan hljóðhraða, er jafn
lipur og bandarísk F-16 og
ber 13.500 kg farm. Einnig
er auðvelt að breyta henni í
orrustuvél.
Tekinn fastur
í Belgíu
Á mánudaginn handtók
lögreglan í Belgíu mann
sem er talinn tilheyra
hryðjuverkahópinum
GICM. Alls hafa átján með-
limir GICM verið hand-
teknir. Þeir eru taldir tengj-
ast hryðjuverkamönnunum
sem báru ábyrgð á spreng-
ingunum í Madríd í mars
2004, þar sem 191 lést, og í
Casablanca í maí 2003, þar
sem 45 létust. Mennirnir
eru flestir frá Marokkó og
fara á næstunni fyrir rétt í
Belgíu.
Aftur eldur í París
Á mánudagskvöld gerðist það í
annað skipti á fjórum dögum að eld-
ur kviknaði í hrörlegum húsakynn-
um afrískra innflytjenda í París. í
þetta skiptið kviknaði í húsi í mið-
borg höfuðborgarinnar, sem inn-
flytjendur frá Fílabeinsströndinni
höfðu gert hústöku í. Sjö létust,
þeirra á meðal fjögur börn. 14 aðrir
slösuðust illa.
Eldurinn kviknaði í stigagangin-
um á húsinu. Það er fimm hæða hátt
og gríðarlega illa farið. Það sama er
hægt að segja um húsið sem kvikn-
aði í fyrir fjórum dögum síðan. Þá
létust 17 afrískir innflytjendur. Þeir
bjuggu einnig í gömlu húsi í París
sem var gríðarlega illa farið og nán-
ast vonlaust að koma í veg fyrir elds-
voða í.
Yfirvöld í París eru í kjölfarið
gagnrýnd harkalega fyrir lélegt að-
hald á þeim fjölmörgu gömlu hús-'
um sem eru í borginni.
Geðshræring íbúarog að-
standendur íbúa voru ímiklu
uppnámi eftir eldsvoðann.
Halló! Halló!
Kennum í Brautarholti 30
og Varmárskóla Mosfellsbæ
Við kennum samkvæmisdans
fyrir alla fjölskylduna og
tökum yngst fjögurra ára.
®FreestyIe - Hipp Hopp fýrir unglinga
Salsa lút lT> Kennari frá Kúbu
Innritun í síma 551 3129 á milli klukkan 16:00 - 22:00
Jöfnunarstyrkur til náms
- Umsóknarfrestur er til 15. október 2005 -
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki
njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til
jöfnunar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst
af búsetu og er fyrir þá sem verða að
stunda nám fjarri heimili sínu.
• Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja
fjarri lögheimili og fjölskyldu
sinni vegna náms).
• Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem
sækja nám frá lögheimili og
fjölskyldu fjarri skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru
hvattir til að kynna sér reglur um styrkinn á
vef LÍN (www.lin.is).
Umsóknarfrestur vegna skólaársins
2005 - 2006 er til 15. október nk. Sækja má
um styrkinn á heimasíðu LÍN. •
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.
73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til
kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í
Reykjavík.
Reitur 1.151.5.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi reits 1.151.5 sem
afmarkast af Hverfisgötu, Klapparstíg, Lindargötu og
Smiðjustíg.
Breytingin felst í því m.a. aö heimilt verði að byggja nýja
byggingu á lóðinni að Hverfisgötu 29, hæð og kjallara innan
byggingareits og að heimilt verði aó tengja saman
nýbyggingu á baklóð Klapparstígs 16 og núverandi
steinhúss með einnar hæðar byggingu og kjallara. Að öðru
leyti eru leyfðar minni háttar breytingar á húsum á reitnum
s.s. skyggni, svalir, minni kvistir og lagfæringar án þess að
breyta þurfi deiliskipulagi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Bryggjuhverfi - Grafarvogi.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Bryggjuhverfis í
Grafarvogi.
Breytingin felst í því m.a. að breytt er texta í kafla 2
Naustabryggja, tölulið 4, notkun húsa hvað varðar notkun
jarðhæðar og verður hann svohljóðandi:
II 4. Notkun húsa: Hús við torg nr. 5 og 6 hafa verslun,
veitingahús, íbúðir eða rými tengd íbúðum á jarðhæðum.
Á efri hæðum eru íbúðir. Hægt er að tengja íbúð á annari
hæð verslunarrými á jarðhæð. Byggjandi er ábyrgur fyrir
vörn hljóðmengunar milli verslunar- og veitingarstaðar
annarsvegar og íbúða hinsvegar, og skal hann sýna
nákvæmlega aðferðir sem hann notar til að ná full-
komnum árangri.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og
byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð,
virka daga kl. 8:20 - 16:15, frá 31. ágúst til og með 12.
október 2005. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu
sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga
hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila
skriflega eða á netfangið skipuiag@rvk.is, til skipulags-
og byggingarsviðs (merkt skipulagsfulltrúa) eigi síðar en 12.
október 2005.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 31. ágúst 2005
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 411 3000 • MYNDSENDIR 411 3090