Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifmg: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Dómvenjafhéraðs- dómi er f mörgum tilvikum fráleit. Einkum skera ( augu haröir dómar fyrir hnupl og vægir dómar fyrir ofbeldi. Nú sfðast var maður, sem dómarinn viðurkenndi, að vaeri ekki heill á geðsmunum, dæmdur f 45 daga fangelsi fyrir að stela 7000 krónum. Er Guð- jón St. Marteinsson dómari sjálf- ur staddur I miööldum? Er eng- inn dómstjóri eða annaö yfir- vald f dómskerfinu, sem getur hrist upp I forstokkuöu dómara- liði? Þeir tfmar eru liönir fyrir nokkrum öldum, að hnupl var talinn verri glæpur en ofbeldi. Nú á tfmum eiga 7000 króna hnuplarar heima f meðferð, ekki á Litla-Hrauni. Spurningar frá sagöi dramatlska sögu af felli- bylnum, sem gekk á land f New Orleans á mánudag- inn. Vindhrað- inn náði 282 kfló- metrum á klukkustund, meiri hraöa en Kimi Raikkonen. 80% borgarínnar voru undir vatni, sem náði mest rúmlega sex metra hæð. Milljón manns flúöi borgina og hundruð eru talin vera látin. Til hversu mikils hluta Reykjavfkur mundi sex metra flóð ná? Er þaö meira flóö en Básendaflóðið var? Mundi ráð- gerð byggð Sjálfstæðisflokksins f Hólminum standast slfkt flóð? Hafið þið tekið eftir, að orsaka fellibylsins er fyrst og fremst leitaö f óhæfilegri hitun jarðar af manna völdum? Landlæknir gegn Landlæknir er að hefja rannsókn á hjartaáfalli og öðrum auka- verkunum gigta rlyfsins Vioxx hér á landi. Fimm manns hafa fengið hjartaáfall eftir notkun lyfslns. I vor vannst Islenzkt skaðabóta- mál gegn öðrum framleiðanda annars lyfs, Lamictal. Lögfræð- ingurinn, sem vann þaö mál, vill kanna málaferli f Bandarlkjun- um, þar sem þessi lyf og mörg önnur eru framleidd og þar sem skaðabætur eru margfalt hærri en I dómum hér á landi. Nýlega fékk bandarfsk kona 16 milljarða króna I skaðabætur fyrir að nota Vioxx. Dómarinn taldi, að ekki hafi verið nægar aðvaranir á umbúðum lyfsins. Leiðari BrotthvarfRíkisútvarps af auglýsingamarkaöi gœfi dagblöðum, tímarit- um, vefiniðlum og Ijósvakamiðlum aukinn styrk og losaði RUVundan því erfiða hlutverki að geðjast misvitrum sölustjórum í óslcyldum relcstri. Páll Baldvin Baldvinsson Nýr embættismaður Páll Magnússon er mættur til vinnu í Efstaleitinu. Hann mun takast á við það erflða verkefni að stýra Ríkisút- varpinu gegnum lagasetningu sem verður eitt af hitamálum haustsins og í framhaldi af því mögulegum breytingum á rekstri þess. Páll var stjórnvöldum auðsær kostur. Forkólfar stjórnarflokkanna hafa alist upp með honum á dagheimili opinberra starfa. Þeir þekkja hann og vita hvar þeir hafa hann. Páll hefur fátt gefið upp um áform sín. Hann er varkár maður og vill vel, er snjall málafylgjumaður og vanur ráðríkum yfir- mönnum. Sá sem hefur haft lund til að starfa með Jóni Óttari Ragnarssyni, sjálf- stæðismannahópnum sem tók Stöð 2 yfir 1990, Jóni Ólafssyni, Kára Stefánssyni og síðast þeim Gunnari Smára og Jóni Ásgeiri, er leikinn pólitíkus. Eina tillegg Páls síðustu vikurnar er sú hugmynd að taka Ríkisútvarpið af auglýs- ingamarkaði. Sú stefna þykir sjálfsögð í nærliggjandi löndum en hefur hér ekki komið til tals. Nú eru forsendur breyttar. Sérstaða menningarstofnunar á að vera efni hennar en ekki tekjur af auglýsingum. Ráðherra hefur boðað að hún taki tillög- um í þessum efnum frá sínum nýskipaða embættismanni. En staða ráðherrans er veik: Eitt helsta verkefni hennar hefur verið að takmarka útgjöld til mennta- og menn- ingarmála og erfitt verður fyrir þau Pál að sækja sex hundruð milljónir ár hvert í hirslur Geirs Haarde. En stóra spurningin sem Páll verður að svara næstu mánuði dag hvern er hvert menningarhlutverk Ríkisútvarpsins er. Kunn áhugamál hans, skák og skotveiðar, fótbolti og fluguköst, eru utan við jaðar þess menningarefnis sem hann á að veita þjóðinni. Led Zeppelin og Logar duga ekki til. Aukin sókn í innlent efni í útvarp og sjónvarp frá sjálfstæðum framleiðendum, bætt þjónusta um vef í aðgangi að efnis- bönkum útvarps, styrkt sérstaða Rásar 2 sem innlendrar tónlistarrásar, rekstur Rondós sem hæli fyrir sígilda tónlist. Þetta eru nokkur þeirra mála sem bíða hans. Og þá er ótalinn sá möguleiki að Ríkisútvarpið hefji samstarf við Sýn um rekstur íþróttarásar sem í senn bjóði áskrift og við- burði í opinni dagskrá. Við óskum þessum nýja starfsmanni þjóðarinnar góðs gengis. Utlendiiigar eru óæúri íil/logge MORGUNBLAÐIÐ ER VANT að virð- ingu sinni að hætti kaþólskra dag- blaða á sunnanverðri ftalíu. Það birt- ir til dæmis ekki myndir af sakborn- ingum á íslandi, af því að sekt þeirra er ekki sönnuð. Það telur myndbirt- ingu vera eins konar dóm. AF ÞVÍ AÐ M0RGUNBLAÐIÐ er haldið útlendingafordómum að hætti Fyrst og fremst kaþólskra dagblaða á sunnanverðri ftalíu, birtir það hins vegar myndir af sakbomingum, ef þeir eru útlending- ar. Þannig var í gær gerð undantekn- mg og birt mynd í Mogganum af • Litháanum, sem flutti brennisteins- sýru til landsins. MORGUNBLAÐIÐ GERIR MUN á Is- lendingum og útlendingum í saka- málum. Það birtir auðvitað myndir af útlendingum í málaferlum erlendis, þótt sekt þeirra hafi ekki verið sönn- uð. Af því að svo er gert í útlendum blöðum, sem Mogginn þýðir upp úr. Endar fyrsta smyglmál U . . '>■ tegundar með sýknu eða sakfelJinga'í dag'' aí,'anf^nfýranhefðid^- _.'a,,t að 4 kg af amfetamfai Wn W.'LUW‘Vni amteiamínl ■wunkvn’tnt þi bÍS? Mtti * >“*Un W* vcrtö hiiftj sZP?L síSSS asfÆsaaj; Ák»r« htíU- húaj ** ^ wjaikfi htm *3 aykiu btcrl pittwu Utuwíj, í tnik yflrtoUvartar gtl WA «nndi haiu hiiiánJ m Unj. •*? dámí kcm tran »4 gmotttxvhr vnria *4 luiu htháúka i~, v*kn»i \ < «« þau ( hfönafundt frotu **‘ÞW’Sor *f toJíw* iZtPÍ* lC,t <kieraa WrVóÍTul !****«•* íÞrúJjo ■ “ *■* *» Wi brf« * eftupröf 4 WHni—Mu 1111 nvM (*( FRÁ 0G MEÐ DEGINUM í GÆR vitum við, að þessi regla nær einnig til út- lendinga fyrir íslenzkum dómstóli. MORGUNBLAÐIÐ GERIR LÍKA greinar- mun í fréttaslúðri um útlendinga og íslendinga. Ekki má birta í blaðinu slúður um einkalíf íslenzks frægðar- „Ef Morgunblaðið hefði siðareglur, mundi ein greinin hljóða svo: Óheimilt er að skyggnast í einkalíf íslendinga, en velkomið að skyggnast í einkalíf útlendinga. Óheimilt er að birta mynd afódæmdum ísiendingum, en velkomið að birta slíkar myndir af útlendingum." fólks, en hins vegar má birta þar slúður um einkalíf útlends frægðar- fólks. Af því að svo er gert í útlend- um dagblöðum, sem Mogginn þýðir upp úr. ÞANNIG ER STÉTTASKIPTINGIN í slúðri í Morgunblaðinu, milli íslend- inga og útlendinga. EF MORGUNBLAÐIÐ HEFÐI siðaregl- ur, mundi ein greinin hljóða svo: Óheimilt er að skyggnast í einkalíf fslendinga, en veikomið að skyggn- ast í einkalíf útlendinga. Óheimilt er að birta mynd af ódæmdum íslend- ingum, en velkomið að birta sirkar myndir af údendingum. jonas@dv.is Islensk kvikmynd um fótboltalið homma verður frumsýnd á morgun sem $ttu $ \m a Strah- ana okkar Árni Johnsen Frægt er rifrildi hans og Kolbrúnar Halldórs- dóttur um samkyn- hneigða. Gunnar í Krossin um Tók samkynhneigð i sótt i viðtali við DV fyrir nokkru. Erpur Eyvindarsson „Að ég sé gay, no way, ég er enginn hommi," eru fleyg orð Erps. Styrmir Gunnarsson Ritstjórn Moggans hætti, ekki alls fyrir löngu, að kalla homma kynvillinga. Guðmundur Steingrims■ son Barði gekk út úr Kvöldþættinum vegna meintra hommafor- dóma. Ótrúlegur mismunur í dómum Land tækifæranna iigsin " Guðjón St. - Marteinsson héraðs- ■5 dómari dæmdi f fyrra- dag andlega vanheilan = mann í 45 daga fang- elsi fyrir að stela vör- ~ um að andvirði 7.000 - króna. Framkvæmda- œ stjóri Geðhjálpar hef- ur gagnrýnt dómar- £ ann fyrir að taka ekki £ tillit til aðstæðna - mannsins. Ef Guðjón St. Marteinsson heföi dæmt Svein- björn Kristjánsson, aðalféhirði Símans, í svipað fangelsi miðað við krónutölu myndi Sveinbjörn þurfa að sitja inni í 4.419 ár. Þá værihann \ ftomptiNu smi VÍRJANDA Bsœssr ^ að afplána fyrir 156 krón- ur á dag, sem er sama upphæð og vanheili mað- urinn þarf að sitja af sér þessa 45 daga. Sveinbjöm var sem kunnugt er aðeins dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Sveinbjörn Krist- jánsson Ætti sam- kvæmt dómnum i fyrradag að sitja af sér 14.419 dr. Fram kom í fréttum í gær að úrvalsvísitalan hefur hækkað um 40 prósent það sem af er árinu. Hún hækkaði um 1,29 prósent í fyrradag, sem þýðir að almennur borgari, sem lagt hefur milljón í hlutabréf, græddi mjög líklega 13 þúsund krónur á einum degi. ísland er orðið land tækifær- anna. En eins og í hinu landi tækifæranna, Bandaríkjunum, fara tækifærin misvel með fólk. Þannig hafa skuldir heimilanna aukist ævintýralega síðustu ár. Árið 1980 voru skuldir heimil- anna 20 prósent af ráðstöfunar- tekjum, en voru í lok siðasta árs 199 prósent af ráðstöfunartekj- um. Sigurður Einarsson Stjórnarformaður KB- banka ó nú 1,5 milljarða króna hlut I bank- anum sem var rlkiseign fyrir þremur drum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.