Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 27
DV Ástog samlíf FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 27 Unnur María Berg- sveinsdóttir Segir að tilvalið sé að leigja bfl, rúnta um eyjuna og snseða á góðum útiveit- ingastað að kvöldi. Mælir með ferð til Sikileyjar „Ég og kærastinn minn fórum einu sinni til Sikileyjar og það var rosalega rómantísk og skemmtilega ferð," segir Unnur María Bergsveinsdóttir tónlist- arkona og meðlimur í Brúðarbandinu. Hún segir eyjuna afar fallega og veit- ingastaðina góða. „Ég held að það sé tilvalið fyrir fólk að leigja bilaleigubíl og rúnta um eyjuna. Náttúran er ótrú- lega falleg og svo er tilvalið að koma við á notalegum útiveitingastað að kvöldi og fá sér eitthvað gott að borða," segir hún dreyminni röddu. Hún segir veðrið ekki skipta miklu máli í svona ferðum, vitanlega sé ánægjulegt að geta verið léttklæddur úti í sólinni með góðan drykk við höndina en svo sé líka notalegt að kúra saman inni á hótelherbergi. „Ég veit að það er alls ekki alltaf afslapp- andi að fara til útlanda en það er frá- bært að vera á Sikiley," segir Unnur María sem treystir sér til að mæla með slfkri ferið við alla áhugasama. Hún bætir því svo við að tónlist Lee Hazel- wood og fyrsti diskur Mugisonar séu likleg til að fullkomna rómantfkina. mmmsammmzSi Ferð til Lundúna í rökkri og rómantík „Ég er með eina pottþétta hugmynd sem ég hef sjálfur framkvæmt," segir söng- arinn rómantíski Geir Ólafsson án þess að hugsa sig um eitt augnablik. „Uppskrift af fullkominni rómanstískri ferð væri til London. Maður ætti að gista á Hótel Commodore en það er það allra flottasta sem völ er á í Englandi í dag. Því næst fer maður svo með elskunni sinni út að borða á fínum frönskum veitingastað og að máls- verði loknum væri ekki verra að fara á am- eríska leiksýningu, svona til að hafa stemninguna aiþjóðlega," segir Geir á sannfærandi hátt. Hann segir andrúmsloftið auðvitað eiga að vera afar fágað og rómantískt, best sé að loftið sé fremur rakt, mistur liggi yfir þorginni og tekið sé að rökkva. Farskjótinn eigi að vera gamaldags, svartur og velbón- aður leigubíll með alvöru Breta með við- mót einkaþjóns af hæsta gæðaflokki. Geir á ekki í erfiðleikum með að velja tónlistina sem myndi óma þýðlega í bakgrunninum. „Það er Sinatra, ekki spurning." Geir Ólafsson Avallt með rómantlskar hug- myndirá takteinum. fris Björk Dreymirum rólega og ein- falda sumar- bústaðarferö. Róleg sumarbústaðarferð út á land „Ég myndi nú bara segja að róleg sumarbú- staðarferð út á land væri mjög rómantísk," seg- ir íris Björk Ámadóttir iyrirsæta og fýrrverandi handhafi titilsins fegurðardrottning íslands. Hún leggur áherslu á að ferðin eigi að vera róleg og afslappandi en hún og maðurirm hennar hafa varla sofið heila nótt síðustu tvö ár enda með tvær litlar prinsessur á heimilinu. „Þær hafa aldrei verið ann- ars staðar en hjá okkur yfir nótt. Þannig að það væru talsverð viðbrigði að vera án þeirra. Þó gaman væri að taka þær með væri ferðin samt ekki rómantísk nema við myndum vera tvö ein,“ segir íris og hlær en glöggt má heyra að hún er að sinna börnum sfnum um leið og hún útlist- ar ferðina. „Á hverju kvöldi myndum við elda lúxus- kvöldverð, fara í heita pottinn og ef til vill horfa á spólu á eftir. Yfir daginn væri svo gaman að fara í golf, hestaferð eða göngu ef veður leyfir. Ég geri samt engar sérstakar kröfur til veðurs, það má alveg vera rigning eða snjór en það væri samt betra ef veðrið væri milt og fallegt," segh íris hugsandi enda ljúft að láta hugann reika til rómantískra ferða út á land. Hún segh sig og mann sinn eiga safn laga úr ýmsum átt- um sem hafi sérstaka þýðingu fyrir þau tvö. Því yrði notalegt að taka hluta tónlistarsafnsins með í ferðina. Sækir þu í vondu strákana? i. , 1. Myndarlegur karlmaður gortar sig af vafasamri fortið, sem hann segist auðvitað hafa snúið við bakinu. Þú: 1. Hlærð og vonar að enn eimi svolítið eftir afvonda stráknum. 2. Brosir með sjálfri þér og hugsar með þér að þú getir tamið hann. 3. Snýrö upp á þig og þykist vita að hann hafí slður en svo batnað með ár- unum. 2. Karlmaður afsakar hegðun sína með þvi að vitna til erfiðra æskuára sinna. Þú: 1. Tárast og hugsar með þér að þú mun- ir græða sárin á sál hans. 2. Finnur til með honum en segirað hann verðiað vinna úrþessum vanda- málum. 3. Veltir fyrir þér hvers vegna I ósköpun- um hann sé ekki búinn að vinna úr vandamáium bernskunnar á þessum aldri. 3. Klukkan er átta að laug- ardags- morgni og hann sagðist ekkiætlaað djamma lengi. Þegar hann loks- ins kemur: 1. Gleðstu við að sjá hann því hann er svo sætur svona þreyttur og sjúskaöur. 2. Spyrð hvað hann hafi eiginlega verið að gera. Svona til að vera viss. 3. Segir honum að hundskast út aftur. 4. Þú kynnist sætum og voða góðum strák sem virðist aldrei geta sagt nei. Þú: 1. Lætur hann fara I taugarnar á þér, finnst hann væminn. 2. Finnst hann fínn þó hann mætti bæta sjálfstraustið. 3. Finnst æðisiegt aðfínna mann sem þú getur látið vera sammála þér alla daga. 5. Hann heldur framhjá þér en fer að gráta þegar þú ætlar að losa þig við hann. Þú: 1. Fellur I stafí þegar þú sérð hvað hann elskar þig heitt, öllum getur orðiö á. 2. Fellst á að gefa honum annað tæki- færi með vissum skilmálum. 3. Tryllist og fyrirgefur honum aldrei. 5-7 stig: Þu filar þessa villtu karl- menn sem engu hlýða og gefst aldrei upp við að reyna að temja þá og getur undirbúið þig fyrir endalaus vonbrigði sem þú vildir þó aldrei vera án. 8-11 stig: Þú vilt ekki hafa karl- menn of rólega en reynir að gæta þess að þeir komi vel fram við þig. 12-15 stig. Þú þolir ekki óþægð og gerir engar undantekningar á þeim reglum sem þú setur. ■ Tvö lögfara alltaf áfóninn „Þaö eru tvö lög sem ég get ekki gert upp á milli," segir tónlistarmaðurinn Jón Sig- urðsson sem er orðinn landskunnur fyrir þýðan söng sinn. „Annað er How deep is your love en hitterThe air that I breath. Þessi lög fara undan- tekningarlaust á fóninn þeg- ar ég vil skapa róman- tfska stemn- ingu." Icelandic for foreigners Registration is at Mímir-símenntun, I ^ i I I L’i J J Grensásvegi 16a, tel 5801 or website mimir.is Innritun fer fram á Grensásveqi 16A, í síma 580 1800 eða á heimasíðunni www.mimir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.