Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 14
74 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV 66 karöt Demantaverslunarfélag- ið DTC og suðurafríska sendiráðið í Japan standa nú fyrir demantasýningu í Tókýó. Þar er þessi Loose- demantur til sýnis en hann þykir fullkominn að innri gerð og er 66,595 karöt. Kostar enda um milljarð króna. Demantasýningin er til styrktar góðgerðarstofn- un fyrir suðurafrísk börn. Árfrá Beslan Stærðfræðikennarinn Nina Isenova grét við gröf gamals nemanda síns í Beslan-kirkjugarðinum í Rússlandi í gær. í dag er eitt ár frá því hryðjuverka- menn frömdu fjöldamorð í grunnskóla í Beslan. Sorg ríkti úti um allan heim í kjölfarið og vekur atvikið enn spurningar um stefnu Rússlands í málefnum Tjetjéníu. Djöflar í hættu Hinir frægu Tasmaníu- djöflar, dýrategundin sem lifir aðeins á eyjunni Tasmaníu undan Ástralíu, eru í hættu. Sjúkdómur sem veldur æxli á höfði heijar á djöflana og falla þeir í hrönnum. Dýralækn- ar reyna því að bjarga sem flestum djöflum með því halda þeim í sundur. Alltaf reynir Ken Clarke íhaldsmaðurinn Ken Clarke hitti stuðningsmenn sína í Westminster í London í gær. Hann til- kynnti formlega framboð sitt til formanns breska íhaldsflokksins. Clarke, sem var fjármálaráðherra í ríkis- stjóm Margétar Thatcher, hefur tvisvar sinnum áður sóst eftir embættinu en ekki náð kjöri. Tæplega fjögur þúsund hermenn úr þjóðvarðliði Bandaríkj- anna komu til New Orleans í gær. Alger upplausn ríkir í borginni. Þjófar ræna úr verslunum og samviskusamir borgarar skjóta á þá úr byssum. Yfirvöld geta lítið annað gert en að bjarga fleirum og telja hina látnu. Á meðan björgunarsveitir em uppteknar við að bjarga fólki af húsþökum með bátum og þyrlum fljóta lík annarra framhjá. Állt að sex metra djúpt vatn er nú í New Orleans en um 80 prósent borgar- innar em á kafi. rokið upp og varð mikið uppnám vegna þess í kauphöllinni í New York í gær og fyrradag. Eins og kjarnorku- sprenging Katrina skall á Louisiana-fylki á mánudag með gríðarlegum krafti. Mississippi, Alabama og vesturhluti Flórída urðu einnig harkalega fyrir barðinu á felli- bylnum. Fellibylnum fylgdi um tíu metra hár stormveggur, sem hreinsaði allt meðfrem strönd- inni. Þar stendur varla stakt hús eftir. „Þetta er eins og eftir kjarn- orkusprengingu," sagði Haley Barbour, fylkisstjóri Mississippi. Varaolíubirgðir notaðar Verið er að reyna að byggja varnir borgarinnar að nýju þannig að vatnið hætti að flæða inn. Talið er að í kvöld, fimmtudagskvöld, verði ástandið mun skárra. Fellibylurinn stöðvaði alla olíuframleiðslu í kringum Mexí- kóflóa. Bandaríkjastjórn er nú þegar byrjuð að nota varaolíu- birgðir sínar. Oh'uverð hefur því Kallað á hjálp Fjölmargir eru ennþá strandaglópar á húsþök- um heimila sinna. Sumirþurfa á læknishjálp að halda en komast hvergi. Vatnið er vlða orðið olíu- mengað. New Orleans undir vatni Svona var ástandið austan við miðborg New Orteans í gær. Allt að 80 prósent af New Orleans lenti undir um sex metra djúpu vatni úr Ponchartrain-stöðuvatninu. Lík á veginum Vegfarandi skoðar lik i bænum Biloxi I Mississippi. Ekki er vitað hversu margir létu lífið en þeirskipta hundruðum. VELASALAN SPORTVEIÐIBÁTAR £|í með Volkswagen Marine pj dísilvél og hefðbundnum skrúfubúnaði Ánanaustum 1, Reykjavík. Sími 580-5300. www.velasalan.is velasalan@velasalan.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.