Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 Menning DV Opinn fundur um listdansinn Bandalag íslenskra listamanna boð- ar til fundar á mánudagskvöldið i næstu viku um framtíð Listdans- kennslu og Listdansskóla Islands. Fundurinn verður i húsakynnum Listaháskólans í Laugarnesi og er öll- um opinn. Hefst hann kl. 20.30. Að fundinum standa Félag íslenskra listdansara ásamt Bandalagi ís- lenskra listamanna og eru allir hvattir til að sækja fundinn sem láta sig listdansinn varða og stöðu list- náms i íslensku menntakerfi. ^ Að loknum inngangserindum á w fundinum veröa umræður. Frum- mælendur munu taka til máls en þeir verða Þorvaldur Þorsteinsson, forseti BlL, Irma Gunnarsdóttir, formaður FlLD, Karen Maria Jónsdóttir, um- sjónarkennari Listdansbrautar LHl og fulltrúi námsskrárnefndar menntamálaráðuneytisins, Örn Guð- mundsson, skólastjóri Listdansskóla Islands og Katrín Hall, listdansstjóri Islenska dansflokksins. Siðan verður opin mælendaskrá og er fólk hvatt til að taka þátt i umræðunni. Fundarstjóri er Ólöf Ingólfsdóttir. Þeir sem vilja komast á mælendaskrá eru %, beðnir að hafa samband við hana á netfangið olof.i@bakkar.is eða við upphaf fundarins. Síðustu forvöð Piparinn Joe Cocker stígur á svið Laug- ardalshallar I kvöld og eru slöustu for- vöð aðná sér I stæði I kvöld. Cocker á að baki farsælan feril. Hann kom frá I Sheffield um miðj- an sjöunda ára- tuginn og naut þess f upphafi að hannvar íför meö frábærum útsetjur- um, Chris Stainton og Leon Russel. sem drifu fyrstu böndin hans áfram.AthygHsvert er að á lagalista kvöldsins er einn fjórði lag- anna frá þeim tlma sem hann hljóðrit- aði með þeim félögum. Toppurinn á ferli Cockers er llklega hljómleikaupptökur hans með stór- bandi Russels frá frægri ferð um Banda- ríkin 1970 sem var skráð á fllmu: Mad dogs and Englishmen. Fyrirmynd Cockers var frá fyrstu tlö Ray Charles. Þeir Clapton áttu þann draum stærstan að nálgast breidd hins blinda raddmeistara og eltu raddbeitingu hans sem þeir gátu. Cocker hefur sent frá sér fjölda hljómdiska sem eru afar misjafnir að gæðum. I bland eru knippi afhljóðritunum sem hann hefur unnið með verulega flnum spilurum sem hafa gætt lagaval hans þeirri spennu sem lyftir dægurflugum sem hann oftast syngur upp fyrir meðallagiö. Ein þeirra er Stingray meö Eric Cale þar sem sam- an koma kraftarsem skila frábæru verki. Aðdáendur karlsins munu fylla höllina í kvöld og efhann svarar væntingum má telja fullvlst að hann skili góðu kvöldi. Danshátíðin í Reykjavík hefst í kvöld og verða sýningar næstu fjóra daga í Regn- boganum og Borgarleikhúsinu. Þetta er í fjórða sinn sem hún er haldin og þar gef- ur að lita ný dansverk úr sjálfstæða geiranum. Erlendir gestir og þátttakendur setja alþjóðlegan svip á hátíðahaldið. Játningar minnisleysingjans eftir Jóhann Frey er eitt þeirra verka sem flutt verður I kvöld á reykvlsku danshátlðinni. Verkið var frumflutt I vor og er með at- hyglisverðari verkum sem hérhafa komið fram f fjölskrúðugu úrvali úr grasrótinni. Hátíðin var sett á laugardag en þá flutti Sveinbjörg Þórhallsdóttir ásamt samverkakonum sínum dansinn no, he was white. í spjalli við áhorfendur lýstu þær vinnuferli við verkið en auk Sveinbjargar dönsuðu þær Anne Tismer, Margrét Sara Guðjónsdóttir og Rahel Savoldelli í verkinu. í kvöld verða þijú verk á dag- skránni. Játningar mirmisleysingjans eftir Jóhann Frey, sem frumflutt var í KlinK og BanK í vor. Fjórir dansarar íslenska dansflokksins fluttu verkið þá og verða nú í nýju rými, þrengra og grynnra. Það er sjaldgæft að áhorf- endum gefist kostur á að sjá verk með svo stuttu miliibili og verður gaman að endumýja kynni af verkinu sem þau Aðalheiður Halldórsdótttir, Guð- rún Óskarsdóttir, Hjördís Lilja og Steve Lorenz flytja. Þá verða f kvöld flutt tvö sólóverk: Postcards from home eftir Cameron Corbett sem er íslenskum dansáhugamönnum vel kunnugur og Fred Gehrig dansar eig- ið verk: Im Panzer. Á föstudagskvöld mun Alyx Eynaudi dansa verk sitt Crystall og Paulo Castro Wake Me Up Hate. Hátíðin brýtur upp á tveimur nýj- ungum í ár; efnt verður tii sýninga í Regnboganum á dansverkum á mynd: Jared Gradinger sýnir fjögur tóniistarmyndbönd, en Peter Ander- son mun sýna sex dansverk á bandi. Þá verður sérstök sýning fýrir böm á öllum afdri í Borgarleikhúsi á sunnu- dag kl. 14 en þá verður flutt nýtt verk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur: Heima er best. Hátíðinni lýkur á sunnudagskvöld með frumsýningu á verkum Freds Gehrif og Nadiu Banine: Who is the Horse. Þá er Steinunn Ketilsdóttir með nýtt verk þá um kvöldið sem hún kallar Astarsögu. Reykvíska danshátíðin er, utan starfsemi dansflokksins og Dansleik- húshátíðarinnar á vorin, einn helsti vettvangur dansiista í landinu. Á hverjum tíma stunda á þriðja þúsund dansþjáifun og nýtur hátíðin aðstoð- ar ríkis og borgar. Verk á henni bregða ljósi á skýrar línur í sviðslitum okkar sem verða hverjum yndi sem vill fylgj - ast með. Menntasvið Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi I, 101 Reykjavík, sími: 41 I 7000, menntasvid@reykjavik.is Hefur þú áhuga á að starfa með börnum og móta þannig framtíðina? Má bjóða þér lifandi starf þar sem 91% starfsmanna eru ánægðir í starfi og telja vinnuandann góðan? Sérstaklega er óskað eftir fólki sem hefur uppeldis-, myndlistar-, leiklistar- eða tónlistarmenntun eða reynslu af starfi með börnum. Kannaðu möguleikana á starfi með börnum í leikskólum þar sem þú hefur tækifæri til að móta framtíðina. Upplýsingar um störfin er að finna á www.leikskolar.is, hjá starfsmannaþjónustu Menntasviðs Reykjavíkurborgar í síma 411 7000 og hjá leikskólastjórum í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.