Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 17
W Sport FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 17 mÓ"Ökur Michael 0wen fékk höfðinglegar mottokur hja stuðnmgsmönnum Newcastle ígeer. n ________________ Nordic photos/Getty Lee samdi við Tottenham Lee Young-Pyo hefur samið við Tottenham en hann var áður á mála hjá PSV Eindhoven. Lee er suður-kóreskur landsliðsmaður sem leikur í stöðu vinstri bakvarð- ar en hann er mikil sljama í sínu heimalandi eftir að Suður-Kórea komst í undanúrslit heimsmeist- arakeppninnar árið 2002. Lee mun koma til með að leysa Erik Edman af hólmi sem var ( gær seldur til Rennes fyrir 2,4 miiljónir punda, en talið er að Lee hafi kostað Tottenham 1,35 milljónir punda. Martin Jol, stjóri Tottenham, var mjög ánægður með komu Lee til félagsins. „Hann er besti vinstri bakvörður í hollensku deildinni og mörg ítölsk félög höfðu áhuga á honum.“ Vander Meyde til Everton Hollenski vængmaðurinn Andy van der Meyde hefur gengið frá samningi um að ganga til liðs við Everton frá Inter Milan en hann gekkst undir læknis- skoðun í gær. Ham^á^^^ aö stríða cn fxfc lcikið með liðinu ■ síðar í mánuðinmn. jp hollenskur lands-f liðsmaður en hann Æi hóf ferill sinn hjá JR Ajax /Ymster- JSK? / dam. Hann var ánægður með . _ ] félagaskiptin. ** „Ég hef trú á liðinu og knatt- spyrnustjóranum og tel að árið verði gott hjá okkur," sagði van der Meyde. Lokað var fyrir félagaskipti á þessu ári á miðnætti í nótt og var því mikill handa- gangur í öskjunni í gær. Stærsta fréttin er þó enn koma Michaels Owen til Newcastle, en þá kom einnig í ljós að Jermaine Jenas var seldur frá Newcastle til Tottenham fyrir sjö milljónir punda. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt, “ sagði Michael Owen eftir að hafa verið hylltur af 20 þúsund áhangendum Newcastle á St. James’ Park, heimavelli liðsins. Owen skrifaði undir fjögurra ára samning við Newcastle í gær og greindi frá því að Alan Shearer “ i átt stærstan hluta í ákvörðun hans um að ganga til liðs við „Hann hefur verið góður vinur í langan tíma,“ sagði Owen um Shearer. „Þetta er síðasta tímabil hans sem leikmaður og verður það mikill heiður að fá að spila með hon- um.“ Shearer mun meira að segja hafa boðið Owen skyrtunúmerið sitt, númer níu, en Owen hafi hafn- að því, enda mun hann bera númer- ið tíu, rétt eins og hann gerði hjá Liverpool. Forráðamenn Newcastle, þjálfari og fyrirliðinn Shearer hittu Owen á risastóru sveitasetri og mun þessi glæsilega móttaka ásamt sannfær- ingarkrafti Shearers hafa orðið til þess að Owen gat tekið þessa ákvörðun. „Ég vildi spila hjá félagi sem hafði mikinn áhuga á að fá mig. Og eftir þennan frábæra fund var ég búinn að gera upp hug minn." Jenas til Tottenham Hinn 22ja ára miðvallarleikmað- ur var í gær seldur til Tottenham frá Newcastle fyrir átta milljónir punda, en leikmaðurinn lýsti yfir óánægju sinni hjá Newcastle í haust og vildi fara frá félaginu. Graeme Souness, stjóri liðsins, var ekki sáttur við að Jenas skyldi fara en virti ákvörðun hans. „Við vildum ekki sleppa hon- um en hann er stór strákur og þetta var hans ákvörðun," sagði Souness. Jenas var um tíma orðaður við Arsenal en Arsene Wenger, stjóri liðsins, hafði ekki áhuga á kappan- um. Það voru fleiri félagaskipti á dag- skrá Tottenham í gær, en félagið seldi norska bakvörðinn Erik Edman til franska félagsins Rennes. Þá var Robbie Keane einnig sterklega orð- aður við Everton en staðfesting á því hafði ekki birst áður en blaðið fór í prentun. Sabrosa á leið til Anfield Portúgalski vængmaðurinn Simao Sabrosa fékk í gær leyfi til að fljúga til Englands svo hann gæti gengist undir læknisskoðun hjá Liverpool. Það leit því út fyrir að þessi 25 ára ára gamli leilönaður Benfica yrði senn kominn í rauðu skyrtuna á Anfield. Talið er að hann kosti tíu milljónir punda en félagið seldi á dögunum Milan Baros til Aston Villa fyrir 6,5 milljónir punda. eirikurst@dv.is Wigan fær Connolly Nýiiðar Wigan keyptu í gær írska landsliðsmanninn David Connolly fyrir tvær milljónir punda ffá Leicester City, sem leik- ur í ensku 1. deildinni. Verðmið- inn hækkar reyndar um eina millj- ón punda ef félaginu tekst að halda sér uppi í úrvalsdeildinnL Connelly er 28 ára sóknarmaður sem hefur nú þegar skorað fimm mörk fyrir Leicester á tímabilinu. Þá klófesti Portsmouth portú- galska unglingalandsliðsmanninn Frank Songo’o frá Barcelona fyrir rúm 200 þúsund pund. Verðið hækkar þó ef Songo’o spilar nógu mikið og þá mim Barcelona fá 20% af söluvirði hans verði hann seldur á samningstímanum. Poom lánað- ur til Arsenal Eistneski markvörðurinn Mart Poom hefur verið lánaður ffá Sunderland til Arsenal. Láns- samningur hans nær til loka ársins en sá möguleiki er fyrir hendi að hann verði hjá Arsenal út tímabil- ið. Þessi 33 ára landsliðsmaður Eistlands hefur ekki spilað síðan í október á síðasta ári er haim varð fyrir meiðslum á hné og hann hef- ur þurft að dúsa á bekknum hjá ' . Sunderland í haust en i -.‘.'jS Kelvis Dav- —^|jj| is hef* IHhk. JrSSI ur verið á j milli stanganna hjá ÍSunderland. Poom f var áður á mála hjá Ðerby County. Grétar Rafn Steinsson klæðist rauðu: Þriggja ára samningur hjá Grétari Klæðist rauðu f ár Grétar Rafn Steinsson í búningiAZ Alkmaar i gær. DV-mynd Erik van Leeuwen iÉ í gær var gengið frá þriggja ára samningi Grétars Rafns Steinsson- ar við hollenska toppliðið AZ Alk- maar. Samningurinn býður einnig upp á möguleika um tveggja ára framlengingu samningsins, en kaupverðið var ekki gefið upp. Hann lék áður með Young Boys svissnesku úrvalsdefidinni en fréttir af brottför Grétars frá félag- inu komu mörgum stuðningsmönn- um félagsins í opna skjöldu, en hann þykir mjög vinsæll meðal þeirra. Forseti félagsins furðaði sig einnig á ákvörðun Grétars en hann sagði að þeir hefðu aUt vUjað gera fyrir Grétar sem vildi þó ekki láta segjast. Sjálfur er Grétar hæstánægður með nýja félagið sitt en hann segir að þetta sé stórt skref fyrir hann og einstakt tækifæri. GRUNNNÁM í M YNDBA NDAVINNSL il - stafræn hlippning og cftirvinnsla Ert þú eínn afþeínt sem áttstaffæna upptökuvéí og langar tit a ð tæra að vinna e fntð og gera það sem sölumaðurínn sagðí að hægt værí að geraf Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist skilning á undirstöðuatriðum myndbandsgerðar allt frá því að breyta hugmynd í handrit og fínpússa myndbönd með ýmsum effektum. Nemendur verða að hafa góða almenna tölvukunnáttu og æskilegt er að nemendur eigi eða hafi aðgang að stafrænni tökuvél. Kennt er á Premiere klippiforritið frá Adobe sem er eitt visælasta forritið á markaðnum í dag. ■ Kvöldnámskeið Mán. & mið. 18-22 og laugard. frá 13 - 17 Byrjar 3. og lýkur 14. sept. _ ------------------------------------ntv.is = UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.