Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Þráðlaust í Kringlunni Kringlan býður gestum sínum ekki aðeins að vafra milli verslana og veitinga- staða því í gær var opnuð þráðlaus nettenging í versl- unarmiðstöðinni. Þar með getur almenningur með fartölvur vafrað um á net- inu, sýslað með tölvupóst og miðlað gögnum sín á milli án endurgjalds. Fjöl- margar verslanir og kaffi- hús víða um land bjóða upp á slíka þjónustu en Kringlan er nú orðin stærsta þráðlausa netsvæði landsins ætiað almenningi. Friður í sókn Eins og fram hefur kom- ið í fréttum síðustu misseri er Garðasókn í Garðabæ tviklofin í af- stöðu til séra Hans Mark- úsar Haf- steinssonar fyrrverandi sóknarprests og hafa raddir verið uppi um að Hans Markús hafi lent á milli tveggja pólistískra afla í bæjarfélag- inu. Á fjöimennum aðal- safnaðarfundi á þriðjudag- inn lutu stuðningsmenn Hans Markúsar í lægra haldi í kosningum til sókn- amefndar og telja margir að langvinnri deilu sé nú lokið. Astralíu Björgólfur Thor Björgólfs- son, sem er einn af fimm hundmð rikustu mönnum heims að mati bandaríska tímaritsins Forbes, er ekki staddur í Sydney í ÁstraKu þessa dagana þar sem Steve Forbes, ritstjóri Forbes, heldur ráðstefnu fyrir 350 valdamestu mennina í við- skiptalífinu. Ásgeir Friðgeirs- son, almannatengill Björg- ólfs Thors, sagði í samtali við DV í gær að Björgólfur Thor væri ekki á ráðstefnunni í Sydney. Ásgeir sagði að hann fengi aragrúa af boð- um á hinar og þessar ráð- stefnur en hann vissi ekki hvort skjólstæðingi sínum hefði verið boðið á þessa. Knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson slær í gegn í skemmtanalífi borgarinn- ar. Eftir að ljóst varð að knattspyrnuferill hans væri á enda hefur Arnar sést æ oftar úti á lífinu. Þar skín stjarna hans skært, eins og um síðustu helgi þegar hann skemmti sér með Fazmoklíkunni alræmdu. larinn á „Jú, maður er hættur í boltanum. Það er samt nóg að gera. Lífíð og heilsan." „Ég var bara úti að skemmta mér. Er það nokkuð bannað?" spyr knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson sem hefur undanfarið vakið mikla athygli í skemmtanalífi borgarinnar. Fyrir viku til- kynnti Arnar að hann væri hættur í fótboltanum. Hann viU ekki svara hvort hið ljúfa líf hafi átt sinn þátt í því. „Nei, ég vil ekkert kommentera á það. Nema að það sé algjört bull," segir Amar sem fékk fá tækifæri með liði KR í sumar. Meiðsli og erfiðleik- ar áttu sinn þátt í því að Arnar fékk að verma bekkinn. Þessi fyrrverandi markaskorari sýndi því ekki sitt rétta andlit. Vonbrigðin voru mikil. „Jú, maður er hættur í boltan- um," segir Amar. „Það er samt nóg að gera. Lífið og heilsan." Athafnamaður Það em orð að sönnu. Amar, ásamt Bjarka bróður hans og Guðna Bergssyni, er umfangsmikill á sviði fasteignaviðskipta. Nýverið festu þeir kaup á gamla DV-húsinu í Þver- holti og er ætlunin að breyta því í stórt hótel. Einnig hefur Arnar verið atkvæðamikill í Hafnarfirði þar sem hann hefur fest kaup á fasteignum í hjarta bæjarins. Þeir sem þekkja vel til Arnars segja hann vart hafa tíma til að telja peningana sem streymi inn. Svo vel gangi. Flottur í tauinu En þó nóg sé af peningum em þeir ekki allt. Eftir því sem leið á sumarið og tækifæmm Arnars til að setja mark sitt á leik KR fækkaði sást hann æ meir á skemmtistöðum borgarinnar. Þar er Arnar sönn stjarna eins og myndin af honum, sem tekin var síðastliðinn laugar- dag, sýnir glögglega. Jakkann segist Arnar kannast við; eins konar loð- feld sem myndi sæma sér vel á Hollywood-stjörnu. Og sæmir sjálf- um Arnari Gunnlaugssyni afar vel. Þrálát meiðsl Eins og áður hefur komið fram vildi Amar lítið tjá sig um skemmt- analífið fýrir utan að spyrja hvort ekki væri í lagi að „skemmta sér". Lfldegra er þó að ástæðan fyrir brott- hvarfi Amars sé hin þrálátu meiðsl sem hafa fylgt honum síðustu ár. „Þetta er núna í þriðja sinn á tæpu ári sem ég fer í aðgerð vegna ökkl- ans," sagði Bjarki í viðtali við DV í síðustu viku. „Ég var nú að taka þetta saman um daginn og ætli ég Þegar allt lék f lyndi Arnar hefur á glæst- an feril I knattspyrnunhi. hafi ekki lagst sjö eða átta sinnum undir hnífinn á mínum knatt- spymuferli." simon@dv.is Arnar Gunnlaugsson á Kaffi Oliver Myndin er tekin af vefFazmo- klíkunnar alræmdu. Setjum dómarana í fangelsi Dómskerfið á íslandi er nánast einn stór brandari. Svarthöfði veit fátt skemmtilegra en að lesa um nýj- ustu dómana frá héraðsdómurum landsins sem virðast keppast um að toppa hvern annan í vitleysunni. Einn sá versti er Guðjón Marteins- son sem dæmdi andlega vanheilan mann í 45 daga fangelsi fyrir að stela 7.000 krónum. Kannski sá dómur lýsi betur þeim sem kvað hann upp en þeim sem framdi brotið. Þetta er þó ekki einsdæmi. Svart- höfði man vel eftir dómaranum í Hafnarfirði, Guðmundi L. Jóhannes- sem lenti í því að dæma mál u Svarthöfdi Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara flnt/'segir Hannes Óli Ágústsson leiklistarnemi.„Ég var að byrja íspennandi námi og ég hlakka til vetrarins enda eru skemmtilegir krakkar með mér f skólanum sem ég hefverið að kynnastundanfarið. Það er enginn bú- inn að stinga upp á að við förum allsber ísturtu ennþá en ég mun ekki skorast undan þegar aö því kemur. “ manns sem viðurkenndi að hafa barið konuna sína. Guðmundur kvað upp mjög sanngjarnan dóm. Sagði konuna sjálfa hafa átt sök á of- beldinu þar sem maðurinn hefði haldið að konan væri að halda fram- hjá. Því hefði konan sjálf átt að hluta tÚ sök á ofbeldinu. Svona vitleysisrökfærslur eru al- gengar í dómskerfinu. Magnús Ein- arsson, sem varð konu sinni að bana í Kópavoginum, var líka þjakaður af afbrýðisemi. Því var refsingin minnkuð. Grétar líkmaður í Nes- kaupstaðarmálinu komst að því að best er aö ljúga. Hann fékk sama dóm og félagar hans tveir sem neit- uðu þó alltaf sök og reyndu að villa um íýrir lögreglu. Mesta vitleysan að mati Svart- höfða er þó harkan í að negla smá- krimmana. Því stærri glæpi sem þú fremur því vægar er tekið á þér. Hvað sýnir það betur en maðurinn sem stal 7.000 kalli og þarf að eyða næstu vikum á Litía-Hrauni meðan siðleysingjar eins og Árni Johnsen skemmta sér við höggmyndagerð á Kvíabryggju. Svarthöföi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.