Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Ást og samlíf 0V Það er gaman að eyða notalegum stundum í ást og rómantík með makanum. Gallinn er þó sá að stund- um fær maður engar góðar hugdettur sem maður getur framkvæmt með mak- anum. DV fór á stúfana og fékk fjölda góðra hugmynda að rómantískum ferð- um hjá ástföngnum álitsgjöfum. Kæra Raggal Ég er í vandræðum með karlinn minn. Hann vill stöðugt vera að og ég hef ekki alveg orku í svona lag- að. Forsaga málsins er að hann hefur verið frekar þunglyndur und- anfarin ár og satt að segja ekki mik- ið fyrir læti í rúminu. Við gerðum það kannski tvisvar í mánuði og ég var svosem alveg sátt. Svo loksins dreif hann sig til læknis og kom út úr skápnum með þunglyndið og byrjaði að taka lyf. Og viti menn, á þriðja mánuði var hann búinn að hressast allsvakalega og orðinn ffam úr hófi graður. Núna hefur hann meira að segja vakið mig um nætur með munnmökum sem hafa svo leitt til samfara. Kannski ætti ég bara að gleðjast, og auðvitað geri ég það að vissu marki, en samt er ég dálítið þreytt á þessu. Ég er í fullri vinnu og sé að mestu leyti um börnin, bæði eru grunnskóla- aldri, og heimilið (ei reyndar betri í því), hann tekur dugnaðarsyrpur í garðinum og þrífur bílinn en dags dag- lega er það ég sem læt hlutina rúlla. Ég hef ekki orku í allt kynlífið l£ka. Svo hélt ég að þessi nýju þunglynd- islyf hefðu frek- ar áhrif í hina átt- ina. Hvað á ég að gera, kæra Ragga? Kveöja, Orkulausa konan og þú horfir á LOST á meðan. Svo kelið þið fyrir svefninn og hver veit nema hann vekji þig aftur með munngælum. Dásamlegt! Með því að hann taki meiri þátt í heimilisstörfúnum nálg- ist þið líka frekar einhvers kon- ar orkujafnvægi, þú hvílist og færð meiri orku til að njóta kyn- lífsins, hann þrælar og losar sig við eitthvað af allri sinni umframorku sem hann hefur verið að fá útrás fyr- ir í kynlífinu upp á síðkastið. Mín kæra, þú átt dásamlega tíma framundan. Gættu þín bara á gryfj- unni sem margar kynsystur okkar falla í þegar reynt er að koma jafn- vægi á heimilisstörfin - að þurfa að stjórna öllu. Leyfðu honum að gera hlutina á sinn hátt og gerðu hlutina á þinn hátt þegar þú átt leik. Ég er viss um að þetta á eftir að ganga glimrandi vel. Góöar stundir, Kærakona! Nú er kjörið tækifæri til að end- ursemja um verkaskiptingu á heim- ilinu. Þú hefur í höndunum biss- nesskeis sem getur ekki klikkað. Ef launin fyrir uppvask, eldamennsku og annað heimilisstúss er meira og betra kynlíf held ég að hann muni spila með án nokkurra vandkvæða. Spáðu í hvað þú færð út úr þessu - afslöppun með tærnar upp í loft og góða bók í höndunum á meðan hann skellir kartöflum í pott og kjöt- bollum á pönnuna og virkjar krakk- ana í að leggja á borð. Svo háttar hann og burstar og les fyrir börnin P.s. það er rétt hjá þér að nýrri tegundir þunglyndislyfja valda gjarnan kyndeyfð og fullnægingar- truflunum bæði hjá konum ogkörl- um. Þetta er reyndar mjög einstak- lingsbundið og karlinn þinn er greinilega einn afþeim heppnu! beislað á veiðum „Það er fátt rómantískara fyrir pör en að fara saman í laxveiði," segir sjónvarpskonan góðkunna Inga Lind og skellir upp úr eins og henni einni er lagið. „Þetta er satt, hvað er rómantískara en maður og kona samankomin við á að reyna að beisla saman lífið úr ólgandi straumnum?" segir Inga og gerist skáldleg í tali. Hún segist afar leið á öllum klisjum um að fara út að borða en útiveran og veiðin séu rómantíkin eins og hún gerist best. Hún kýs þó að skjóta þvi að blaðamanni að þetta gildi aðeins um ferðir með eiginmanninum, hún hafi engar sérstakar áhyggjur af því að rómantíkin heltaki hann í veiðiferðum með félögunum. Inga segir fátt jafnast á við að vera úti í náttúrunni, velgirtur í vöðlum og fá roða í kinnarnar. Veiðarnar séu í raun einu stund- irnar þar sem fólk sé úti allan dag- inn og því hafi fólk mjög gott af. „Þetta er eitthvað sem ég get mælt með við alla. Það er ekki' nauðsynlegt að fara í dýrustu árnar. Það er bara svo mikil róm- antík í öOu sem þessu tengist, bara það að maula saman kexpakka í bflnum og koma þreytt heim er æðislegt," seg- ir Inga að vanda kát í bragði. Inga Lind Segistþreytt á klisjum um rómantík, hina einu sönnu sé að fínna i veiðiferðum. I SiJSI stórum sumarbústað með allri fjölskyldunni „Ferð í sumarbústað finnst mér mjög rómantísk ég er einmitt staddur í einni slíkri þessa stundina," segir Þröstur Leó Gunnarsson leikari en í bakgrunni má glöggt heyra glaðlegar raddir annarra ferða- félaga hans. „Það er svo gaman að fara út í sveit, elda góðan mat og bara allt þetta sem fylgir góðum ferðum," segir Þröstur sem segist njóta þess að reyna fyrir sér í eldhúsinu í bústaðnum. Hann taki þá gjaman með sér uppskriftabækur og reyni að útbúa eitthvað nýtt og spennandi sem sjaldan er eldað hversdags. „Við reynum allskyns mat, auðvitað kemur sttmdum fyrir að þetta tekst ekki alveg eins vel og maður vildi en það gerir ekkert til," segir Þröstur Leó hlæj- andi, sannfærður um að það sé við- leitnin sem gildi í þessum málum. Þresti þykir haustið afar rómantísk- ur tími og fátt notalegra en að fara út í heitan pott í smá regnúða eins og drýpur nú þýðlega á flesta lands- menn. Einnig bætir hann við að hon- um þyki ekki skilyrði fyrir rómantískri ferð að vera einn með maka heldur segist hann helst vilja taka öll börnin með. Þröstur Leó Gunnars- son Segist njóta þess að gera tilraunir I eldhúsinu í I sumarbústaðnum. Ástarsjóður ungs fólks í íran í íran hefur nú verið stofnaður svokallaður ástarsjóður en hann á að auðvelda ungu og fáfæku fólk að gifta sig sómasamlega. Fréttir herma að írönsk ungmenni telji sig nú síður reiðubúin að ganga í hjónaband en áður sökum bágs fjárhags. Unga fólkið kennir slæmum efnahag landsins um fátæktina og segjast æ fleiri vera til neyddir til að búa hjá foreldrum sínum vegna þess þau hafi ekki efni á að standa á eigin fótum. Slagorð sjóðsins mun vera „Setj- ið olíuauðinn á borð unga fólksins" og hefur hugmyndin mælst afar vel fyrir. Of dýrt að ganga í hjónaband Sjóð- urhefurveriðstofn- aðurtilaðauð- velda fólki að standa undirkostn- aði af brúðkaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.