Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR I. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV ísland og Færeyjareitt efnahagssvæði íslendingar og Færey- ingar undirrituðu í gær samning sem felur í sér frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjón- ustu milli land- anna. Þar með verða ísland og Færeyjar sam- eiginlegt efna- hagssvæði. Það var Davíð Oddsson utanríkisráðherra sem undirritaði samning- inn fyrir íslands hönd og Jóhannes Eidesgaard lög- maður fyrir hönd Færeyja. Samningurinn felur meðal annars í sér að ríkisborgar- ar og fyrirtæki hvors lands um sig njóti sömu réttinda í báðum löndum. Hafnarfjörður greiðir skuldir í ljósi góðrar afkomu Hafnarfjarðarbæjar hyggst bæjarstjóm greiða niður skuldir bæjarins um 900 milljónir króna. Þetta var sam- þykkt á fundi bæjar- stjómar á miðvikudag með sex atkvæðum Samfylkingarinnar en fimm fulltrúar Sjálf- ^)_r«-|_ stæðisflokks sátu hjá. Magnús Gunnarsson oddviti sjálfstæðismanna lét bóka á fundinum að þessi góði ár- angur væri einstöku árferði að þakka og því að útgjöld á hafnfirskar fjölskyldur hefðu stórhækkað í stjómam'ð Samfylkingarinnar. C=? Nesið gefur kennurum tölvur Seltjamamesbær hefur gefið öllum kennumm gmnnskóla Seltjamarness, Mýrarhúsaskóla og Val- húsaskóla fartölvu og vom þær afhentar við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarn- amess 21. ágúst síðastíið- inn. í fréttatilkynningu frá bæjarstjórninni segir að fartölvukaupin gjörbreyti og bæti aðstöðu skóla- starfsmanna Seltjarnarnes- bæjar en það sé mat bæjar- yfirvalda að grunnskóla- kennarar hafi verulegt gagn af þeim sveigjanleika sem fartölvunotkun skapar. Lárus A/lár Hermannsson, sem sló fyrrverandi sambýliskonu sína og barnsmóður ítrekað i höfuðið með felgulykli á sunnudaginn, var í gær dæmdur í þriggja vikna gæsluvarðhald. Lárus Már hefur verið inn og út af geðdeild á undanförnum árum og segja foreldrar hans að kerfið hafi brugðist syni þeirra. Þjáöist af sjúklegri práhyggju sem braust út í hrottalegu ofbeldi Lárus Már Hermannsson, þrjátíu og sex ára Borgnesingur, var í gær dæmdur í þriggja vikna gæsluvarðhald fyrir að berja fyrrver- andi sambýliskonu sína og barnsmóður ítrekað í höfuðið með felgulykli á Akranesi á sunnudaginn. Lárusi Má hefur verið gert að sæta geðrannsókn og segja foreldrar hans, Hermann Jó- hannsson og Indríður Hanna Lárusdóttir, að tími sé til kominn að hann fái þá hjálp sem hann þarfnast. „Þetta er sorgarsaga frá upphafi til enda,“ sagði bamsmóðir Lámsar Más í viðtali við DV í gær en það var hún sem varð fyrir hinni hrottalegu árás hans á sunnudaginn. „Ég tel að kerfið hafi bmgðist illilega í þessu tilfelli því hann hefði fyrir löngu átt að vera búinn að fá hjálp," sagði hun ennfremur. Sá geðveikina í augunum Láms Már réðst inn á heimili hennar á Akranesi á sunnudaginn og sagðist bamsmóðir hans ekki hafa hugmynd um af hverju hann réðst til atlögu við hana þennan dag. Hún sagði Láms Má hafa verið hald- inn þráhyggju í sinn garð og hafa sent henni hótanir í nokkurn tíma áður en hann lét til skarar skríða. Aðspurð um árásina sagðist hún hafa óttast um líf sitt þegar höggin dundu á henni. „Ég sá geðveikina í augum hans og að hann var alveg út úr heiminum," sagði konan sem náði þó að losa sig við Láms Má áður hann gengi endanlega frá henni með felgulykli. „Ég náði að bíta hann af „Lárus er veikur og hjáfparþurfí. Það er bara sorgiegt að það þurfí atburð sem slík- an til að fólk vakni." mér og þá var eins og hann tæki sönsum, fattaði hvað hann var að gera," sagði konan en tvö börn þeirra sváfu vært á efri hæð hússins á með- an ósköpin dundu yfir. Byrjuðu ung saman Barnsmóðir Lámsar Más var að- eins fjórtán ára gömul þegar þau byrjuðu saman. Hún eignaðist fyrsta barn þeirra nýorðin sautján ára og sagði við DV í gær að þetta hefði ver- ið erfitt líf en hún hefði gert sitt til að láta allt ganga. Það hefði hins vegar ekki verið nóg þótt sum tímabil hefðu verið betri en önnur. „Láms er veikur og hjálparþurfi. Það er bara sorglegt að það þurfi atburð sem slíkan til að fólk vakni upp. Hann er góð- ur drengur og frábær faðir þegar hann er í lagi," sagði bamsmóðirin. Þráhyggja og afbrýðisemi Að sögn foreldra Lámsar Más þjáðist hann af sjúklegri þráhyggju og afbrýðisemi í garð fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóð- ur. „Við emm búin að beijast við þetta lengi. Hann hefur verið inn og út af geðdeild á undanförnum ámm. Hann hefur verið dópaður upp og lokaður inni en það er engin hjálp í því til lengdar. Hann hefði þurft á al- mennilegri meðferð að halda," sagði Indríður Hanna Lámsdóttir, móðir Lárusar Más, í samtali við DV í gær. Hún sagðist biðja fyrir drengnum sínum á hverju kvöldi og að hugurinn væri hjá honum. Hermann Jóhannsson, faðir Lámsar, sagði það sorglegt að kerfið hefði ekki hlustað á köll þeirra á hjálp. Afbragðsgóður kokkur Að sögn þeirra sem til þekkja þykir Láms Már sómapiltur þegar hann er upp á sitt besta. Hann hefur starfað sem kokkur und- anfarin 14 ár og þykir afar snjall sem slíkur. „Hann er frábær kokk- „Ég sá geðveikina í augum hans og að hann var alveg út úr heiminum“ hefur þetta í genunum," sagði móð- ir hans sem segir málið vera í guðs höndum. Vistaður á Litla-Hrauni Láms Már er vistaður á Litía- Hrauni og hefur það verið gagnrýnt harkalega þar sem enginn starfs- manna þar hefur menntun til að sinna manni eins og honum sem á frekar heima á geðsjúkrahúsi, miðað við það ástand sem hann erí. osk- ar@dv.is Vettvangur voðaverks- ins Það var Iþessu húsi á Akranesi sem Lárus Már lamdi fyrrverandi sambýlis- konu sína itrekað íhöfuðið. Dæmdur í 45 daga í fangelsi fyrir 7.000 króna þjófnað „Hefði átt að fá þyngri dóm" „Hann hefði jafnvel átt að fá þyngri dóm," segir Kolbrún Ólafs- dóttir sem sótti mál ákæruvaldsins á hendur manni sem fékk 45 daga fangelsi fyrir 7.000 króna hnupl. Maðurinn sem um ræðir á við geð- ræn vandamál að stríða og hafði dómarinn í málinu, Guðjón St. Marteinsson, það á orði eftir að hann lét dóm sinn falla að maðurinn gengi greinilega ekki heill til skógar. Kolbrún segir manninn ekki hafa óskað eftir verjanda og játað brott Hvað liggur á? sitt. Aðspurð hvort hún haldi að maðurinn hafi verið í standi til að af- sala sér rétti sínum til verjanda og taka afstöðu til sakarefnisins svarar Kolbrún: „Það er ekki mitt að meta heldur dómarans. Ég hef engum skyldum að gegna gagnvart sak- borningnum hvað þetta varðar." Dómarar hafa samkvæmt lögum heimild til að skipa mönnum verj- anda þrátt fyrir að þeir óski ekki eft- ir því. Guðjón St. Marteinsson hefur verið þekktur fyrir að nýta sér þá heimild oftar en aðrir gruni hann að „Ég þarfað teipa síma við hausinn á mér. Ég syng nefniiega í gegnum símann,“ segir Örvar Þóreyjarson Smdrason, tónlistarmaður í Represensitive man, sem heldur tón- leika á Grand Rokki klukkan tíu íkvöld.„Ólafur Björn Ólafsson og Hildur Guðnadóttir eru með mér í sveitinni. Við ætlum líka að undirbúa okkur fyrir tónleikana með þvi að horfa á Johnny Poo í sándtékkinu." Guðjón St. Marteinsson Skipaðiekki and- tega vanheilum manni verjanda. andlegt ástand manns kalli á það. Það gerði hann þó ekki á þriðjudag- inn og því gekk geðsjúkur sakborn- ingurinn út úr réttarsalnum með 45 daga dóm á bakinu fyrir hnupl á matvörum og einni vínflösku, samtals að verðmæti 7.000 krónur. Litla-Hraun Margir fangar eiga við geðræna kvilla að stríða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.