Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 10
70 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 fréttir PV Kostir & Gallar Björn er brandarakall og vin- sæll meðal vina sinna. Hann er feiminn, lokar á ókunnuga og fær oft sviðs- skrekk. „Fyrir utan að vera snillingur og einn besti leikari á jörðinni, fal- legur og vel gefinn, þá leynist á bak við þenn- an rólega og yfirvegaða mann mikill húmoristi. Hann Björn Hlynur á það þó til að vera þurr á manninn og jafnvel af- skiptinn. Þeir sem ekki þekkja Björn gætu túlkað það sem svo að hann sé fúllyndur." AgnarJón Egilsson, leikstjóri og vinur. „Björn Hlynur er einn af mínum uppáhaldsvin- um. Sem listamaður er hann frábær og gef- andi leikari og sem manneskja er hann ótrúlega skemmtilegur og hlýr. Svona eins og ég ímynda mér að besti bróðir myndi vera. Björn er svo- litið feiminn og hlédrægur. Það veldurþví að hann getur stundum verið þurr í samskipt- um við fóik sem hann ekki þekkir." Þórunn Erna Clausen, leikkona og vin- ur. „Einn helsti kostur Björns er að hann skil- ur Gillzeneggerinn eins og ég. Á móti kemur að hann kom ekki með mér í strípur um dag- inn og ég verð að segja að þö sé galli afhans hálfu. Annar galli er að hann vildi frekar sofa á gólfinu en i rúminu þeg- ar við gistum í London um daginn. En á móti kemur að hann skreið uppi til mín seinna um nóttina. Það er kostur." Cisli Örn Gardarsson, leikari og vlnur. Björn Hlynur Haraldsson leikari er fæddur 8.12.1974. Hann leikur aöalhlutverkiö í kvikmyndinni Strákarnir okkar sem frum- sýnd er í kvöld. Myndin segir frá knatt- spyrnuliöi sem er skipaö hommum. Mismunandi kjörífar- tölvukaupum Lánveitendur keppast nú sem áður um að bjóða námsmönnum sem hag- stæðust lán til tölvukaupa. Verðlagseftirlit ASÍ tók saman upplýsingar um kjör hjá helstu aðilum og kom í ljós að kjör eru nokkuð mis- jöfn, sér- stak- lega á fartölvutryggingum. Þar var munurinn 37 pró- sent milli hæsta tilboðs frá Tryggingamiðstöðinni og þess lægsta sem var frá Is- landstryggingu. Mestur kostnaður af tölvukaupa- láni reyndist vera hjá VÍS sem býður skuldabréfalán með veði í tölvubúnaði til viðskiptavina sinna. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi vinstri grænna íhugar alvarlega stöðu sína inn- an flokksins. Björk barðist fyrir því að halda R-listanum saman, en þurfti að glíma við sér sterkari öfl. DV hefur heimildir fyrir því að Svandís Svavarsdóttir fái fyrsta sætið á lista vinstri grænna að launum fyrir að sprengja upp R-listann. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna „Égerað skoða stöðu mína en er ekki tilbúin að taka af- stöðunúna." „Ég er að skoða stöðu mína en er ekki tilbúin til að taka afstöðu núna,“ segir BjörkVilhelmsdóttir, en DVhefur heimildir fyrir því að hún íhugi að ganga úr flokknum eftir að hún tapaði í bar- áttunni fyrir því að halda R-listanum á lffi. Björk segist ætla að bíða fram í næstu viku með ákvörðun sína. Óánægja Bjarkar á rætur að rekja til skoðana hennar um R-list- ann. í viðtali við DV 15. ágúst lagði Björk ríka áherslu á að halda sam- starfinu áfram. „Ef R-listinn leggur upp laupana er verið að afhenda Sjálfstæðisflokknum borgina á silf- urfati á afar viðkvæmum tíma,“ sagði hún. Orðuð við fyrsta sæti Á sama vai „Ekki hafa neitt eftir mér og ekki skrifa að ég hafi ekki viljað tjá mig." sterkum öflum innan Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs að draga sig út úr samstarfi um R- lista til að styrkja stöðu flokksins í landsmálunum. Leiðtogi þessa hóps er Svan- dís Svavarsdóttir, formaður VG í Reykjavík og dóttir Svavars Gestssonar. Hún var fulltrúi VG í viðræðunefndinni og er sögð hafa gengið til viðræðn- anna með það að markmiði að splundra R-listanum. Hún er nú sterklega orðuð við fyrsta sætið á Usta VG fyrir næstu borgar- stjórnar- kosn- ingar. Viðræðunefndin um R-listann Vinstri grænir vildu fara sjálfstætt. ekki sjens Ao ferð- írnar Svandís Svavarsdótt- ir, formaðurVG í Reykjavík „Þetta er ekki svaravert," segir hún. uppröðun á lista vinstri grænna eru af óánægðum flokksmönnum kallaðar „stalínískar". Það sé fyrir- séð að Svandís eigi fyrsta sætið víst, Árni Þór annað og fulltrúi ungliðahreyfíngar flokksins, Dögg Húgósdóttir, það þriðja. Þá sé að- eins eftir fjórða, fimmta og sjötta sætið. Björk eigi því aðeins mögu- leika á fimmta sætinu þar sem boðið sé fram með fléttulista. Það sættir kona, sem hefur verið í fremstu röð í borgarmálunum, sig ekki við. Vilja ekki tjá sig „Þetta er ekki svaravert," sagði Svandís Svavarsdóttir í gær spurð út í málið. Munur er á því við hvern er talað innan flokksins. Þeir sem eru orðaðir við hið póli- tíska samsæri um að bola Björk út bregðast hinir verstu við og vilja lítið tjá Múgur trylltist þegar einhver sagðist vera með sprengju 700 létust í troðningi Mannlegur harmleikur varð í Bagdad í írak í gær. Mörg þúsund pílagrímar úr röðum shíta-múslima voru á leið í Kazemiya-moskuna til að minnast dauða trúarleiðtoga síns. Þá spurðist það út meðal múgsins að einhver væri með sprengju, sjálfsmorðsárás væri á næsta leiti og fjölmargir myndu Sprengjuhótun Leiðin lá imusterishíta- múslima i Bagdad. Allt varð brjálað þegar fréttist að sjálfsmorðsárás væri I vændum. Skór sem týndust Fjöldi skópara sem týndu eigendum slnum gefur ágæta mynd af þvl hversu margir lentu I troöningnum. deyja. Allt varð brjálað og troðning- urinn algjör. Um 700 manns létust. Margir tróðust undir en einnig féllu pílagrímarnir fram af brú og út í ána Tígris og drukknuðu þar. Flest fórnarlambanna voru kon- ur, börn og gamalmenni. „Rétt áðan voru 695 látnir að því er við best • V i Sé Féllu í ána Fjöldi fólks stökk út I ána Tígris til að reyna að bjarga þeim sem fallið höfðu afbrúnni og ofan I ána. Fjölmargir drukkn- uðu. vissum. Við búumst við því að talan nái 1000,“ sagði Dr. Jasem Latif Ali, yfirmaður í heilbrigðisráðuneytinu. sig. „Ekki hafa neitt eftir mér og ekki skrifa að ég hafi ekki viljað tjá mig,“ sagði sú sem orðuð er við þriðja sætið, Dögg Húgósdóttir, varaformaður VG, í gær. Erfið staða Björk Vilhelmsdóttir íhugar nú alvarlega stöðu sína innan flokks- ins. Hún segir fregna að vænta í næstu viku varðandi framtíð henn- ar. Bíða Samfylkingarmenn spenntir eftir því. Þá munu línur innan flokksins skýrast. Staða Svandísar er sterk. Sonur hennar, Oddur Ástráðsson, blaðamaður Fréttablaðsins, er formaður ung- Iiðahreyfingar VG. Svandís er því talin eiga vísan stuðning unglið- anna í fyrsta sætið. simon@dv.is ; v. Tómatveisla á Spáni Hin árlega tomatina-veisla fór fram í Valencia á Spáni í gær. Um það bil 45 þúsund manns mættu á svæðið tU að velta sér upp úr og kasta á milli sín rúmlega hundrað tonnum af tómötum. Sannarlega stærsti tómataslagur heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.