Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 Lífið DV Það er stór dagur hjá íslenskum tölvuleikjaáhugamönnum í dag þegar Playstation Portable, PSP, kemur á markaðinn. Vélin býður ekki bara upp á tölvuleiki heldur er hægt að geyma allar tegundir afþreying- ar á henni, horfa á kvikmyndir og hlusta á tónlist svo fátt eitt sé nefnt. Tölvuleikjagagnrýnandi blaðs- ins, Ómar Örn Hauksson, fékk forskot á sæluna og er í skýjunum með gripinn. Nú er hægt að nota pá hægri í eitthvað annað Ómar Örn Er ánægður með nýja gripinn frá Playstation PSP Fæst i öllum betri raftækjaverslun- um og viöar Verö: 24.999 krónur Verö á lelkjum: 4.999 krónur ★ ★★★★. Tölvan fer vel í hendi og eins og ávallt er hún vel hönnuð og áferðarfalleg. Stórtónleikar á Players Sport Café í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Siglfirðingnum Rósu Björnsdóttur sem hefur lent í slæmum slysum og átt við mjög erfið veikindi að stríða síðastliðin ár. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins koma fram og gefa þau öll vinnu sína! Meðal þeirra eru: Halli og Laddi - Birgitta Haukdal Stefán Hilmars - Eyjólfur Kristjáns - Páll Rósinkranz Bogomil Font - Regína Ósk - Einar Júlíusson Idol-stjörnurnar Davíð Smári og Heiða Helgi Sv. Helgason ásamt hljómsveit Kynnir á tónleikunum verður Theódór Júlíusson Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.000 og vonum við að sem flestir mæti og njóti góðrar skemmtunar. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0538-14-100263 í íslandsbanka ef einhverjir vilja veita henni frekari stuðning. Með fyrirfram þökk Aðstandendur Sony lagði heiminn að fótum sér þegar þeir komu með Playstation á markaðinn fyrir nokkrum árum. Aldrei hefur leikjatölva selst í jafn miklu magni og þessi græja og seld- ist Playstation 2 enn betur enda margir sem nota hana sem DVD- spilara heimilisins. Þeir lögðu af stað með frábæra herferð og voru með magn leikja um leið og vélin kom út, sem tryggði það að fólk sat ekki með sömu leikina of lengi. Á næsta ári kemur svo ofurgræjan Playstation 3 sem á að rústa allri samkeppni enda notast hún við nýjustu kynslóð í DVD- tækni og svo verður hún mun öflugri en allar aðrar vélar á markaðinum. PS2 smækkuð niður í PSP En Sony-menn vilja ekki láta manni leiðast á meðan maður bíður eftir PS3 og koma á markaðinn með PSP eða Playstation Portable, lófa- tölvu sem spilar leiki, tónlist og kvik- myndir í ótrúlegum gæðum. Þeir hafa eiginlega tekið PS2 og smækkað hana niður í þetta kríli. Grafíkin og myndgæðin eru ótrúlega góð og blikna aðrar lófatölvur í saman- burði. Tækið notast við nýjan staðal sem kallast UMD eða Universal Media Disc. Hægt er að geyma allar tegundir afþreyingar á þessum disk- um og vonast Sony eftir að þetta eigi eftir að slá í gegn. Þáð virðist ætla að ganga eftir því að allir stærstu fram- leiðendurnir í skemmtanaiðnaðin- um eru farnir að gefa út efni á þess- um diskum. Auðvelt að fara á netið Einnig er hægt að fara á netið á vélinni og prufaði ég hana á einu kaffihúsi bæjarins sem býður upp á þráðlaust net. Það virkaði bara svona helvíti vel, en hinsvegar eru vefsíður ekki beint í réttum hlutföll- um við skjá vélarinnar, en hægt er að láta grafíkina passa eins vel og hún getur inn í skjáinn ef maður kýs. Netið var fljótvirkt og auðvelt í notk- un. Ég fékk handfylli af leikjum til þess að prufa í græjunni og þar varð ég fyrir smá vonbrigðum. Sennilega varð ég það vegna þess að enginn af þeim var beint fyTÍr minn smekk. Þetta voru kappakstursleikir, fót- boltaleikur og svo einhver krakka- leikur og nýr Medevil-leikur sem var ekkert sérstaklega skemmtilegur. Kappakstursleikirnir voru bestir, frábær grafík og hljóð og stjórnunin auðveld. Það er spuming hvemig leikir henta best í þessa vél vegna smæðar skjásins. Miklir möguleikar með stóru minniskorti Þessi græja er alveg frábær og er þegar búin að slá í gegn út í heimi. Kvikmyndir em gefnar út fyrir hana í auknum mæli og seljast eins og heit- ar lummur þótt dýrar séu. Hef ég heyrt því kastað fram að þær eigi eft- ir að lækka í verði fljótlega, en þegar maður horfir upp á fimm ára gamia DVD-diska og geisladiska enn á fullu verði í verslunum hér á landi þá er ég ekkert að gera mér gífurlegar von- ir um það. Tölvan fer vel í hendi og eins og ávallt er hún vel hönnuð og áferðar- falleg. Uppsetning takkanna er eins og á PS-stýripinnum auk þess að vera með analog-stýripinna. Best er að fá sér stærra minnis- kort um leið og maður fær sér tölv- una því að 35mb duga skammt ef maður vlll nýta vélina til fulls. Það er hægt að tengja hana við harða diska í gegnum USB-kapla þannig að þú getur komið þér upp ágætu safni af drasli til að setja inn á hana. Nú þegar em komnar ótal vefsíð- ur þar sem aðdáendur kryfja vélina sundur og saman og finna nýja fídusa og aðferðir til þess að gera hana sem besta. Frábær fyrir fjölskyldufólk Það má segja að PSP sé það sem lófatölvunan langaði að vera. Frá- bær í ferðalagið og ætti að vera vin- sæl hjá fjölskyldufólki sem vill láta krakkana haga sér vel í aftursætinu. Það verður gaman að sjá hvernig þessi vél á eftir að þróast og sjá hvemig leikirnir eiga eftir að verða flottari og betri með tímanum. Menn em ekki enn búnir að komast að því hvers hún er megnug og verð- um við bara að bíða og sjá hvernig fer. Ég bíð spenntur allavega. Ómar óm Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.