Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 29
DV Lífið FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2005 29 Gísli Hvanndal Jakobsson skildi eftir sig stórt skarð þegar hann datt út úr Idol- stjörnuleit í fyrravetur. Hann er þó ekki af baki dottinn og hefur nú þegar sent frá sér einn smell í sumar. Nú er von á nýju lagi frá þessum efnilega strák. Ólöf Nordal listakona er 44 ára í dag. „Hún er fær um að veita í einlægni og býst við að aðrir geri slíkt hið sama og sú er raunin þegar horft er til framtíðar hennar. Hún finn- ur hjartslátt og tónlistin flæð- ir um æðar hennar sökum vellíðunar. Alheimurinn skreppur hér saman í þann sem hún elskar," segir í stjörnuspá henn- § I 1 \ 1 I I I I I 1 1 8 m 1111 B 111 „Ég er að fara að senda frá mér lagið Fallen Angels eftir tvær til þrjár vikur," segir Gísii Hvanndal Jakobsson dægurlagasöngvari sem gerði garðinn fyrst frægan í Idol- stjörnuleit síðasta vetur. Fyrr í sumar sendi hann frá sér lagið Álf- ar og hefur það hljómað á öldum ljósvakans í sumar. Deilir á stríð Lagið Fallen Angels íjallar um hermann sem liggur í blóði sínu. Hann er við það að deyja og sér þá fallna engla á flugi í kringum sig. Ertu mikill friðarsinni? „Já, auðvitað vill maður ekkert vera að standa í svona stríði. Það eru svo miklar hörmungar sem fylgja því. Það eru viss skilaboð í þessu lagi sem er vert að koma á framfæri. Annars eru flestir text- arnir á disknum nokkurs konar sögur og mínar hugsanir. Ég sem um það sem ég er að hugsa á hverri stundu,“ segir ^ Gísli. Semur á nóttunni Gísli segir að hann hafl fengið hugmyndina að inn- taki lagsins um miðja nótt. „Ég vaknaði um klukk- an fjögur um nótt síðasta sumar og fékk þessa hug- mynd. Ég sett- ist niður og lagið var tilbúið eftir um þrjá tíma," segir Gísli. „Mér finnst best að semja á nóttunni og vakna stundum klukkan fjögur til þess eins að semja. Ef það er gott veður þá sest ég út á ver- öndina hérna heima með gít- arinn og sem tónlist. Það er svo fallegt og maður nýtur þess að semja með- an það er svona frið- sælt," segir Gísli sem er búsettur á Ólafsfirði. „Svo er ekki það þéttbýlt hérna svo maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því að vekja einhvern." Vonandi plata fyrir jól Gísli vonast til þess að geta klárað sína fyrstu breiðskífu fyrir jól. „Það er samt frekar dýrt að vera að 'M WBk gera þetta allt sjálf- ur. Mað- ur hef- ur „Já auðvitað villmað- ur ekkert vera að standa í svona stríði. Það eru svo miklar hörmungar sem fylgja ekki útgáfufyrirtæki til þess að borga allt fyrir sig," segir Gísli en hann semur öll lögin á plötunni sjálfur fyrir utan lagið Álfar en það er eftir Magnús Þór Sigmundsson. „Ég íhugaði í apríl að senda frá mér plötu með lögum eftir aðra eins og Davíð Smári og Hildur Vala eru að gera en ég hætti við það og ákvað að semja sjálfur. Ég held að maður verði að gera það en ég var engu að síður mjög ánægður með að hafa tekið lagið eftir Magnús, þetta lag er búið að vera í uppáhaldi hjá mér í mörg ár,“ segir Gísli. soli@dv.is Bee Gees-bræðurnir ætla að heUa sér út 1 kvikmyndagerð Robbie leikur í endurgerð Saturday Night Fever Robbie WiUiams er sagður munu leika aðalhlutverkið í endur- gerð hinnar klassísku kvikmyndar Saturday Night Fever. Myndin var ein sú vinsælasta á áttunda ára- tugnum og þykir Robbie henta afar vel í aðalhlutverkið. Það eru drengimir úr hljómsveitinni Bee Gees sem munu ætla að endurgera myndina og vilja þeir fá Robbie í hlutverk Tony Manero. Bee Gees munu eignast höfund- arréttinn af lögunum úr myndinni á þessu ári og eru tilbúnir að leggja vel á þriðja milljarð króna í endur- gerð diskókvikmyndarinnar. Bræðumir Robin og Barry Gibb telja Robbie Williams augljósan kost í hlut- verk Tonys Manero. Eins og flestir vita var það sjálfur John Tra- volta sem lék aðalhlut- verkið í upphaflegu myndinni árið 1977. „Þeir hafa alltaf vilja endurgera mynd- ina, koma með nú- tímalegri útgáfu," seg- ir vinur bræðranna. „Robbie er tilvalinn í hlutverk Tony, hann getur sungið Robbie og dansað, er myndarlegur og af- hefur ekkert fengist til að tjá sig um skaplega sjarmerandi." verkefnið, enda er hann að leggja V lokahönd á sjöttu plötu sína. Hún kemur út í Evrópu í næsta mánuði og hefur fengið nafiiið Robbie Williams & ætlað að feta í fótspor Johns Tra- volta I Saturday NightFever. Vatnsberinn (7o. jan.-/8. febr.) Heppnin mun fylgja þér og þú nærð að Ijúka við verk sem blður þín fyrir vikulok. Hér kemur fram að síend- urteknar venjur virðast fara (þínar fín- ustu taugar og ættir þú ekki að halda aftur af þér með skoðanir þfnar og við- horf. Fiskamiroa febr.-20.mars) Hér kemur fram að þú virðist finna fyrir leiða og söknuði og ættir að herða upp hugann og njóta dagsins. Hrúturinn (21. mars-19. apni) Þú getur treyst á þitt eigið út- hald við að ná markmiðum þínum því þú veist innra með þér að þú ert sterk/ur og fær og að þér verður umbunað fyrir verk þfn fyrr en síöar. NaUtÍð (20. apríl-20. mal) Þrautseigja og sjálfstjórn eiga vel við nautiö um þessar mundir en fólk eins og þú virðist vera fært um að leggja töluvert á sig um þessar mundir (septemberbyrjun) til að efla eigin Ifðan og styrk til góða. Tvíburamir /?; . mal-21.júnl) Veldu af kostgæfni það sem nærir hjarta þitt og líkama. Krabbinn(77./iw-27.yií/D . . Ekki hika við að vera ein- læg(ur) og hafðu augun opin fyrir guð- I dómlegum krafti sem birtist þér án efa daglega ef þú tileinkar þér að opna | augu þín fyrir umhverfi þínu. Ljónið (21.jvli-22. ágúst) Skapfesta þín og agi er lykill- linn að úrræði sem tengist verkefni sem |á huga þinn þessa dagana (starf, nám). Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Þú ættir að reyna að kynnast vatdi sjálfsins og þar með finnur þú að lallur ótti hverfur og styrkur þinn eykst |kæra meyja (prófaðu). VogÍn l23.sept.-23.okt.) Hér birtast innri átök þegar jstjarna vogar er skoðuð á sama tíma og Iþú elskar reyndar af öllu hjarta. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Ef fólk fætt undir stjörnu sporðdrekans teflir á tvær hættur hérna ætti það að taka sér góðan tíma til um- hugsunar. Ef þú ert í vafa með eigin getu ertu ekki með rétt viðhorf gagn- vart sjálfinu og ættir að horfast í augu við þaö sem tefur fyrir þér. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Ekki láta aðstæður sem birtast hér samhliða stjörnu þinni draga úr þér allan mátt, hvort sem um einkalff þitt er að ræða eða jafnvel starf eða nám. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Taktu náunganum eins og hann birtist þér og njóttu ávaxtanna af erfiði þínu mun betur framvegis og þú mættir einnig reyna að taka mark á eig- in líðan fyrst og fremst og gleyma aldrei að þú býrð yfir auði sem er var- anlegur vegna þfns einstæða hæfileika. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.