Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 16
76 FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER2005 Sport DV LANDSBANKADEILDIN HMi i -í m m-i' Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ekki fengið mörg tæki- færi í framlínu Skagamanna í sumar, en í síðustu viku minnti hann rækilega á sig þegar hann skoraði bæði mörk ÍA í sigri á íslandsmeisturum FH. Sigurð- ur upplifði þá eina eftirminni- legustu viku ævi sinnar, því nokkrum dögum áður hafði hann eignast sitt fyrsta barn. Eftir erfitt sumar þar sem hann hefur fengið fá tækifæri í leikjum Skagamanna minnti Sigurður Ragnar heldur betur á sig í síðustu tveimur sigurleikjum ÍA sem voru mikilvægir í baráttunni fyrir að komast inn í Evrópukeppnina næsta sumar. Beint á fæðingardeildina „Það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið eftirminnileg vika fyrir mig," sagði Sigurður. „Ég kom inn á sem varamaður gegn Keflavík í leiknum á undan viðureigninni við FH og náði að skora sigurmarkið okkar í þeim leik. Eftir það brunaði ég svo beint á fæð- ingardeildina þar sem konan mín eignaðist litla stúlku, þannig að þetta var ótrúleg upplifun," sagði Sigurður Ragnar. „Ég hef nú ekki fengið mikið að spila í sumar, því Ólafur þjálfari hef- ur verið að keyra mikið á sömu mönnum í þessar stöður fremst á vellinum og þótti ekki ástæða til að breyta því mikið. Hann hefur stund- um geflð mönnum séns ef þeir hafa skorað og svona, en þó ég hafi skor- að á móti Keflavík þýddi það ekkert endilega að ég kæmist í byrjunarlið- ið á móti FH. Mér finnst persónulega betra að byrja inn á en að vera á bekknum," sagði Sigurður, en hann fór í fæðingarorlof úr vinnunni um leið og stúlkan fæddist. Þá tóku við nokkrar vökunætur og hann sagðist hafa verið ansi þreyttur á síðustu æf- ingunrú fyrir FH-leikinn. Erfiðir dagar „Mér leið eins og ég hefði verið nýbúinn að keppa í maraþonhiaupi eftir síðustu æfinguna, en svo leyfði konan mér að sofa út á leikdag, þannig að ég var orðinn frískur þeg- ar í ljós kom að ég yrði í byrjunarlið- inu gegn FH. Það var síðan mjög eft- irminnilegur leikur og ótrúlega gam- an að skora bæði mörkin gegn fs- landsmeisturunum, sem margir voru að spá að ynnu alla leiki sína í sumar," sagði Sigurður, en fyrra mark hans í leiknum var eitt það glæsilegasta sem skorað hefur verið á íslandsmótinu í sumar og ekki voru fagnaðarlætin sfðri hjá honum og fé- lögum hans, þar sem þeir röðuðu sér upp við hliðarlínuna og mynduðu handahreyfingar eins og þeir væru að rugga litlu barni. Vöggu„fagnið" „Já, þetta var nokkuð gott mark og líklega eitt það flottasta sem ég hef skorað. Ég var nú ekki búinn að skipuleggja þetta „fagn“ neitt sér- staídega, en í hita augnabliksins ákvað ég að gera þetta og félagarnir tóku undir það með mér. Þetta var meiriháttar skemmtilegt og þetta var meira að segja eini leikurinn sem mamma hefur mætt til að horfa á í sumar, þannig að það gerði þetta enn skemmtilegra. Svo hefur fólk verið að koma til mín úr öllum áttum og óska mér til hamingju með stelpuna og með að hafa unnið FH. Það voru margir sem töldu kominn tíma á að þeir töpuðu leik og ekki síst bara við Skagamenn, því við áttum harma að hefna síðan í bikarnum," sagði hinn nýbakaði faðir, Sigurður Ragnar Eyjólfsson. baldur@dv.is I -v • ’ III P. í l f s ■ jgs JSU' KmfMBU 15? v>:' 0$ f,\d f? 151 Bjarki Guðmundsson (3) árí Steinn Reynisson (2) Gunnlaugur Jónsson (3) Markapabbinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson fórákost- Fallnir í þriðja sinn á aðeins sjö árum Óli Stefán Flóventsson (2) Bjarni Geir Viðarsson Hans Mathiesen (4) Hólmar Örn Rúnarsson (3) /-*»s Þróttarar hafa aðeins fengið eitt stig út úr (4 4 fimm síðustu leikjum sínum og eru (kjölfar- ^ ið fallnir (1. deild í þriðja sinn á sjö árum. Þróttur hefur ekki haldið sér í efstu deild sfðan sumarið 1984 þegar liðið endaði í 8. sæti. Þróttur fékk fjögur stig út úr fyrstu tveimur leikjunum und- ir stjórn Atla Eðvaldssonar. Atli Jóhannsson Grétar Hjartarson (3) Fylkismenn hafa náð í 80% stiga sinna í sumar utan Árbæjarins. Fylkir hefur tap- að fjórum heimaleikjum í röð og alls sex af átta heimaleikjum sfnum f Landsbankadeild- inni á þessu tímabili. Árbæjarliðið hefur því náð í 16 af 20 stigum sfnum f þeim átta úti- leikjum sem þeir hafa spilað í sumar.Tapið gegn Keflavík í 16. umferðinni var jafnframt fimmta deildartap liðsins f sfðustu sex leikj- um en markatala Fylkis í þessum sex leikj- um er 5-12 þeim f óhag. Garðar Jóhannsson Sigurður Ragnar Eyjólfsson (2) FH-ingar voru búnir að leika 31 deildarleik f röð þegar þeirtöp- uðu 1 -2 fyrir (A á Akranesi. FH- liðið var einnig búið að vinna 18 deildarleiki í röð og síðustu 12 deildarleiki sína á útivelli. Skaga- menn hafa hinsvegar ekki tapað heimaleik fyrir FH í deildinni sfðan 1990 en síðan hafa FH-ingar farið í 9 ferðir í röð upp á Skaga án þess að koma með þrjú stig til baka. s KR hefur unnið þrjá síðustu leiki sína und- 4 ir stjórn Sigursteins Gfslasonar eftir að ^ hafa tapað fyrsta leiknum á útivelli gegn (slandsmeisturum FH. KR vann aðeins tvo leiki f sfðustu tíu deildarleikjunum undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. Markatala KR f sfðustu þremur leikjum er 5-1 og f tveimur þeirra hefur liðið haldið hreinu. Keflvfkingar hafa unniðfimmafsexsigr- (4 4 um sínum f Landsbankadeildinni á útivelli. ^ þar hafa þeir unnið f Eyjum, á Akranesi, á KR-velli og á Fylkisvelli sem hafa að mati flestra verið erfiðustu útileikir hvers tímabils. Keflavík hef- ur aðeins tapað einum af átta útileikjum sínum gegn (slandsmeisturum FH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.