Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 33
Menning DV FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST2005 33 Bóksðlulistar Listinn er gerður út frá sölu dagana 24. ágúst til 30. ágúst 2005 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymunds- sonar og Pennans AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR SÆTi BÓK HÖFUNDUR wm Ísl.-dönsk/dönsk-ísl. vasaoröabók Halldóra Jónsdóttir ritstj. 2. Dönsk/íslensk, islensk/dönsk orðabók Oröabókaútgáfan 3. Ensk-islensk/íslensk-ensk orðabók - Oröabókaútgáfan 4. Dönsk- íslensk skólaorðabók 5. Grafarþögn (kilja) 6. Love Star (kllja) 7. Móðlr í hjáverkum (kílja) 8. Sjálfstætt fólk (kilja) 9. Skugga Baldiur (kilja) 10. Læknum með höndunum Halldóra Jónsdóttir ritstj. Arnaldur Indriðason Andri Snær Magnason Allison Pearson Halldór Laxness Sjón Birgitta Jónsdóttlr Klasen - ÍST.FIMgg VASA ORÐABÓK SKÁLDVERK - INNBUNDNAR 1. Don Kíkóti Miguel Cervantes 1 2. PS. Eg elska þlg Cecella Ahern 3. Höfundur íslands Hallgrímur Helgason 1 4. Tídægra Giovanni Boccaccio & 6. 7. 8. Þorpið Þriðja gráðan Spámaðurinn Jón úr Vör James Patterson Kahil Gibran 9. 90 sýni úr lífi mínu Halldóra Kristín Thoroddsen 10. Ritsafn Davíö Stefánsson SKÁLDVERK - KIUUR 1. Grafarþögn Arnaldur indriöason 1 ■ 2. Love Star Andri Snær Magnason 3. Móöir í hjáverkum Allison Pearson 4. Sjálfstætt fólk Halldór Laxness 5. Skugga Baldur Sjón 6. Alkemistinn Paulo Coelho 7. íslandsklukkan Halldór Laxness 8. Da Vinci lykillinn Dan Brown 9. Svartir Englar Ævar Örn Jósepsson 10. Englar og djöflar Dan Brown HANDBÆKUR - FRÆÐIBÆKUR - ÆVISOGUR 1. Ísl.-dönsk/dönsk-ísl. vasaorðabók I Halldóra Jónsdóttir ritstj. 2. Dönsk/íslensk, islensk/dönsk orðabók Orðabókaútgáfan 3. Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók Orðabókaútgáfan 4. Dönsk- íslensk skólaorðabók Halldóra Jónsdóttir ritstj. 5. Læknum meö höndunum Birgitta Jónsdóttir Klasen 6. Gamla góða Kaupmannahöfn Guðlaugur Arason 7. Ætigarðurinn: handbók grasnytjungs Hildur Hákonardóttir 8. Spænskíslensk/íslensk-spænsk orðabók Orðabókaútgáfan 9. Fuglar í náttúru íslands Guðmundur Páll Ólafsson 10. Ensk-íslensk skóiaorðabók Mál og menning BARNABÆKUR Galdrastelour:skóladagbók 2005/2006 2. Algjör milli 3. Geitungurinn 1 4. Vísnabók Iðunnar 5. Galdrastelpur: Hllðin tólf 2 6. Atlas barnanna 7. Dýrin vinir okkar 8. Ensku rósirnar 9. Ungfrú Sðl og vonda nornin 10. Fyrstu 1000 oröin Madonna Árni Árnason og Halldór Baldursson Símon Jóhann Ágústsson valdi Vaka Helgafell Anita Ganeri og Chris Oxlade Katja Reider Madonna Roger Hargraves Nicola Baxter ERLENDAR BÆKUR - ALLIR FL0KKAR 1. Harrv Potter and the Half Blood Prince J.K. Rowling 2. London Bridges James Patterson 3. Rags of our Fathers James Bardley 4. Murder Artist John Case 'lr' 5. Killer Smile Lisa Scottoline 6. Life Expectancy Dean Koontz 7. Hat full of Sky Terry Pratchett ^ 8. Mao: the unknown story Jung Chang og Jon Halliday 9. Angels & Demons Dan Brown 10. Sunday Philosophy Club Alexander McCall Smith I ERLENDAR VASABROTSBÆKUR 1. Life Expectancv Dean Koontz 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. State of Fear London Bridges Murder Artist Alice in Jeopardy Vince and Joy Wolves of the Calla In the Night Room Sunday Philosophy Club Michael Crichton james Patterson John Case Ed McBain Lisa Jewell Peter Straub Alexander McCall Smith Frankenstein Book 2: City of Night Dean Koontz Vasabókalistinn byggir á sölu í ofannefndum versiunum auk dreifingar í aðrar bókabúðir og stórmarkaði á vegum Pennans/Blaðadreifingar. Það hefur farið hljótt, en annað kvöld verður Eyjólfur Kristjánsson, lagasmiður og söngvari með stórtónleika í Borgarleikhúsinu þar sem hann flytur stóra dagskrá með átta manna hljómsveit, sextán manna strengjasveit, bakrödd- um og sex gestasöngvurum. Tónleikarnir verða hljóðritaðir og festir á myndband. Enn tiltnlulenn ingnr Það er einföld ástæða fyrir að tónleikarnir, sem verða tvennir, hafa ekki farið hátt; það seldist upp jafnskjótt og miðasala hófst. „Til hvers þá að vera með einhver læti," sagði Eyjólfur í gær. Það var þann 7. september fyrir þremur árum að hann safnaði saman hópi helstu vina og vandamanna, tuttugu og fjögurra manna hljómsveit, og hélt stórtónleika í Borgarleikhúsinu til að minnast tuttugu ára starfs- afmælis. Engan djass hér kom út á geisladisk og geymir smitandi kraft og gleði sem er stundum heyranleg á hljóðritunum af því tagi. Þá komst Eyfi á bragðið. „Ég vildi gera þetta aftur í bestu gæðum á DVD og geyma þetta meðan ég er tiltölulega ungur. Ég verð 45 ára á næsta ári og þá gef ég diskinn út á afmælisdeginum mín- um. Það verður engin Qjótaskrift á vinnunni á þessari upptöku. Það verður legið yfir þessu." Lagavalið er úr hátt í áttatíu laga safni Eyjólfs. Hann valdi úr tuttugu lög. „Fólk kannast við flest þeirra. Ég á því láni að fagna að lög- in mín lifa með- þjóðinni. Þarna verða þó flutt tvö lög sem ekki eru til í hljóðritun frá tónleikum og svo frumflyt ég eitt lag." Átta manna band spilar með undir stjórn Eyþórs Gunnarssonar og auk sextán manna strengjasveit- ar verða fjórar bakraddir. Auk Eyj- ólfs koma fram sex aðrir söngvarar: Björgvin Halldórsson, Stefán Hilm- arsson, Ellen Kristjánsdóttir, Björn Jörundur, Bergþór Pálsson ogjónsi. Sýrland annast hljóðið en þeir bræðurnir Besti og Varði stýra myndatökunni. „Þetta er eins konar greitest hits," segir Eyfi, en þegar hann er spurður hvort hann sé að hætta, Eyfi - Eyjóifur Kristjánsson Miðar á svarar hann: „Með þessu verður tónleikana BorgarleikhúsinudmorgunU.20. kafla lokið og nýr hefst." og 22 seldust fljótt uPP. JT Starf Kammersveitar Reykjavíkur hefst á morgun með tón- leikum helguðum Ravel. Póstkort frá Þingvöllum 2. sept 1905 Fyrir hundrað árum voru túrist- ar á íslandi rétt eins og nú. í lok ágústmánaðar var óvenjumikið um brottfarir frá Port Reykjavík. Menn voru lóðsaðir af steinbryggjunni út á sund þar sem skipin lágu: hafnar- garðarnir voru ekki reistir og höfnin ekki ólík því sem hún hafði verið um þúsund ára skeið. Úti á bugt- inni lá herskip hertogans af Or- leans, Belgica, nýkomið úr sumar- langri siglingu um norðurslóðir. Hertoginn sjálfur var á skipsfjöl og með honum fjöldi vísindamanna. Þeir höfðu í búrum nokkra hvíta- bjarnarhúna sem Þjóðólfur sagði að ætti „að hneppa inní einhverri stór- borg." Ceres sigldi til Hafnar sama dag og Belgica létti akkerum með „marga útlenda ferðamenn." Það var 30. ágúst. Þann 2. september sat franska tónskáldið Ravel á Þingvöllum og skrifaði póstkort. Það er eina heim- ildin um dvöl hans hér og hefur lengi vakið forvitni manna þó ekki hafi fundist nafn hans í skipakomu- bókum fram að þessu. En Ravel hefur oft sótt okkur heim í tónverkum sínum. Kam- merklúbbur Reykjavíkur vill minn- ast hingaðkomu þessa vinsæla tón- skálds hingað í upphafi vetrardag- skrár sinnar. Það er þrítugasta og fyrsta starfsárið sem er að hefjast og margt framundan, tónleikaför til Rotterdam í október, í desember verður flutt dagskrá um hinn fræga föður Mozarts. Kammersveitin verður virk í flutningi íslenskra verka á Myrkum músikdögum. Þá eru væntanlegir tveir diskar með sveitinni en hnykkurinn verður hljómleikahald í mars og maí í til- efni af 250 ára afmælis Mozarts. Ravel-tónleikarnir á morgun verða í Þjóðmenningarhúsinu og hefjast kl. 20. Á dagskránni eru Strengjakvartett í F-dúr - Chansons Madécasses, fyrir mezzosópran, flautu, selló og pí- anó, sónata fyrir fiðlu og selló og Inngangur og allegro fyrir hörpu, strengjakvartett, flautu og klarinett. Þær Sesselja Kristjánsdóttir, mezzosópran og Elísabet Waage, hörpuleikari slást í sveit Rutar Ing- ólfsdóttur sem hefur leitt starfið frá upphafi. Pétur Gunnarsson ætlar svo að gefa því gaum hvað Maurice Ravel var að gera á Þingvöllum, y hress og kátur á sínu svalasta skeiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.