Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2005, Blaðsíða 40
J J irf L L \ L Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. Q fj fj ^J fj SKAFTAHLlÐ24,105HBTKJAVÍK [ STOFNAÐ 7970] SÍMISSO5000 5 690710 111117 • Koma fegurðar- drottningarinnar Lindu Pétursdóttur í heilsubæinn Hveragerði hefur kallað fram það besta í bæjarbúum. Frá því Linda flutti í bæinn hafa bæjarbúar komið unnvörpum í heimsókn og boð- ið hana vel- komna. Minnir þetta einna helst á ástandið í am- erísku úthverfi, líkt og sögusvið sjónvarpsþátt- anna Desperate Housewifes. Og enn bætist við stjörnukort bæjarins. Eyþór Axn- alds hefur keypt svokallað Axels- hús í bænum, og þykir ekki ólík- legt, miðað við viðtökurnar sem Linda fær, að Eyþór uni sér vel í bænum... Lúðvík eða Krýsuvík? „Ég náði nú ekki að trufla hann, en ég horfði á hann gefa fyrirskipan- ir," segir Lúðvík Geirsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, um stjórstjörn- una Clint Eastwood. Lúðvík gerði sér á dögunum ferð að Arnarfelli til að fylgjast með hvernig gengi hjá Clint og félögum við tökur á Hollywood- stórmyndinni Feðranna flagg. „Hann var í miðjum tökum þegar ég kom, en ég stóð rétt á bak við kvik- myndatökuvélina og sá því allt," segir Lúðvík. Tilgangurinn með ferð Lúðvíks á tökustað var þó alls ekki eingöngu að heifsa upp á Clint heldur fyrst og fremst til að athuga hvernig stórlax- arnir frá Hollywood, með allar sínar sprengjur og skriðdreka, gengju um náttúruna við Arnarfeil. Deilurnar um hvort leyfa ætti kvikmyndatökur á staðnum eru mörgum enn í fersku minni. Þá gerðist sá fáheyrði atburð- ur að Sjálfstæðismenn, sem eru í minnihluta, gerðust miklir umhverf- isverndarsinnar og töldu að tökulið- ið myndi skaða náttúruna endan- lega. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki auman liðsstyrk í þeirri baráttu sinni því gönguhópur rannsóknarlög- reglumanna í Reykjavík var æfur yfir þessu og hótaði jafnvel að beita ólöglegum aðgerðum á tökustað. En Samfylkingin, með Lúðvík í fararbroddi, lét sér fátt um finnast þótt hún væri með íhaldið og rann- sóknarlögregluna á hælunum og stóð fast á sínu og ákvað að treysta Clint og félögum. Eftir heimsókn Lúðvíks á tökustað segir hann þetta traust hafa átt fyllilega rétt á sér. „Þetta er til mikillar fyrirmyndir hjá þeim og öllum til sóma," segir Lúð- vík um umgengnina. Þrátt fyrir að hafa staðið rétt við nefið á mörgum af frægustu leikur- um Hollywood kippti hann sér h'tið upp við það og viðurkenndi raunar að hann væri ekki nógu vel að sér í ungu leikurunum. „Eg þekkti ekki alla þessa snihinga. Þeir gengu bara framhjá mér og mér var sagt hverjir þetta voru." segir Lúðvík og bætir við að hann sé vel að sér í eldri leik- urum. Kvenfélagskonur kenna sig við KGB Þegar slegin er inn slóðin www.kgb.is á maður frekar von á að lenda inni á síðu með fána Sovétríkjanna í bak- grunni og í eigu gamals kommúnista en ekki bleikri og vínrauðri síðu í eigu kven- félags. Sú er hins vegar raunin því www.kgb.is er heimasíða Kvenfélags Garðabæjar. Síða þeirra kvenfélagskvenna er einkar glæsileg. Þar má meðal annars finna fréttir af starfsemi félagsins auk glæsilegs safns mynda af starfsemi félagsins. Þegar síðan er skoðuð er ljóst að það er í nógu að snúast hjá þeim kvenfélagskonum og að mikið líf er í félag- inu. Innan kvenfélagsins eru til að mynda starf- andi fimm nefndir sem hver um sig sér um að skipuleggja einhver ákveðin verkefni. Ferm- ingarkyrtlar sem notaðir eru í Vídaiíns- og Garða- kirkju eru meðal annars í þeirra eigu og þær hafa sitt eigið skógræktarsvæði við Álftanes- veg. Glæsilegt safn uppskrifta er að finna á vef KGB. Alls má finna 45 uppskriftir á síðunni af öllu milli himins og jarðar, frá forréttum til eft- irrétta og kökum til salata. Skagamenn of vanþroskaðir til að keyra á malbiki „Þetta var sett fram til að stuða fólk, “ segir Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi um ummæli sín á skessuhorn.is þar sem hann varpaði fram þeirri spurningu hvort Akurnesingar hefðu ekki þroska til að keyra á malbiki. „Það hafa orðið miklar fram- farir í hönnun umferðarmann- virkja, en ekki hefur verið farið betur með það en svo að keyrt er of hratt. Með því að setja hraðahindranir erum við að mínu mati að hverfa aftur til þess tíma þegar það var ekkert malbik," segir Ólafur og spyr sig hvort þroski og sið lega á jafn lágu plani og raun ber vitni. ökumenn á Akranesi mega búast við ögn öðruvísi aðgerðum vegna hraðaksturs en þeir hafa áður kynnst. Ólafur hefur nefnilega óskað eftir ómerktum lögreglubílum búnum hraðamyndavélum frá Ríkis- lögreglustjóra og verða þeir víðs vegar um bæinn. „Ef ökumenn bijóta svo mjög ;a þi ról; eir bú- lafur og ferði öku- manna á ís- landi sé virki- Hert umferðareftirlit ÓlafurÞór Hauksson, sýslumaður á Akranesi hefur lögreglumenn á ómerktum bílum víð umferðareftirlit. drastískt af sér mega ast við eftirför," segir telur að þeim ökumönnum muni bregða illilega í brún þegar bfll sem þeir töldu vera kyrr- stæðan kemur á fullu á eftir þeim með sírenurnar vælandi. PON PON PETUR O. NIKULASSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is Æ J í íZjJíJjVJjVJUííJ jVJj-\jxjjvdjj jvjlu vu4 -rujíucj mfZsiCobLZii Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: PerkinsTurbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.